Morgunblaðið - 14.03.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.03.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020 ✝ RagnarBjarnason fæddist í Reykjavík 22. september 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 25. febrúar 2020. Foreldrar hans voru Bjarni Böðv- arsson tónlistar- maður, einn af stofnendum og fyrsti formaður FÍH, fæddur 21.11. 1900, d. 21.11. 1955, og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja og söngkona, f. 4.10. 1903, d. 25.12. 1989. Systkini hans eru: Ómar Örn Bjarnason, f. 16.12. 1932, d. 18. ágúst 1946, og Dúna Bjarna- dóttir, f. 11.6. 1936. 1954 kvæntist Ragnar fyrri eiginkonu sinni Gerði Ólafs- dóttur. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Ómar, eiginkona hans er Ragna Kristín Marinósdóttir. Börn þeirra: 1) Ragnar Bjarna- son, 2) Sævar Bjarnason, látinn, 3) Hrönn Bjarnadóttir. Bjarni og Ragna eiga tvö barnabörn. 2) Kristjana Ragnarsdóttir, eig- inmaður hennar er Örn Ingi Ingvarsson. Börn þeirra eru: 1) Þorgerður Anna, 2) Ingvar, 3) Kolbrún, 4) Hjördís, 5) Örn. Kristjana og Örn eiga þrettán barnabörn og tvö barnabarna- börn. 1966 kvæntist Ragnar eftirlif- andi eiginkonu sinni Helle Birthe Bjarnason. Sonur þeirra er Henry Lárus, eiginkona hans er Kristbjörg Ragnarsson. Börn þeirra: 1) Lára Ingileif, 2) Aron Sögu sinnti hann ýmsum störf- um, m.a. var hann sölumaður hjá Sveini Egilssyni, rak sölu- turn, bílaleigu og var útvarps- maður á Aðalstöðinni og FM957. Hann hætti nánast að syngja um tíma eftir þetta, en um sjö- tugt byrjaði hann af fullum krafti að nýju í góðu samstarfi við vin sinn Þorgeir Ástvalds- son. Hann gaf út nokkrar hljóm- plötur á þessum tíma, sem flest- ar fengu frábærar móttökur. Síðan þá hefur hann haldið tón- leika, sungið og skemmt lands- mönnum við hin ýmsu tækifæri. Sérstaklega er eftirminnilegt lagið „Þannig týnist tíminn“ eft- ir Bjartmar Guðlaugsson sem hann söng með Lay Low og var valið óskalag þjóðarinnar af áhorfendum sjónvarpsins. Sýn- ingin Elly var sýnd fyrir fullu húsi nokkur misseri og kom Ragnar fram í lok nánast allra sýninga og söng lög með Katr- ínu Halldóru Sigurðardóttur sem lék Elly. Síðustu tónleikar Ragnars voru haldnir fyrir full- um Eldborgarsal Hörpu 1. sept- ember sl. þegar hann fagnaði 85 ára afmælis sínu en áður höfðu tvennir tónleikar verið haldnir sl. vor. Ragnar hlaut margar viður- kenningar, m.a. viðurkenningu Stjörnumessu DV og Vikunnar 1980 sem söngvari ársins í 30 ár, heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna 1994, sæmd- ur gullmerki FÍH 2004, sæmdur fálkaorðu 2005, Borgarlista- maður Reykjavíkur 2007 og nú síðast heiðurslaun listamanna samkvæmt tillögu allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis 2019. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnar, 3) Alex Ev- an. Ragnar á langan feril að baki sem tónlistarmaður og hóf feril sinn sem trommari upp úr fermingu og spilaði m.a. með hljóm- sveit föður síns. Ragnar söng fyrst opinberlega með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns í út- varpssal 16 ára. Hann söng með mörgum hljómsveitum. Á árunum 1955- 56 söng hann með Hljómsveit Svavars Gests, 1957-59 söng hann með KK sextettinum en fór þá yfir í Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Árið 1960 söng hann lagið sívinsæla „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ inn á plötu. Árið 1962 fór hann til Danmerkur og flutti tónlist víðs vegar um Norðurlöndin ásamt Kristni Vilhelmssyni. Ragnar flutti aftur til Íslands 1964 þegar Hljómsveit Svavars Gests varð húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu og tók við sem hljómsveitarstjóri 1965 þegar Svarvar hætti. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar var hús- hljómsveit í Súlnasal í 19 vetur. Ragnar stofnaði Sumargleðina 1972 sem fór um landið og skemmti landsmönnum í 15 ár með skemmtidagskrá og dans- leikjum. Á þessum árum söng Ragnar inn á fjölmargar hljóm- plötur og var tíður gestur í út- varpi og sjónvarpi. Þegar Ragnar hætti á Hótel Elsku afi. Það er svo sárt að kveðja þig, mér fannst þinn tími ekki vera kominn. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hvattir mig ávallt áfram í öllu því sem mér datt í hug að taka mér fyrir hendur og lést það óspart í ljós hversu stolt- ur þú varst. Þú varst mikil fyr- irmynd, alltaf jákvæður og komst vel fram við alla, sama hver það var. Þú varst líka alltaf til staðar hvort sem mann vant- aði ráðleggingar um bílakaup eða bara að fá góðan vin í kaffi og spjall. Það var svo gott að fá ykkur í kaffisopa og aldrei af- þakkaðir þú þegar maður hringdi í þig og bauð þér í þeytt- an rjóma, síður en svo, áttir það meira að segja til að hringja og óska eftir boði ef þér fannst of langt liðið síðan síðast. Í lok nóv- ember ákvað ég að hlífa þér við því að bjóða þér í sex ára afmæli Óðins, en þú varst nú ekki alveg á því. Kvöldið fyrir afmælið þeg- ar ég var á kafi í bakstri hringdir þú og vildir vera boðinn. Auðvit- að mættir þú og fékkst þér kök- ur innan um allt krakkahafið sem okkur fylgir. Þó að það hafi dreg- ið frá þér orku var samt eins og það nærði þig á ákveðinn hátt. Þér fannst gott að vera með fólk- inu þínu. Minningarnar eru margar og góðar. Þú varst mikill afi og góður vinur. Það verður skrítið að fá þig ekki reglulega í kaffi til mín en ég mun alveg örugglega hugsa til þín í hvert sinn sem ég þeyti rjóma. Nú ertu kominn á nýjan og betri stað þar sem stjarna þín mun án efa skína skært. Hvíldu í friði elsku afi. Kolbrún Arnardóttir. Afi var hjartahlýr maður, glaður í sinni og lifði lífinu lif- andi. Hann bjó yfir þeim eigin- leika að sjá það besta í náung- anum, hvatti mig og mína til dáða en um leið tók hann sjálfan sig ekki of alvarlega. Ef ég var í einhverri streitu sagði hann allt- af, Anna mín engar áhyggjur, þetta reddast og brosti. Ég hef reynt að tileinka mér þessa eig- inleika og kenna mínum að sjá tækifærin og gleðina í lífinu og dvelja í núinu eins og afi. Ég og Ísak, eldri sonur minn, ruddum ákveðna braut. Við fæð- ingu mína varð hann afi 38 ára, 56 ára varð hann langafi. Vinir mínir gerðu honum grikk á þeim tímamótum, sendu vel þekkta og nýbakað langafanum hamingju- óskir í útvarpið. Ísak fæddist á laugardegi og það kvöld var afi að skemmta og flæddu yfir hann hamingjuóskir. Daginn eftir heimsótti hann mig á sængina steinhissa að allir vissu eiginlega um leið og hann að hann væri orðinn langafi. Fyrir rúmum fjórum árum varð hann svo langalangafi þegar Ísak og Sandra eignuðust Hólmar Inga og svo aftur þegar Hrafney Edda kom í heiminn. Þegar bónorðið kom og ég hringdi í afa til að láta hann vita náði ég ekki að spyrja hvort hann vildi syngja við brúðkaupið. Heldur sagði hann Frábært, ég ætla að syngja Megi dagur hver fegurð þér færa. Við Maggi átt- um einstakan dag þegar við gift- um okkur, afi sá um sönginn við athöfnina og í veislunni. Sama var uppi á teningnum þegar Ísak og Sandra giftu sig afi, söng en Einar Örn spilaði undir. Þegar kom að árshátíð hjá Ísak í Garðaskóla var afi leyni- gestur og þegar Einar Örn var í sama skóla síðar var afi í mynd- bandi fyrir árshátíðina. Rétt áð- ur en Ísak náði lögaldri fékk hann að fara á Þjóðhátíð í Eyjum en með einu skilyrði, hann varð að hitta afa og láta vita af sér en afi var að skemmta