Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 9. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  66. tölublað  108. árgangur  ALLT FYRIR GÓÐA HELGI Í NÆSTU NETTÓ-VERSLUN! Lægra verð - léttari innka Tilboðin gilda 19. - 22. mars Grísalæri Purusteik ca 2,5 kg 598K ÁÐUR: 1.495 KR Bleikjuflök Ektafiskur 2.099KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG R/K /KG G Ananas Gold Del Monte 220KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG -30% -60% u -50% LÆTUR SÉR EKKI LEIÐAST Á TÍMA VEIRUNNAR NÍU LÍF BUBBA Á SVIÐI BORIS ÍHUGAR BORGARA- LAUN bbbbb 58 VIÐBRÖGÐ VIÐ VEIRUNNI 35ÍSABELLA Í DANMÖRKU 14 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Örn Almarsson, íslenskur efna- fræðingur búsettur í Massachusetts í Bandaríkjunum, er einn þeirra sem vinna nú að mögulegu bólu- efni gegn kór- ónuveirunni sem veldur CO- VID-19 sjúk- dómnum. „Við erum búin að vera að starfa að þróun á svona efnum í nokkur ár hjá Moderna, og þessi ákveðni vírus er mjög nýr, genasamsetning hans var ekki þekkt fyrr en í byrj- un þessa árs,“ segir Örn í samtali við Morgunblaðið og segir að bandaríska heilbrigðisstofnunin (NIH) hafi hvatt til þess að unnið yrði að bóluefni gegn veirunni með hraði, og fyrirtækið sem Örn starf- ar hjá, Moderna, hafi tekið það verkefni að sér. Örn útskýrir að einstakt sé að mál séu unnin með slíku hraði sem í þessu tilviki og segir að þeim hafi tekist að senda nýtt bóluefni til NIH 42 dögum eftir að genaröð vír- ussins varð þekkt. Hann segir hins vegar að nú sé einungis um að ræða fyrsta stig en heilmikil vinna eigi eftir að eiga sér stað áður en fullbúið bóluefni gegn kórónu- vírusnum verður komið á markað. Spurður hvenær búast megi við því að fullbúið bóluefni geti verið kom- ið á markað, ef allt gengur eftir, segist hann halda að það sé eftir um ár. Spurður um eigin bakgrunn seg- ir Örn að hann hafi lært efnafræði við Háskóla Íslands en flutt síðan til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að leggja stund á framhaldsnám og síðan unnið við lyfjaþróun síðustu 25 árin. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu 30 ár. Vinnur að bóluefni gegn veirunni  Íslendingur í hópi bandarískra vísinda- manna Örn Almarsson Stærstu heildsölur landsins horfa nú til þess að eiga fjögurra til fimm mánaða birgðir af helstu vörum fyrir heimilin í landinu, í stað tveggja til þriggja mánaða birgða áður. Ólafur Ó. Johnson, framkvæmda- stjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir að fyrirtækið hafi brugðist við aukinni spurn eftir helstu vörum og aukið lager sinn. Hann ítrekar að ekkert hökt sé á framboði vara hjá birgjum fyrirtækisins og ekkert bendi til vöruskorts neins staðar frá. Spurður að því hvaða vörur hafi selst hraðast nefnir hann t.d. Palmo- live-sápur og tilbúna rétti frá Find- us. Ari Fenger forstjóri 1912, sem rekur heildsöluna Nathan og Olsen, Ekruna og Emmessís, segir við Morgunblaðið að birgðastaðan sé góð. „Við höfum verið með þriggja mánaða birgðir en í ljósi mikillar sölu höfum við verið að bæta í og reynt að auka aðeins birgðir miðað við eðlilega stöðu. Við horfum þá til 4-5 mánaða birgða.“ Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir, fjármála- stjóri heildsölunnar Garra, sem þjónustar veitingamarkaðinn, hótel, mötuneyti og skólaeldhús, segir að fyrirtækið sé vel birgt enda sé önnur staða hjá þeim en heildsölum sem sinna dagvörumarkaði. „Við pössum upp á það núna að panta bara það sem þörf er á. Við pöntum því minna af þessum fínu vörum, en einblínum frekar á það sem er almenns eðlis.“ Þó að markaðurinn sé erfiður nú um stundir sjái hún að veitingahús bregðist við með því að bjóða heim- sendingu og það muni vega upp á móti samdrætti. Í sóttkví við komu til landsins Tilkynnt var í gær að allir Íslend- ingar sem koma utanlands frá verði nú að fara í 14 daga sóttkví. Erlend- um ferðamönnum er hins vegar ekki skipað í sóttkví þar sem þeir stoppa stutt við og minni smithætta er af þeim að sögn sóttvarnalæknis. Læknir á bráðamóttöku telur að smit af völdum kórónuveirunnar verði um 700 um næstu mánaðamót. Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll af íslenskri ferðaþjón- ustu. Íslandshótel, stærsta hótel- keðja landsins, ætla að loka nokkr- um gistihúsa sinna. Áður hefur komið fram að CenterHótel ætla að loka fimm af sjö hótelum sínum. Eitthvað er um það að erlent hót- elstarfsfólk sé að snúa aftur til síns heima. Vilja eiga allt að fimm mánaða vörubirgðir  Heildsalar segja birgðastöðu góða  Íslendingar í sóttkví við komu að utan MKórónuvera »2, 4, 6, 10, 18, 26-36 Morgunblaðið/Eggert Vörur Birgðastaða íslenskra heildsasla er sögð góð en þeir vilja samt auka vörubirgðir vegna ástandsins. Myndin er af lager Ó. Johnson & Kaaber.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.