Morgunblaðið - 14.03.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 14.03.2020, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m². Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna- sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is. Nýtt og spennandi verslunar- og þjónustuhúsnæði á Brynjureit TIL LEIGU Kórónuveiran CO- VID-19 flæðir óneit- anlega yfir heiminn með miklum við- brögðum og aðgerðum. Markaðir falla og stórir landshlutar eru settir í einangrun. En hversu alvarleg eru veikindin? Dánar- tölur eru áberandi í fréttum en jafnframt bent á veikindin séu yfirleitt væg. Þeir sem deyja séu yfirleitt með und- irliggjandi alvarlega sjúkdóma. Eng- inn Íslendinganna með smit hefur þurft sjúkrahúsvist. Þessar umræður mátti nýlega sjá á mbl.is. Norskur prófessor átelur Lýð- heilsustofnun Noregs fyrir að draga upp of dökka mynd og að veikin sé ekki eins skæð og af er látið. Ungur sérnámslæknir á LSH segir ummæli prófessorsins vafasöm. Ég er hræddur um að prófessorinn hafi nokkuð til síns máls. Skv. síðustu tölum á netinu hafa um 110.000 einstaklingar verið formlega greindir og um 3.800 dáið. Sam- kvæmt hefðbundnum prósentureikningi væri það túlkað sem 3,8 pró- sent dánartíðni. Í þessum útreikningi eru þó nokkrir veik- leikar jafnvel skekkjur sem afgerandi tölur um dánartíðni þessa sjúk- dóms. Almennt er viður- kennt að sennilega séu mun fleiri með veikina, en án einkenna og ógreindir. Væri fjöldinn t.d. um 200.000 með 3.800 látnum helmingaðist prósentan í tæp 2 prósent en getur samt ekki talist afgerandi tala um dánartíðni CO- VID-19 kórónufaraldurs. Hin rétta dánartíðni faraldurs er í raun sú aukning sem faraldurinn veldur fram yfir þau mannslát sem hefði annars orðið af náttúrulegum orsökum vegna fyrirliggjandi sjúk- dóma. Slíkt er flókið og vinnufrekt og hefur enn ekki verið gert en verður vonandi. Fullyrða má samt að hin raunveru- lega dánartíðni COVID-19 er mun lægri en 3,8 prósent. Höldum ró okkar. Kórónuveiran og dánartíðni Eftir Birgi Guðjónsson Birgir Guðjónsson » Fullyrða má að dánartíðni CO- VID-19 er lægri en 3,8 prósent. Höfundur er fyrrverandi aðstoðarprófessor við læknadeild Yale-háskóla. Þorsteinn Jónsson frá Hamri fæddist 15. mars 1938 á Hamri í Þverárhlíð. Foreldrar hans voru hjónin Jón Leví Þor- steinsson og Guðný Þorleifs- dóttir, bændur á Hamri. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskól- ann í Reykholti 1954 og stund- aði nám við KÍ 1955-1957. Þorsteinn vann almenn sveitastörf til 1958 en fékkst síðan við bókavörslu og vann verkamannastörf í Reykjavík samhliða ritstörfum. Frá 1967 fékkst hann eingöngu við rit- störf og sinnti auk þess síðar dagskrárgerð og prófarkalestri og var mikilvirkur þýðandi. Þorsteinn sat í stjórn Rithöf- undafélags Íslands 1966-1968 og var meðstjórnandi í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1986-1988. Eftir Þorstein liggur fjöldi verka; ljóðabóka, skáldsagna, þýðinga og fleira og hlaut hann ótal viðurkenningar á sextíu ára rithöfundarferli sínum. Þorsteinn eignaðist fimm börn með sambýliskonu sinni, Ástu Sigurðardóttur rithöf- undi, og eitt barn með fv. eigin- konu sinni, Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur myndlistar- manni. Sambýliskona Þor- steins var Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari. Þorsteinn lést 28.1. 2018. Merkir Íslendingar Þorsteinn frá Hamri Í sögu okkar hafa eldgos, kuldaskeið og drepsóttir gengið svo nærri tilvist þjóð- arinnar að minnstu hefði mátt muna að hún þurrkaðist út. Spánska veikin 1918 var hinn versti vá- gestur í Reykjavík en landsbyggðinni var að sögn verulega hlíft með samgöngubanni. Nú varð Kína uppspretta hins gríðarlega heimsfaraldurs Co- vid-19, kórónuveirunnar sem ekki stóð á að bærist okkur. Að verki voru skíðaiðkendur sér til hress- ingar í sólinni í suðurhluta Alp- anna í Ítalíu og Austurríki sem samgöngubyltingin gerir að ná- grönnum. Ein nútímaútgáfa af þjóðarvá er nýlegt bankahrun sem leit út verr en varð og bjargað var að ein- hverju leyti af tekjum vegna þess ótrúlega fjölda kínverskra túrista sem hingað sækja árlangt; í sama skilningi nágrannar og Ítalir, reyndar í nokkuð fleiri flug- stundum en Veróna. Þannig má segja að Ísland hafi glatað sinni gömlu einangrun og sogast í alþjóðvæðingu lífsstíls nú- tímans. Við tökum fullan þátt í Evrópusamstarfi um opnum landamæra fyrir ferðir fólks, við- skipti og efnahagstengsl. Því fylgir velgengni íslensks nútíma- þjóðfélags en einnig þær hættur, sem við erum nú rækilega minnt á. Til móts vegur í fyrsta lagi sú frábæra heilsugæsla sem