Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Að takmarka aðgengi eins ákveð- ins hóps stenst hvorki læknisfræði- legar forsendur né út frá heil- brigðri skynsemi. Hvergi hefur verið gengið eins hart fram á þessu sviði og hér á landi,“ segir Birgir Guðjónsson, fv. yfirlæknir á Hrafn- istu og fv. aðstoðarprófessor við Yale-háskóla. Vísar hann í máli sínu til yfirlýsingar fjögurra aðstand- enda sem lýst hafa yfir áhyggjum af afleiðingum heimsóknarbanns á hjúkrunarheimili vegna kórón- uveirunnar. Sjálfur er Birgir að- standandi en að hans sögn stenst heimsóknarbannið ekki skoðun. „Ég á konu sem er Alzheimer- sjúklingur og er þar að auki bundin við hjólastól. Þegar ég kom frá henni á föstudaginn 6.mars sl. sá ég að búið var að setja bann við heim- sóknum. Þetta var gert algjörlega fyrirvaralaust og jafnframt með þessum harkalega hætti. Ég skrif- aði strax bréf til að koma mótmæl- um á framfæri enda stenst það ekki læknisfræðilega skoðun né heil- brigða skynsemi að takmarka að- gengi ákveðins hóps á meðan starfsfólk gengur inn og út,“ segir Birgir sem kveðst ekki mótfallinn aðgerðum sem miða að því að draga úr heimsóknum. Dánartíðni verulega ýkt „Bestu vísindamenn heims hafa lýst því yfir að takmarka eigi ónauðsynlegar heimsóknir. Ég hefði að sjálfsögðu verið samvinnu- þýður varðandi slíkar aðgerðir. En á sama tíma og allar heimsóknir eru bannaðar þá hittast aðrir ein- staklingar í þjóðfélaginu að vild. Þetta stenst ekki einföldustu smit- sjúkdóma- og faraldsfræði. Þá eru þeir sem mest þurfa á stuðningi að halda sviptir honum,“ segir Birgir, sem að undanförnu hefur reynt að benda á að dánartíðni af völdum kórónuveirunnar sé verulega ýkt. Að hans sögn er dánartíðni far- aldurs í raun sú aukning sem far- aldurinn veldur fram yfir þau mannslát sem hefðu annars orðið af náttúru- legum orsökum vegna undirliggj- andi sjúkdóma. Uppgefið pró- sentuhlutfall lát- inna sé því umtalsvert hærra en raunveruleg dánartíðni. Líkt og fyrr segir sendu fjórir aðstandendur út yfirlýsingu þar sem lagðar eru fram tillögur til úr- bóta. Þar er m.a. lagt til að hjúkr- unarheimilum verði skipt upp eða ættingjum boðið að taka íbúa hjúkrunarheimilis heim til sín með stuðningi heimahjúkrunar. Segir Birgir nauðsynlegt að gefa fólki tíma til aðlögunar og undirbúnings fyrir fyrrnefndar aðgerðir. Hjón geta ekki hist „Ég þekki dæmi þess að fólk sem verið hefur saman í um 70 ár geti ekki lengur hist. Nú fyrir skömmu hringdi í mig grátklökkur tæplega níræður gamall maður sem ekki fær að hitta eiginkonu sína. Í mínu tilfelli höfum við verið lífsförunaut- ar í 60 ár og ég er síðan fyrirvara- laust horfinn úr hennar lífi, án nokkurs samráðs eða undirbúnings. Í okkar tilfelli er þetta viðráðanlegt þar sem ég get talað við hana í síma, en maður hefði viljað fá tíma til að undirbúa þetta. Ég hef ítrek- að reynt að koma þessum sjónar- miðum á framfæri án árangurs. Mér finnst þetta mjög gróft gagn- vart fólki sem er afar varnarlítið,“ segir Birgir og bætir við að ekki hafi allir völ eða getu til þess að læra á snjalltæki eða eiga samskipti án þess að hittast. Birgir kveðst tilbúinn að vinna að lausnum en tekur sérstaklega fram að núverandi ástand sé ekki við- unandi. „Þetta hefur verið eins og að tala við vegg. Allur minn tími og þróttur hefur farið í að koma um- ræddum rökum að, en ekki haft er- indi sem erfiði,“ segir Birgir. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 3 6 Útlönd 0 4 Austurland 0 5 Höfuðborgarsvæði 224 1.782 Suðurnes 5 108 Norðurland vestra 1 3 Norðurland eystra 1 100 Suðurland 16 376 Vestfirðir 0 13 Vesturland 0 25 Smit Sóttkví Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 18. mars kl. 11.00 Upplýsingar eru fengnar af Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 27%22% 51% 250 smit voru staðfest í gær kl. 11.00 2.422 hafa verið settir í sóttkví 6.510 sýni hafa verið tekin 9 einstaklingar hafa náð bata 457 hafa lokið sóttkví 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi 250 manns eru í einangrun 300 250 200 150 100 50 250 Ákvörðun sem stenst ekki skoðun  Lýsa yfir áhyggjum af afleiðingum heimsóknabanns á hjúkrunarheimili  Segja bannið hvorki í samræmi við faraldsfræði né heilbrigða skynsemi  Ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokað Aðstandendum heimilisfólks er ekki hleypt inn á Hrafnistu. Þar er núna lokað fyrir utanaðkomandi. Birgir Guðjónsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Fólk er í mikilli neyð. Ástandið bitnar mikið á fötluðu fólki og ör- yrkjum. Fólki með kvíðaraskanir, einhverfu og undirliggjandi sjúk- dóma. Margir hafa brugðið á það ráð að einangra sig heima,“ sagði Þur- íður Harpa Sigurðardóttir, formað- ur Öryrkjabandalags Íslands. Hún sagði að mikið væri hringt í símaþjónustu ÖBÍ og margir sem hringja eru í sárri neyð. Þá hefur grátandi fólk, sem á ekki fyrir mat, komið og beðist hjálpar. Hjálpar- stofnanir hafa þurft að loka og það kemur hart niður á þessum hópi. Þuríður bendir á að margir fatl- aðir einstaklingar njóti aðstoðar, þar á meðal þeir sem njóta NPA, not- endastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Hún segir að NPA miðstöðin hafi óskað eftir því við almannavarnir að starfsmenn við NPA verði á lista yfir starfsstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla svo þeir geti sinnt störfum sínum. Þuríður sagði að of lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðn- ing og upplýsingar í kórónuveiru- faraldrinum. „Þetta fólk þarf margt að reiða sig á stuðning við daglegar athafnir eins og að nærast, klæðast og þrífa sig. Einnig að framfylgja sóttvörnum, vera í sóttkví og við- halda fjarlægð. Þeir sem aðstoða fatlaða einstaklinga geta raunar ekki verið í mikilli fjarlægð frá þeim. Það er nauðsynlegt að grípa til fé- lagslegra verndaraðgerða til að tryggja fötluðu fólki stuðning,“ sagði Þuríður. Hún sagði ástæðu til að hafa áhyggjur af fjölskyldum með fatlaða einstaklinga þegar dagvistun eða skólum er lokað. Þá þurfa aðstand- endur að vera heima. Tryggja þurfi að þeir haldi tekjum þótt þeir séu ekki sjálfir í sóttkví. Hún segir að fólk með undirliggjandi sjúkdóma fari ekki út og þurfi aðstoð t.d. við útréttingar. Þuríður hvetur stjórn- völd til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks um viðbrögð við kór- ónuveirufaraldrinum. Margir öryrkjar í mikilli neyð  Mikið er hringt í símaþjónustu Öryrkjabandalagsins Þuríður Harpa Sig- urðardóttir Kórónuveirusýk- ingar eru í mikl- um vexti í flest- um löndum og þótti það skyn- samlegt á þess- um tímapunkti að beina því til Íslendinga sem koma til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til þess hvaðan þeir koma. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamanna- fundi vegna kórónuveirunnar síð- degis í gær. Aðspurður hvers vegna þetta ætti ekki við um ferðamenn sagði Þórólfur að í fyrsta lagi teld- ust ferðamenn ekki jafn smitandi fyrir Íslendinga og Íslendingar, enda héldu þeir sig yfirleitt í smærri hópum og blönduðust Ís- lendingum ekki mikið. Þá hefðu að- eins tveir þeirra 250 sem greinst hefðu með kórónuveiruna hér- lendis verið ferðamenn. Sagði Þór- ólfur telja það rétta ákvörðun að vera ekki að beina spjótum sínum að ferðamönnum, enda myndi það hafa í för með sér mikinn kostnað en lítinn árangur. Aðrir sem undanskildir eru sóttkvíarskyldu við komu til lands- ins eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Það er nauðsynlegt til að halda flutningskeðjunni gang- andi. Þeir sem sinni þessum störf- um gæti þó sérstakrar varúðar. Túristar ekki eins smitandi  Íslendingar að ut- an í 2 vikna sóttkví Túristar Á ferð með maska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.