svona eins og langafar gera. Afi og Helle komuð reglulega í heimsókn og oftar en ekki var rjómi með einhverju meðlæti í boði. Jóladagur var alltaf ein- stakur en þá komu þau til okkar í hangikjöt og tilheyrandi. Það var algjör undantekning ef ekki var sest við píanóið og lagið tekið í þessum heimsóknum. Einar Örn og afi áttu náið samband. Þegar Einar Örn hóf píanónám í Tónheimum fékk afi það hlutverk að koma honum í tíma. Eftir tíma var skroppið á Jómfrúnna og jafnvel farið niður að tjörn að gefa öndunum. Einar Örn var ekki hár í lofti þegar hann tók lagið með langafa sín- um fyrst opinberlega. Fjölmenn- asta samkoman var á Menning- arnótt árið 2009 þegar afi kippti honum upp á svið á Ingólfstorgi, þeir sungu Vertu ekki að horfa með Milljónamæringunum. Afi hvatti og leiðbeindi Einari Erni í píanóleik og söng. Á tónleikun- um í vor spilaði Einar Örn undir hjá afa en afi ekki tilbúinn að láta hann syngja. Þeir þurftu aðeins að skoða þetta með sönginn eins og hann orðaði það, við gátum ekki annað en hlegið þar fetaði afi í spor föður síns en langafi hafði ekki mikla trú á söngvaran- um Ragnari Bjarnsyni í fyrstu. Í haust var traustið komið og Ein- ar spilaði og söng á 85 ára tón- leikum langafa síns fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Elsku afi, söknuðurinn er mik- ill, minningarnar lifa og eru dýr- mætar. Við njótum þess að rifja upp, hlusta og gleðjast. Pönnu- kökur með rjóma og enn meiri rjóma verða reglulega á boðstól- unum í þínum anda. Góða ferð í Sumarlandið, takk fyrir allt og allt. Þorgerður Anna Arnardóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Það koma margar góðar minningar og tilfinningar upp í hugann þegar ég horfi til baka og rifja upp liðinn tíma. Í mínum huga stendur upp úr hlý- leikinn og gleðin sem ávallt fylgdi nærveru þinni. Þegar kom að afmælum barnanna eða ef boðið var til veislu af einhverju tilefni þá léstu þig aldrei vanta. Þú sýndir alltaf mikinn áhuga á því sem var um að vera í okkar lífi og spurðir oft hvernig gengi í leik og starfi. Ég man þegar ég var bara lít- ill pjakkur og áhugi minn á veiði fór að gera vart við sig þá rifj- aðist upp fyrir þér að líklega væri nú eitthvað til af veiðigræj- um í bílskúrnum hjá þér. Þar leyndist veiðibúnaður sem langafi minn hafði átt og notað en safnaði bara ryki hjá þér. Þú vildir endilega láta mig hafa veiðibúnaðinn og ég mátti svo meta hvort þetta væri eitthvað sem ég gæti nýtt mér. Þarna voru veiðiflugur, fluguhjól og forláta flugustöng, gerð úr bambus, svo eitthvað sé nefnt. Þessi búnaður átti auðvitað frek- ar heima á safni en í höndunum á unglingi að stíga sín fyrstu skref í veiðinni. Það kom þó ekki að sök því gjöfin skilaði mér ómæld- um gleðistundum og örfáum sil- ungum. Ég held að ég hafi aldrei þakkað þér fyrir þetta og ekki leitt hugann að því hversu dýr- mætt þessi gjöf reyndist mér en þeir sem mig þekkja vita að veiði er mitt líf og yndi í dag. Með þessu tókst þú þátt í að gera mér kleift að þroskast í þá átt sem áhugi minn lá. Það var alltaf hægt að leita til þín ef vantaði ráð eða ef maður lenti í einhverju klandri og varst þú alltaf tilbúinn að aðstoða og veita góðar ráðleggingar. Til dæmis þegar mér tókst að stór- skemma heila hlið á kyrrstæðum bíl, eftir að hafa ekið frekar óvar- lega á skellinöðrunni minni. Þá var gott fyrir 15 ára unglinginn að eiga skilningsríkan afa sem dæmdi ekki glæfraskapinn held- ur var tilbúin að ganga í verkið með manni og redda málum. Þú varst mikil fyrirmynd í samskiptum og varst alltaf glað- ur og hlýr og man ég ekki til þess að þú hafir nokkurn tímann talað illa um einn eða neinn. Þú áttir sögu fyrir hvert tilefni og hafðir svo gaman af því að segja okkur yngri frá og bera saman hvernig þinn raunveruleiki var þegar þú varst ungur. Þú gast alltaf fundið tengingu við það sem við vorum að eiga við í það og það skiptið og miðlað af þinni reynslu. Ég vona að mér auðnist að veita börnum mínum og vonandi barnabörnum í framtíðinni hlýju, áhuga og hvatningu líkt og þú gafst mér. Ég kveð þig með söknuði en á sama tíma er ég svo þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þig sem minn afa. Minning Þín visna hönd ei veldur penna meir og varir þínar bærast ekki lengur því nú er lokið ferð án fyrirheits, fiðlungur þögull, hljóður sérhver strengur. En loginn rauði er brann í brjósti þér slær bjarma á veginn enn um myrka nótt. Og lengi munu spor í sandi sjást. Söngvara tregans dauðinn vaggar hljótt. (Pétur Pétursson) Örn Arnarson Maðurinn með hangandi hendi Ljósin skína og bandið spilar glæsta tóna er salinn bilar. Fólkið fagnar, loftið rafmagnar. Kallar það á Ragnar! Ragnar! Hann sér skilar. Í stífpússaða skóna glittir áhorfendur bíða stilltir. Nú telur sveitin sönginn inn við „mækinn“ stendur söngvarinn. Aðdáendur trylltir. Gleyma þar allir tilverunnar tuði flýja frá væli og suði. Hverfur svo kvölin og kvíðinn er hann kallar í tjúttandi lýðinn. Er’ ekki allir í stuði. Loforðin hann efndi í kvöldsins lok nú stefndi. Gerning um ástina, lífið og gleði skilur við fólkið með allgóðu geði. Maðurinn með hangandi hendi. (Einar Örn Magnússon) Ég verð þér til sóma og æfi mig þangað til við hittumst að nýju í Sumarlandinu. Einar Örn Magnússon. Nú skortir orð eftir 60 ára nána samvinnu við einstakan aldavin, öðling, tryggðatröll og lífskúnstner, sem er hniginn að moldu að loknu ómetanlegu ævi- starfi, sem hefur snortið þjóðina. Við ólumst upp í Holtunum og hann varð að átrúnaðargoði mínu á unglingsárum okkar beggja. Lögin „Vertu ekki að horfa …“ og „Vorkvöld í Reykjavík“ voru smellirnir á útskriftarárinu 1960 í MR. Samstarf okkar Ragnars við tónlist og skemmtanir hófst í tengslum við KK-sextettinn, síð- ar hljómsveit Svavars Gests og loks hljómsveit Ragnars sjálfs. Eftir nokkur sumur okkar beggja við héraðsmót stjórn- málaflokkanna datt okkur í hug 1972 að breyta þeim í almenn héraðsmót án ræðuhalda stjórn- málamanna. Það var djarft til- tæki að ætla sér slíkt með aðeins eina hljómsveit og einn skemmti- kraft í áhöfn. En bjartsýni, kraft- ur, lífsgleði og einstakur og ódrepandi húmor Ragnars lýsti sér í kjörorði okkar beggja alla tíð, sem gaf lífinu og baráttunni gildi: „Klóra í bakkann! Klóra í bakkann!“ Og ef það voru pen- ingavandræði: „Klóra í bank- ann!“ Allir í hljómsveitinni voru virkjaðir líkt og fyrr hjá Svavari Gests. Jón bassi smíðaði leik- tjöld. Hrafn Pálsson kom með textann í upphafslaginu, sem gaf tóninn fyrir lífsstarfið: „Við höld- um hátíð í dag, í himnaskapi við erum, gott úr öllu við gerum, saman syngjum hér lag!“ Hljóm- sveitarmenn fóru í búninga og léku hlutverk í skemmtiatriðum, tóku sóló á hljóðfæri sín og bjuggu til dúó, tríó og kvartetta. Allir voru rótarar. Bílstjórinn var miðasali í sérstakri deild Sumargleðinnar sem hét „aura- deildin“. Það fjölgaði í áhöfninni; Karl Einarsson í tvö ár, Halli og Laddi eitt, Bessi Bjarnason ell- efu ár, Þuríður Sigurðardóttir fjögur, Þorgeir Ástvaldsson þrjú, Magnús Ólafsson sjö, Hemmi Gunn fjögur og Diddú lokasum- arið. Sumargleðin hélt skemmt- anir að vetrarlagi í Reykjavík og gaf út breiðskífur. Það var af nógu að taka fyrir Ragnar í bók um lífssögu hans sem kom út þegar hann átti samt eftir þrjá áratugi ævinnar. Þegar flestir aðrir hefðu sest í helgan stein um sjötugt átti hann einstæða endurkomu á sjötugsafmælinu, sem tryggði honum þann sess sem hann hefur alltaf átt skilið í hjarta þjóðarinnar. Eitt sinn vatt tíu ára drengur sér að mér og sagði: „Hey, þú! Þekkir þú kall- inn með hendina?“ Það þurfti ekki frekar vitnanna við. Í end- urkomunni varð Þorgeir Ást- valdsson ómissandi félagi. Ragn- ar var alhliða túlkandi, allt frá laginu „Kokkur á kútter frá Sandi“ til laganna „Barn“ og „My way“. Fáir túlkuðu jafn vel ævikvöld og hann í ljóðlínum eins og „Gott, kvöld, gamli maður“, „I did it may way“, „Þannig týnist tíminn“ og „... þakka, að fá að fæðast, lifa’ og deyja’ í svona borg“. Nú skortir orð, þegar hans nánustu eru sendar sam- úðarkveðjur. Það er skarð fyrir skildi en orðstírinn lifir, sumar- gleðin í hjartanu sem Ragnar bjó ávallt yfir og geislaði frá honum. Einkunnarorð hans mætti kannski túlka með þessum lín- um: Þegar sólin skín; söngur, gleði’ og grín. Við brosandi blöndum geði. Hvílík dýrð og dans! Draumur konu og manns: Hin eilífa sumargleði. Ómar Ragnarsson. Hið ljúfa langa sumar er liðið. Vinur minn og félagi til margra ára Ragnar Bjarnason er látinn. Minningarnar hrannast upp. Raggi gerði mér svo gott þegar hann tók mig inn í Sumargleðina eftir að hafa séð mig leika Þorlák þreytta í Kópavogsleikhúsinu, það breytti algjörlega lífi mínu og framtíð. Raggi leyfði mér að prufa Bjössa bollu í Sumargleð- inni 1984 og hann varð til. Allar þessar minningar ætla ég að eiga með mér. Að verða 85 ára og bara nokk- uð ern segir svo mikið um Ragga Bjarna. Hann var vinur vina sinna og virtist oft kærulaus, en var það alls ekki. Hann var góð- ur húsbóndi þegar ég var með honum í Sumargleðinni. Svo hafði hann rosalega skemmtileg- an húmor og allar æfingar Sum- argleðinnar fóru í mikil hlátra- sköll þegar Raggi og Ómar Ragnarsson létu gamminn geisa. En besta Sumargleðin var í rút- unni þegar farið var milli staða, þá var mikið hlegið. Ég hringdi einu sinni til hans því ég hafði frétt að hann hefði orðið veikur. Ég spurði hann: „Varstu veikur Raggi minn?“ „Já, það var eitthvert trums á mér.“ Svo kallaði hann í Helle konu sína og spurði hvað hafði verið gert við sig. Þá kallaði Helle á móti: „Það var tekið úr þér annað nýrað!“ og Raggi hló bara. Svona var Raggi, alltaf jafn rólegur. Hann notaði oft „trums“ þegar eitthvað var leiðinlegt og meinti þá Tromsö, en hann var þar einn vetur og söng þar og var að drepast úr leiðindum. Ég gæti skrifað margar bæk- ur um Ragga Bjarna og það skemmtilegar, en minningin um þennan ljúfa mann er mér nóg. Missirinn er mikill hjá ættingj- um Ragga og sérstaklega Helle konunni hans. Ég og konan mín Elísabet Sonja vottum öllum ættingjum og vinum Ragga sam- úð og sérstaklega Helle konunni hans. Guð blessi ykkur öll. Magnús Ólafsson. Ungur að árum kynntist ég Ragga Bjarna, eins og hann var ávallt nefndur. Faðir minn, Árni Vigfússon, og Raggi unnu saman á BSR um nokkurt skeið. Þeir urðu miklir vinir, ævivinir, eins og ég vil nefna það. Síðar, þegar ég stundaði nám við Kennara- skólann, var ég í aukavinnu við Ragnar Bjarnason Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEFÁN HALLGRÍMSSON málari, Hraunbæ, Reykjavík, lést miðvikudaginn 11. mars á Landspítala Hringbraut. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 23. mars klukkan 13. Edda Björnsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Birgir Stefánsson Sigurður L. Stefánsson Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Inga Stefánsdóttir Guðný Stefánsdóttir Ásdís Stefánsdóttir Hallgrímur Stefánsson Ari Stefánsson Árni Stefánsson Margrét Edda Stefánsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.