Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Náttfata- dagar 20-50% afsláttur af öllum náttfatasettum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook FISLÉTTIR DÚN OG VATTJAKKAR MARGIR LITIR FRÁ KR. 19.900 Persónuleg Símaþjónusta FRÍ HEIMSENDING hjá Laxdal /gætum við fyllsta öryggis Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Nýjar vörur streyma inn Hópur íslenskra hesta var nú á mánudag fluttur til Sviss og Suður- Þýskalands þar sem þeir munu dvelja á svoköll- uðu „flugusvæði“. Er þetta loka- hnykkur 20 ára rannsóknarvinnu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og sam- starfsaðila á sum- arexemi í íslensk- um hestum. Að sögn Sveins Steinarssonar, formanns Félags ís- lenskra hrossabænda, er sum- arexem hesta afar algengt hér á landi. „Sumarexem í hrossum fluttum frá Íslandi er og hefur verið mikið velferðarmál þó að það hafi verið mismikið eftir svæðum og að- stæðum. En þegar verst lætur þarfnast hrossin mikillar umönn- unar og líður hreint ekki vel,“ segir Sveinn, en bætir þó við að þekking sé sífellt að aukast. „Auðvitað þekkir fólk erlendis sífellt betur hvernig er best að meðhöndla exemið og haga hrossahaldinu, en því fylgir oft mikil aukavinna og kostnaður. Því er mik- ilvægt að lausn sé framundan. Allir sem hafa komið að þeirri vinnu að hægt verði að bólusetja hrossin gegn exemi binda miklar vonir við bólu- efnið og að hægt verði að forverja hrossin sem flutt eru úr landi þannig að þau verði að minnsta kosti jafn- sett þeim íslensku hrossum sem fæðast erlendis hvað sumarexemið varðar.“ aronthordur@mbl.is Bólusetja íslenska hesta  Lokahnykkur 20 ára rannsóknar Sveinn Steinarsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni franska ævintýramannsins Antoine Mesnage um að fá að ganga á línu við Svörtuloft á Snæ- fellsnesi í sumar og nota dróna til að taka athæfið upp á myndband. Stofnunin hefur hins vegar fallist á ósk ævintýramannsins um að gera slíkt við sama við Háafoss og Skógafoss. Ævintýramaðurinn Mesnage hyggst koma hingað til lands við fimmta mann í júní. Hyggst hann eyða þremur vikum í að strengja línur yfir gljúfur og ganga yfir. Drónum verður flogið alveg upp við línuna til að festa á filmu þegar gengið er yfir. Í úrskurði Umhverfisstofnunar segir að minniháttar röskun verði af þessum áformum við Háafoss. Við Skógafoss er talið að drónaflug geti haft áhrif á dýralíf, til að mynda á fýla. Eins muni athæfið trufla upplifun ferðamanna við fossinn. Veitir stofnunin þó leyfi verði ákveðnum skilyrðum fylgt. Skal hópurinn taka tillit til annarra gesta og klæðast áberandi fatnaði, gjarnan merktum, svo aðrir gestir fylgi þeim ekki út fyrir merktar gönguleiðir. Við Svörtuloft er talið að athæfi Antoine Mesnage trufli varptíma fugla í júní og því fær hann ekki leyfi þar. Fær ekki að ganga á línu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svörtuloft Viðkvæmt fuglalíf hentar ekki fyrir drónaflug og línugöngu.  Franskur ævintýramaður sækir Ísland heim í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.