Íslend- ingar búa við. Heilbrigðisyfirvöld og allar viðkomandi stofnanir hafa brugðist svo hratt og vel við vand- anum að sætir miklu þakklæti landsmanna. Covid-19 er einnig verkefni og ábyrgðarhluti WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Á þeim vettvangi hefur Ís- land skilaði frábærum árangri. Því kynntist höfundurinn á sínum tíma sem fastafulltrúi við al- þjóðastofnanirnar í Genf, þ.m.t. WHO. Þá sýndi það sig að á Ís- landi var ungbarnadauði við fæð- ingu svo gott sem úr sögunni og árum áður hafði náðst hér útrým- ing berkla. Baráttan við Covid-19 er vafa- laust mikil ögrun en við mætum þar ótrauðir, leyfir einn leikmaður sér að segja. Það leiðir hugann að þeirri staðreynd að fámenni Íslendinga er enginn mælikvarði á getu okkar til þátt- töku í samstarfi þjóða. Við erum aðilar að efnahags- og viðskipta- samstarfi Evrópu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum sem láta sig það varða ef á brestur hagstjórnar- vandi vegna Covid-19-faraldursins. Evrópumál okkar voru reyndar nokkuð á afturfótunum, þar til deilurnar um fiskveiðiréttindi urðu að fullu úr sögunni fyrir hartnær hálfri öld. Það leiddi til EES- samningsins með fríverslun fyrir sjávarafurðir og umfram annað sjálfbærs sjávarútvegs og fiski- stofna. Ísland stendur því sterkari fótum en fyrr til að mæta áföllum Að lokum: Það hefur dofnað yfir þeirri hefðbundnu sögusýn sem sóttur var í áhugi og stolt á tímum erfiðleika eða nýrra tækifæra. Þaðan kom krafturinn, sem for- ysta okkar í frelsisbaráttu 19. ald- ar naut og skáldin bundu í ljóð. Er ekki einmitt nú þörf sömu hvatningar og þátttöku í samstarfi um það markþætta markmið að varðveita tungu og menningu hvers og eins? Og yrði það ekki til ávinnings að íslenskan, sem við eigum til varðveislu, sé eitt af hin- um opinberu málum Evrópu? Fyrr og síðar Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson »Heilbrigðisyfirvöld og allar viðkomandi stofnanir hafa brugðist svo hratt og vel við vandanum að sætir miklu þakklæti landsmanna. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Dómsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að mannúð sé höfð að leiðarljósi í mál- efnum hælisleitenda. Það eru ósannindi. Starfandi stjórnandi Útlendingastofnunar segir að þar sé ein- ungis farið eftir lögum og reglum. Það eru ósannindi. Fólk sem flýr fótgangandi í ofboði frá Afganistan, Írak eða Sýrlandi getur ekki tekið undir sig stökk og lent á Íslandi sem fyrsta landi. Það fer flest um Tyrkland til Grikklands þar sem sumir fá svokallaða „réttar- stöðu flóttamanns“ eða „alþjóðlega vernd“ (sem reynist svo ekki al- þjóðleg). Samkvæmt Dyflinnar- reglugerð er heimilt að endursenda slíkt fólk, en hvergi segir að það skuli gert. Það er því val Útlend- ingastofnunar og ber vott um mis- kunnarleysi, svo að ekki sé talað um mannvonsku. Þegar börn eiga í hlut sem hingað eru komin í leit að frið- landi er það skýlaust brot á barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda þau burt í skelfilega örbirgð í Grikklandi, enda segir þar að hagur barns skuli jafnan hafður að leiðar- ljósi. Slík brottvísun barna er einnig á ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Þetta er ljótt til frásagnar. Börn eru framtíðarvon okkar allra. Sá sem rekur saklaust barn frá sér á vergang er ekki góður maður. Enginn er eyland. Við erum órjúfanlegur hluti mannkynsins og berum okkar ábyrgð á lífi þeirra sem til okkar leita í ráðaleysi sínu. Við erum næsta mörg, held ég, sem skömmumst okkar fyrir ómannúð- lega starfshætti Útlendingastofn- unar og þar með stjórnvalda. Sú var tíð að íslensk stjórnvöld sendu gyð- inga í opinn dauða. Þau virðast varla hafa mannast mikið. Samt ætla ég að biðja íslensk stjórnvöld að lesa ein- falt ljóð eftir Snorra Hjartarson í þeirri von að það geti vakið þó ekki sé nema vott af samkennd með þeim sem hrekjast örvænt- ingarfull á flótta um heiminn: Ég heyrði þau nálgast í húminu, beið á veginum rykgráum veginum. Hann gengur með hestinum höndin kreppt um tauminn gróin við tauminn. Hún hlúir að barninu horfir föl fram á nóttina stjarnlausa nóttina. Og ég sagði: þið eruð þá enn sem fyr á veginum flóttamannsveginum, en hvar er nú friðland hvar fáið þið leynzt með von ykkar von okkar allra? Þau horfðu á mig þögul og hurfu mér sýn inn í nóttina myrkrið og nóttina. Hvar er mannúðin? Eftir Njörð P. Njarðvík » Börn eru framtíðar- von okkar allra. Sá sem rekur saklaust barn frá sér á vergang er ekki góður maður. Njörður P. Njarðvík Höfundur er prófessor emeritus og rithöfundur. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.