Morgunblaðið - 14.03.2020, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.2020, Side 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Landamærum Danmerkur verður lokað frá og með há- degi í dag og verður öllum aðvífandi vísað frá landinu nema þeir geti sýnt fram á að þeir eigi þangað mjög brýnt erindi. Mette Frederiksen, for- sætisráðherra landsins, lýsti þessari ákvörðun yfir í gærkvöldi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði engar breyt- ingar enn hafa verið gerðar á flug- áætlun félagsins þegar mbl.is ræddi við hana í kjölfar ávarps Frederiksen. Tvær flugferðir til og frá Kaup- mannahöfn voru þá á áætlun hjá Ice- landair í dag, fyrir hádegi og eftir há- degi. „Við erum ekki komin með nánari upplýsingar um það hvernig ferðabanninu verður framfylgt. Við verðum bara að taka stöðuna þegar við erum komin með nánari upp- lýsingar og spila þetta eftir eyranu áfram,“ sagði Ásdís. Icelandair flýgur tvisvar til þrisvar til Kaup- mannahafnar og til baka daglega. Flugfélagið hefur ósk- að eftir ítarlegri upplýsingum frá dönskum stjórnvöldum vegna lokunar landamæranna. „Það hefur bara sinn gang en við erum ekki komin með nákvæmar upplýsingar um það hvernig þessu verði framfylgt.“ Óvissa eftir lokun Danmerkur  Óska upplýsinga  2-3 ferðir fram og til baka á dag Morgunblaðið/Eggert Flug Icelandair hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum. Ásdís Ýr Pétursdóttir Mikilvægt er að læknar ávísi ekki lyfjum í óhófi heldur samkvæmt þörf- um hvers og eins, þrátt fyrir að birgð- ir lyfja séu óvenju miklar vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í máli Ölmu D. Möller landlækn- is á blaðamannafundi almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra í gær. Miklu máli skipti að lyf safnist ekki saman hjá sumu fólki á meðan aðra gæti skort lyf. Tók Alma fram að um væri að ræða almenn tilmæli sem send hefðu verið til lækna. Einnig hefðu tilmæli verið send til apóteka um að afgreiða ekki lyf í óhóflegu magni. Meira úr apótekum en venjulega Spurð hvort upp hefðu komið til- felli þar sem lyf væru hömstruð sagði Alma að erfitt væri að svara því beint. Ljóst væri þó að meira hefði farið út úr apótekum síðustu daga en alla jafna. Samtals hafa núna 260 manns skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðis- starfsfólks, en það er heilbrigðis- starfsfólk utan opinbera geirans eða sem komið er á eftirlaun. Alma sagði engan enn hafa verið kallaðan út úr þessari sveit, en það væri hverrar stofnunar að ákveða það. Helmingur þessara 260 hefði boðið sig fram til að sinna störfum sem tengdust kórónuveirunni, en helmingur til annarra starfa. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, sat einnig fundinn. Benti hann á að nóg væri til af mat og öðrum nauð- synjavörum hér á landi og að vöru- flutningar væru algjörlega ótruflaðir þrátt fyrir ferðabann sem Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær. Ekki fyrirsjáanlegur skortur Borið hefur á hömstrun í verslun- um hérlendis undanfarna daga. Sendu Hagar hf. til að mynda frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að starfsfólk fyrirtækisins hefði fund- ið fyrir og orðið vitni að birgðasöfnun í verslunum Bónuss og Hagkaupa. „Birgðastaða verslana, vöruhúsa og birgja er góð. Hagar hafa nú þeg- ar haft samráð við innlenda og er- lenda birgja og metið stöðuna m.t.t. þess ástands sem við stöndum nú frammi fyrir,“ segir í tilkynningu Haga. „Að sama skapi er hvorki nú, né fyrirsjáanlegur skortur á innfluttum vörum, hvort sem um er að ræða ávexti, grænmeti, hreinlætisvörur, þurrvörur eða matvöru með langt geymsluþol. Sömuleiðis er birgða- staða á eldsneyti á Olís- og ÓB-stöðv- um góð.“ Ekki náð að fylla hratt á hillur Krónan tilkynnti einnig að enginn vöruskortur væri fyrirsjáanlegur. „Þannig eru 60-70% af vöruframboði Krónunnar íslensk framleiðsla og engin stöðvun er á framleiðslu. Þá hefur Krónunni ekki borist nein flöggun frá erlendum birgjum vegna stöðvunar framleiðslu. Vegna álags á verslunum síðastliðna daga hafa starfsmenn þó ekki náð að fylla á hill- ur nægjanlega hratt en sendingar berast í hverja búð daglega og fyllt er á fyrir opnun.“ Alma og Andrés ítrekuðu á fund- inum að ekki væri nauðsynlegt fyrir landsmenn að hamstra vörur. Spurð- ur um þá hömstrun sem borið hefur á, til dæmis á salernispappír, sagði hann þau klóra sér í hausnum yfir því. Alma bætti við: „Ef við eigum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Nóg til af lyfjum, mat og nauðsynjavörum  60-70% af vörum íslensk framleiðsla  Álag á verslanir Morgunblaðið/Eggert Brauð Ekki er neitt útlit fyrir matvælaskort en vegna álags hafa starfsmenn ekki náð nægilega hröðum áfyllingum. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Rúmlega 500 manns mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær, á fyrsta degi skimana. Markmiðið er að 1.000 sýni verði tekin daglega í framhaldinu en til þess að hægt sé að skima og greina sýnin vinn- ur starfsfólk ÍE bæði á nóttunni og um helgar. Kári Stef- ánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að „ef allt gangi eins og í lygasögu“ fáist niðurstöður vegna fyrstu sýnanna í kvöld. „Það sem mér finnst flottast af öllu er það hvernig þetta fólk sem vinnur hjá mér í Íslenskri erfða- greiningu tekst á við þetta. Það verður unnið alla helgina, það verður byrjað að greina þessi 500 sýni á miðnætti hjá okkur og síðan verður unnið í alla nótt,“ sagði Kári í sam- tali við mbl.is í gærkvöldi. „Þetta er fólk sem gerir þetta af eigin hvötum. Það hefur enginn beð- ið það um að vinna á nóttunni eða um helgar. Það bara kemur og ætlar að gera þetta.“ Hann sagði faraldurinn geta haft jákvæðar afleiðingar að einhverju leyti. „Kannski þjappar hann okkur betur saman. Kannski komum við út úr þessari farsótt með minni efnis- hyggju og meiri væntumþykju hvert fyrir öðru. Þetta hljómar náttúrlega eins og ég sé rómantískt „leftover“ frá sjöunda áratugnum en ég er það. Það er smá möguleiki að þetta þjappi okkur saman sem samfélagi. Að minnsta kosti þegar horft er á þetta fólk sem er að takast á við þennan faraldur. Það eru allir reiðu- búnir til þess að gera allt milli him- ins og jarðar. Það spyr enginn: „hversu lengi þarf ég að vinna“ eða „fæ ég borgað fyrir þetta“. Það eru bara allir að demba sér út í þetta af fullum krafti.“ Spurður hvort Íslensk erfðagrein- ing hafi nægilega marga starfsmenn á sínum snærum til að fást við alla þessa vinnu sagði Kári: „Til þess að halda þessu gangandi svo við náum að greina 1.000 sýni daglega þarf 50 manns í þjónustu- miðstöð. 50 starfsmenn vinna þar en tíu þeirra gátu ekki unnið yfir helgina vegna þess að þau eiga lítil börn þannig að það var hringt í tíu starfsmenn sem vinna í Íslenskri erfðagreiningu í Vatnsmýrinni og hver einasti sem var beðinn var reiðubúinn til þess að koma. Ég á ekki orð yfir það hvað mér finnst þetta flott fólk.“ Vonast eftir fyrstu niður- stöðum í kvöld Kári Stefánsson  ÍE hefur skimanir fyrir kórónu- veirunni  Unnið nótt sem nýtan dag Eik fasteignafélag, sem er til húsa á sama stað og þjónustu- miðstöð Íslenskrar erfðagrein- ingar, hefur gagnrýnt fram- kvæmd skimana en fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu í gær vegna þess. Kári sagði forsvarsfólk ÍE hafa fundað með aðilum í húsinu í gær og nú hafi hann á tilfinning- unni að „allir séu saman í liði“. „Upplýsingagjöf frá okkur var ekki nægilega mikil. Við vorum að reyna að koma þessu saman á heimsmetstíma.“ „Allir séu saman í liði“ GAGNRÝNI FRÁ EIK Morgunblaðið/Eggert Prófað Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, mætti í skimun í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.