Morgunblaðið - 14.03.2020, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nú þegar íslenska krónan hefur
gefið talsvert eftir vegna þeirra
efnahagsþrenginga sem kórónu-
veiran leiðir af sér vakna spurn-
ingar hvort verðbólgan kunni að
fara á kreik að
nýju en hún hef-
ur haldist lítil og
stöðug síðustu
misseri. Gylfi
Magnússon, dós-
ent við við-
skiptafræðideild
HÍ og fyrrver-
andi efnahags-
og viðskiptaráð-
herra, var gest-
ur í aukaþætti
af Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi
Viðskiptamoggans, í gær.
Þar sagði hann ekki víst að
verðbólgunnar myndi gæta í mikl-
um mæli en að erfitt gæti reynst
fyrir Seðlabankann og stjórnvöld
að bregðast við henni ef það gerð-
ist.
„Það er eitt af því sem er
áhyggjuefni ef krónan gefur eftir
að það mun fyrr eða síðar skila sér
inn í landið í gegnum innflutt verð-
lag þannig að það er eitt af því
sem þarf að hafa áhyggjur af. En
það er auðvitað takmarkað hvað
hægt er að beita sér gegn því
vegna þess að aðgerðir til þess að
verjast verðbólguskoti eru flestar
þannig að þær kæla hagkerfið og
það er eitthvað sem við viljum
ekki núna.“
Þá bendir Gylfi á að sú staða
sem nú er uppi geri það mögulega
að verkum að hærra innflutnings-
verð muni ekki koma fram í vísi-
tölu neysluverðs.
„Kalt hagkerfi þar sem er lítil
eftirspurn og fyrirtæki geta ekki
hækkað verð, það er kannski dálít-
ið með innbyggða vörn gegn verð-
bólguskoti.“
Þekktir varnarleikir
Spurður um þær aðgerðir sem
Seðlabanki og stjórnvöld hafa grip-
ið til segir Gylfi að þær séu allar
eftir handbókinni og eigi að geta
gefið góða raun. Þó sé mikilvægt
að gera sér grein fyrir að lægri
stýrivextir þýði ekki endilega mikla
nýfjárfestingu til skemmri tíma.
Hins vegar séu þeir til þess gerðir
að miðla fjármagni með auðveldari
hætti út í kerfið.
Hann telur að bankastofnanir
muni taka tilmælum opinberra að-
ila vel, jafnvel þótt bankar eins og
aðrir hafi tilhneigingu til að halda
að sér höndum í andrúmslofti eins
og því sem nú ríkir.
Armslengdin truflar ekki
Hann segir að ríkisvaldið hafi
ýmis vopn í búri sínu til þess að
ýta á bankana að tryggja fyrir-
tækjum lausafé meðan skaflinn
gengur yfir hagkerfið. Þar geti
heimatökin reynst hægari fyrir
þær sakir að tveir af þremur við-
skiptabönkum landsins eru í eigu
ríkisins. Sú staðreynd að Banka-
sýsla ríkisins var stofnuð til þess
að tryggja svokölluð „armslengd-
arsjónarmið“ þar sem stjórnmála-
menn væru ekki með puttana í
ákvörðunum innan bankakerfisins
ætti ekki að aftra því.
„Ég veit ekki nákvæmlega
hvernig það yrði útfært en ríkið
setur þessum fyrirtækjum auðvitað
eigendastefnu og í henni er hægt
að taka á þessum málum með ýms-
um hætti.“
Fá tæki gegn
verðbólgunni
Ríkið getur beitt eigendastefnu sinni
Gylfi
Magnússon
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Öryggisíbúðir Eirar til langtíma
leigu Grafarvogi Reykjavík
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700
milli 8:00 og 16:00 virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða
sendið fyrirspurn á netfangið sveinn@eir.is
Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir
Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík.
Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík.
Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík.
• Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri
aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn
geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þrátt fyrir sterka lausafjárstöðu Ice-
landair Group er ástandið á mörkuð-
um félagsins með því móti að stöðva
verður útflæði
lausafjár með öll-
um ráðum.
Þetta segir
Steinn Logi
Björnsson, fyrr-
verandi fram-
kvæmdastjóri hjá
félaginu og frá-
farandi forstjóri
Blue Bird Nordic.
Hann var í viðtali
í Viðskiptapúlsin-
um, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans í
gær.
„Reiðufjárstaðan virðist vera góð
en það má ekki vanmeta hversu hratt
þetta brennur,“ segir hann spurður
út í horfur félagsins á komandi
vikum.
