Morgunblaðið - 14.03.2020, Page 56

Morgunblaðið - 14.03.2020, Page 56
LAUGARDAGUR 14. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson og sam- herjar hans í sænska liðinu Borås fengu þau óvæntu tíðindi að lokinni æfingu í fyrrakvöld að þeir væru orðn- ir sænskir meistarar. Keppni var hætt í landinu vegna kórónuveirunnar og þeir voru efstir. „Stemningin var svolítið skrýtin þar sem okkur var tilkynnt þetta svona upp úr þurru,“ segir Elvar sem þar með hefur lokið frá- bæru tímabili í sænska körfuboltanum. »49 Allt í einu sænskir meistarar ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kórónuveiran hefur víða sett strik í reikninginn og meðal annars hefur veislu í tilefni 90 ára afmælis Bjarna Haraldssonar, kaupmanns í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðár- króki, í dag verið frestað. „Börnin sjá um þetta og tóku þessa ákvörðun en búðin verður opin og ég stend vaktina sem fyrr,“ segir afmælis- barnið. Haraldur Júlíusson, faðir Bjarna, opnaði verslunina 28. júní 1919 og síðan hefur hún verið á sama stað með sömu innréttingum. Bjarni byrjaði að vinna í búðinni 1959 og tók alfarið við rekstrinum 1973, þeg- ar faðir hans lést. „Pabbi fékk lungnabólgu árið 1959 og ég hljóp í skarðið, fékk annan til að keyra fyrir mig á meðan. Átti von á að vera frá í tvær til þrjár vikur en bílstjórinn sá um aksturinn fyrir mig í sex ár og ég hef ekki farið úr búðinni síðan ég leysti pabba af. Hef oft sagt að ég hafi ekki fundið útidyrnar.“ Sem fyrr er afgreitt yfir búðar- borðið, sem er það eina sem ekki er upprunalegt í versluninni. „Skúff- urnar eru síðan 1919. Þær voru not- aðar undir hveiti, sykur og annað slíkt og þegar kúnninn bað um þess- ar vörur var hráefninu mokað úr skúffunum í bréfpoka. Nú kemur þetta allt tilbúið í bréfpokum og því ekki lengur þörf fyrir vigtina, en tvær slíkar hafa verið hérna frá byrjun og eru enn á staðnum.“ Bjarni bætir við að hann hafi rekið vöruflutningafyrirtækið í 40 ár, ver- ið með allt að þrjá bíla og farið í ferð og ferð samfara því að vinna í búð- inni. „Mikið var að gera í sláturtíð- inni á haustin. Þá þurfti að keyra kjötið suður og ég greip í aksturinn annað slagið.“ Töluvert hefur snjóað fyrir norð- an og segir Bjarni að færðin dragi úr ferðum fólks. „Ég get sent ykkur þarna fyrir sunnan bílfarma af snjó,“ segir hann en kvartar samt ekki. „Það er alltaf reytingur í búðinni.“ Gagn og gaman Ófærðin hefur ekki hindrað Bjarna í að fara á milli staða, enda reyndur bílstjóri, ók meðal annars rútu hjá Norðurleið á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur í fjögur ár áður en hann stofnaði vöruflutningafyr- irtækið 1954. „Ég byrjaði að keyra þegar ég var átta ára,“ rifjar hann upp. „Þá keyrði ég vörubíl, sem var í vegavinnu, um bæinn. Karlinn setti púða undir mig og sagði mér að ég væri betri en hann á kúplingunni, en þá kom fyrir að kúplingin var léleg í bílum sem gerði það að verkum að þeir hristust eins og kerling með skjálfta.“ Ein saga kallar á aðra. Bjarni seg- ir að sýslumaðurinn og faðir hans hafi verið góðir vinir og einu sinni sem oftar hafi þeir mælt sér mót. „Pabbi fór á einum bíl og ég keyrði annan á eftir. Þegar þeir hittust hafði sýslumaðurinn á orði að bílar pabba væru sérstakir. „Þessir bílar þínir eru góðir, þeir stíma bara áfram mannlausir,“ sagði hann en hann sá mig ekki enda var ég bara um tíu til tólf ára og náði ekki upp fyrir stýrið.“ Bjarna líður ágætlega í verslun- inni. „Krakkarnir eru eitthvað að tala um að ég eigi að fara að hætta en ég er hér enn. Það er bæði til gagns og gamans.“ Morgunblaðið/Björn Jóhann Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson í verslun sinni á Sauðárkróki, H. Júlíusson. Hann er níræður í dag. Byrjaði að keyra átta ára  Níræðisafmæli Bjarna Har frestað en búðin á Króknum opin Stjórnendur hins kunna og vinsæla Uffizi-safns í Flór- ens segja þúsundir listunnenda hafa skoðað nýja Facebook-síðu safnsins síðan því var lokað í liðinni viku vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan var opnuð á þriðjudaginn og í gær höfðu hátt í fjögur hundruð þús- und gestir til að mynda horft á myndbönd á síðunni þar sem sagt er frá safneigninni, en í henni eru lykilverk eftir Leonardo da Vinci, Botticelli, Caravaggio og fleiri. Uffizi lokað en vinsælt á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.