Morgunblaðið - 14.03.2020, Qupperneq 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2020
HAGRÆÐING
án þess að það bitni
á gæðum
Hafðu samband og við gerum fyrir þig
þarfagreiningu og tilboð í ræstingar-
þjónustu án allra skuldbindinga.
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Tónleikar verða haldnir í Deiglunni
á Akureyri í kvöld, laugardag,
klukkan 11 þar sem eyfirskir trúba-
dorar af ýmsum toga og á ólíkum
aldri hefja upp raust sína. Er yfir-
skrift tónleikanna „Söngvar á sex-
tugu dýpi“.
Fram koma þau Aðalsteinn Svan-
ur Sigfússon, Arnar Tryggvason,
Arna Valsdóttir, Guðmundur Egill
Erlendsson, Kristján Pétur Sig-
urðsson, Helgi Þórsson, Sigurður
Ormur Aðalsteinsson og Þórarinn
Hjartarson.
Í tilkynningu segir að á þessum
tónleikum, sem blásið er til í tilefni
af sextugsafmæli Aðalsteins Svans,
sé stefnt að því að ná stemningu í
líkingu við þá sem einatt ríkti í
listasetrinu Populus tremula hand-
an götunnar í Listagilinu á Ak-
ureyri. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill meðan húsrúm leyfir.
Söngvaskáld Aðalsteinn Svanur Sigfússon
fagnar sextugsafmæli og blæs til tónleika.
Eyfirskir trúbadorar halda tónleika
Aldís Arnardóttir sýningarstjóri
verður á morgun, sunnudag, klukk-
an 15 með leiðsögn um yfirlitssýn-
inguna á verkum Ásgerðar Búa-
dóttur, Lífsfletir, sem nú stendur
yfir í vestursal Kjarvalsstaða.
Ásgerður (1920-2014) var braut-
ryðjandi á sviði listvefnaðar á Ís-
landi og í verkum hennar sameinast
aldagamlar aðferðir handverksins
og frjáls sköpun nútímamyndlistar.
„Sérstaða Ásgerðar var að hún
var menntuð í myndlist og notar
eingöngu ull í sína myndlist,“ sagði
Aldís í samtali við Morgunblaðið.
Hún hafi byrjað í fígúratífu og farið
„fljótlega að færa sig yfir í óhlut-
bundið, abstrakt form með sterkri
náttúrutengingu og heldur því í
gegn. Hún er alltaf að hugsa um
rými … líka að vefurinn sé lifandi.
Hún er alltaf að reyna á mörk mið-
ilsins, möguleika hans og takmörk-
un.“
Sýningarstjórinn Aldís Arnardóttir við
verkið Bláin eftir Ásgerði Búadóttur.
Segir frá list Ásgerðar Búadóttur
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Ingvi Þór Kormáksson sendi á dög-
unum frá sér sína þriðju bók og aðra
skáldsögu, Stigið á strik, sem bóka-
útgáfan Sæmundur gefur út. Bókin
er í grunninn glæpasaga en með
nokkuð léttu yfirbragði, að sögn
Ingva. „Eftir að hafa lesið bókina
sagði konan mín að þetta væri „leti-
krimmi“,“ segir Ingvi sposkur. „Frá-
sögnin er líklega frekar í rólegri
kantinum heldur en í einhverjum
hamagangi.“
Sagan segir frá Atla Jóni, manni á
miðjum aldri, sem eiginkonan hefur
yfirgefið um stundarsakir. „Það
hafði fundist lík af félaga hans árið
áður og óvíst um dauðdaga hans.
Atli fer að kanna mál sem þessi
félagi hans hafði komist á snoðir um.
Hann fer í þetta svolítið af því að
honum leiðist,“ segir Ingvi. Málið
sem Atli fer að kanna snertir
tónlistarbransann sem Ingvi kann-
ast nokkuð við en hann hefur bæði
starfað sem hljómlistarmaður og
bókasafnsfræðingur.
„Þessi látni félagi hafði verið
hljóðmaður og þetta mál varðandi
hann tekur svo stefnu sem Atli hafði
ekki búist við. Ýmislegt óvænt kem-
ur upp á,“ segir Ingvi en aðal-
persónan lendir í aðstæðum sem hún
ræður illa við. Inn í frásögnina flétt-
ast síðan nokkrar sögur úr tónlistar-
bransanum, bæði sannar og lognar.
„Ég hélt að sú sem ritstýrði myndi
kippa þessu öllu út en svo kom í ljós
að hún vildi frekar bæta við sögum.“
Nennir ekki að vera til
Ingvi segir meginviðfangsefni
bókarinnar vera miðaldra karlinn
sem veit ekki alveg hvað hann á að
gera við líf sitt. Eins og áður segir er
aðalsöguhetjan fráskilin auk þess
sem hún hefur fengið leið á starfi
sínu. „Ég er kannski að skoða hvern-
ig stendur á því að hann er svo leiður
á lífinu að hann nennir eiginlega
ekki að vera til.“
Fyrri skáldsaga Ingva, Níunda
sporið, kom út fyrir páskana 2016 og
Stigið á strik nú í byrjun febrúar.
Spurður hvort það sé meðvituð
ákvörðun hans að taka ekki þátt í
jólabókaflóðinu segir Ingvi svo ekki
vera. „Þegar fyrri skáldsagan kom
út var dálítið um afþreyingarbækur
fyrir páskana. Útgefandi hennar var
að pæla í því sem kallað er á Norður-
löndum „påskekrim“ eða páska-
krimmar. Nú er annar útgefandi og
hann tók þá ákvörðun að gefa út enn
fyrr. Við sammæltumst um að
sleppa jólabókaflóðinu enda var
meira en nóg gefið út af bókum þá.“
Komið sjálfum sér á óvart
Ingvi hlaut Gaddakylfuna árið
2009 fyrir bestu glæpasmásöguna,
„Hliðarspor“, sem kom út ári síðar í
smásagnasafni Ingva sem nefnist
Raddir úr fjarlægð. „Ég ætlaði að
aldrei að gefa út neitt meira enda
aldrei gengið með rithöfund í mag-
anum.“
Frændi Ingva hafi hinsvegar bent
honum á söguefni sem síðar varð að
Níunda sporinu. „Þegar hún var
komin út um páskana 2016 komst ég
í dálítið stuð og skrifaði fyrsta upp-
kast að þessari sögu. Svo lagði ég
hana frá mér og gerði ekkert með
hana lengi vel. Svo fór ég að kíkja á
þetta af og til og á endanum var sag-
an tilbúin,“ segir Ingvi en hann ráð-
gerði að hafa bækurnar þrjár enda
nokkur tenging á milli Níunda
sporsins og Stigið á strik.
„Ég byrjaði svo á þriðju sögunni
fyrir um tveimur árum en lagði þau
skrif frá mér,“ segir Ingvi og sér
ekki fram á að taka upp pennann og
klára þriðju bókina, í bili að minnsta
kosti. „Maður skyldi aldrei segja
aldrei en eins og málin standa þá er
áhuginn ekki nógu mikill. Maður
verður nú að geta skemmt sjálfum
sér til að geta skemmt öðrum.“
Þó að Ingvi segi sögur sínar ekki
hefðbundnar glæpasögur þá hefur
hann þrifist lengi í kringum slíkar
sögur. Hann vann lengi á Borgar-
bókasafninu og hélt nokkrum sinn-
um stutt námskeið um glæpasögur í
tengslum við starfið. „Ég er líka í
Hinu íslenska glæpafélagi og var um
skeið í dómnefndum fyrir glæpa-
sagnaverðlaun, bæði Blóðdropann
og Glerlykilinn. „Það er því kannski
eðlilegt að þegar maður prufar að
skrifa sjálfur þá fer það eitthvað í
þessa áttina.“
Bókaskrifin hafa þó komið honum
á óvart. „Ég er svolítið hissa á þessu,
að það séu komnar út eftir mig tvær
bækur,“ segir Ingvi að lokum.
Letikrimmi af bestu gerð
Ingvi Þór Kormáksson hefur sent frá sér sína aðra glæpasögu Fjallar um
nýfráskilinn mann með lítinn tilgang í lífinu „Frásögnin í rólegri kantinum“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Páskakrimmi Ingvi Þór segir nýja bók sína ekki hefðbundna glæpasögu
heldur nokkurt léttmeti. „Letikrimma“ kallar eiginkona hans söguna.
Þrátt fyrir að samkomubannið á
Íslandi taki ekki gildi fyrr en á
miðnætti aðfaranótt mánudags
ákváðu stjórnendur ýmissa lista-
stofnana og skipuleggjendur list-
viðburða að fella niður viðburði
um helgina. Stjórnendur Þjóðleik-
hússins ákváðu að fella niður allar
sýningar helgarinnar í varúðar-
skyni, þeirra á meðal var frumsýn-
ingin á Kópavogskróníku sem vera
átti í Kassanum í kvöld. Tónleikar
kórs Clare College í Cambridge
sem vera áttu í Hallgrímskirkju í
dag falla niður. Opnun sýningar
Huldu Leifsdóttur sem fram átti að
fara í Gallerí Göngum í Háteigs-
kirkju á morgun hefur verið frest-
að um mánuð. Sinfóníuhljómsveit
Íslands hefur aflýst öllum tón-
leikum frá og með deginum í dag
og til 13. apríl.
Stjórnendur Borgarleikhússins
ákváðu að fresta ekki sýningum
helgarinnar og því var Bubbasöng-
leikurinn Níu líf frumsýndur í gær-
kvöldi. Alls verða sýndar tíu sýn-
ingar í leikhúsinu um helgina áður
en fjögurra vikna samkomubannið
tekur gildi. Í samráði við sýnendur
ákváðu stjórnendur Tjarnarbíós að
fresta eða fella niður sýningar á
Djáknanum á Myrká, VHS og vin-
um og Polishing Iceland sem fara
áttu fram um helgina. Barnasýn-
ingarnar Lífið og Hans klaufi fara
fram samkvæmt áætlun um
helgina. Sagnfræðingafélag
Íslands hefur ákveðið að fresta öll-
um fyrirlestrum á vegum sínum
næstu vikurnar. Bókamarkaðinum
á Laugardalsvelli lýkur á morgun
og er boðið upp á heimsendingar-
þjónustu. Bókamarkaðinum sem
hefjast átti á Akureyri 25. mars
hefur verið frestað fram til 1. maí.
Fjölda listviðburða
aflýst um helgina
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Líf Björn Stefánsson í söngleiknum Níu líf
sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu í
gærkvöldi og er sýndur alla helgina.