Spurður út í aðgerðir þær sem fé-
lagið hefur gripið nú til í því skyni að
mæta afleiðingum ferðabanns
Bandaríkjastjórnar bendir hann á að
ekkert flugfélag í heiminum verði fyr-
ir jafn harkalegum áhrifum af þeirri
ákvörðun. Allt leiðakerfi félagsins
byggi á því að flytja farþega til og frá
Ameríku með tengipunkti við Evrópu
á Keflavíkurflugvelli. „Félagið verða
að fækka flugferðunum enn meira en
það hefur gert,“ segir Steinn Logi og
nefnir að það sé eina skjótvirka leiðin
sem félagið búi yfir til þess að stöðva
rennsli lausafjár út úr félaginu.
Þannig megi losna við breytilegan
kostnað á borð við eldsneytiskaup,
yfirflugs- og lendingargjöld og þjón-
ustukostnað á flugvöllum, einkum
varðandi þjónustu með farangur.
Hann segir að uppsagnir starfs-
fólks hafi minni áhrif, enda fari slíkar
aðgerðir ekki að skila árangri fyrr en
einhverjum mánuðum eftir að til
þeirra er gripið og að þá kunni þessi
krísa mögulega að vera liðin hjá.
„Maður vonar félagsins vegna að
það verði góð viðbrögð við þeirri
beiðni að fólk minnki starfshlutfall og
taki sér launalaust leyfi.“ Segir hann
að þar liggi verulegar fjárhæðir sem
fyrirtækið muni um. Kjarasamningar
flugmanna hjá Icelandair losna í sept-
ember og segir Steinn Logi að endur-
skoða verði kjarastefnu á vettvangi
félagsins frá grunni ef ætlunin sé að
byggja félagið upp til framtíðar.
„Það er algjört lykilatriði að ein-
hver lausn verði fundin á þessu ef Ice-
landair á að vera lífvænlegt til fram-
tíðar og byggjast eitthvað upp.“
Hann segir þó að sporin hræði.
Þannig sé honum minnisstætt að eftir
hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturn-
ana í Bandaríkjunum í september ár-
ið 2001 hafi forstöðumenn á markaðs-
sviðinu sem hann stýrði á þeim tíma
boðist til þess að taka á sig 15% launa-
lækkun til að styðja við fyrirtækið í
miklum hremmingum. Það hafi verið
samþykkt af framkvæmdastjórn
fyrirtækisins en að það yrði ekki gert
nema allir tækju þátt. Þá hafi erindi
verið sent á stéttarfélög flugmanna
og flugfreyja og „pent nei“ hafi borist
við því.
Steinn Logi segir að launakostnað-
ur sé hár í öllum samanburði við önn-
ur flugfélög. Reyndar megi finna önn-
ur félög með háan launakostnað, t.d.
Lufthansa og British Airways, en að
það séu fyrirtæki sem starfi að hluta
til á allt annars konar markaði. Þau
hafi mjög tryggan viðskiptamanna-
hóp úr alþjóðlegu viðskiptalífi sem
borgi mun hærri fargjöld. Lífæð Ice-
landair sé hins vegar ferðamenn á
markaði þar sem Icelandair ráði litlu
sem engu um verðmyndun vörunnar,
sé aðeins lítill þátttakandi á mjög
stórum og óvægnum markaði. Nú
þegar hefur þeim möguleika verið
velt upp að ríkissjóður komi Icelanda-
ir til aðstoðar ef lausafjárstaðan
versni mjög hratt. Fyrir því eru for-
dæmi í sögunni. Steinn Logi segir
hins vegar ekkert sjálfgefið í þeim
efnum. Áður fyrr hafi Icelandair verið
lífæð fólksflutninga inn og út úr land-
inu en nú séu mörg flugfélög sem bít-
ist um ferðamennina. Þótt Icelandair
hyrfi af markaðnum þýddi það ekki
algjöra einangrun landsins þótt vissu-
lega mætti búast við því að áfanga-
stöðum sem Íslendingar hefðu úr að
velja myndi sennilega fækka stórlega.
Stöðva verður blæðinguna
Icelandair Group neyðist til að grípa til harðari niðurskurðar á flugáætlun sinni
Nýta þarf opna samninga við flugmenn í september til að bæta stöðu félagsins
Morgunblaðið/Eggert
Næðingur Icelandair stendur frammi fyrir stærri áskorunum en oftast áður.
Steinn Logi
Björnsson
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR