Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnuĺíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 HVER TEKUR VEL ÁMÓTI ÞÉR OPIÐ 11:30–22:00 ALLADAGA Ljúffengur matur, góð þjónusta og hlýlegt andrúmsloft. Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is Breiðumörk 1 C, 810 Hveragerði 19. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.74 140.4 140.07 Sterlingspund 169.21 170.03 169.62 Kanadadalur 99.21 99.79 99.5 Dönsk króna 20.643 20.763 20.703 Norsk króna 13.466 13.546 13.506 Sænsk króna 14.096 14.178 14.137 Svissn. franki 146.11 146.93 146.52 Japanskt jen 1.3075 1.3151 1.3113 SDR 191.33 192.47 191.9 Evra 154.3 155.16 154.73 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.886 Hrávöruverð Gull 1472.35 ($/únsa) Ál 1640.0 ($/tonn) LME Hráolía 30.14 ($/fatið) Brent ● Einar Karl Birg- isson, fyrrverandi framkvæmdastjóri útivistarvörumerk- isins Cintamani, hefur ásamt hópi fjárfesta í félaginu Cinta 2020, keypt Cintamani af Ís- landsbanka. Einar verður fram- kvæmdastjóri hins endurreista fyrirtækis. Einar segir í samtali við Mbl.is að ekki verði gefið upp hvaða fjárfestar taki þátt í kaupunum með honum, en fyrri eigendur, þeir Kristinn Már Gunn- arsson og Frumtak, komi ekki að Cinta 2020. Einar segist í samtali við Mbl.is hafa boðið í félagið í opnu tilboðsferli á vegum Íslandsbanka og gengið hafi verið frá kaupsamningi í síðustu viku. Hann segir að stefnt sé að opnun í Austurhrauni 3 í Garðabæ fljótlega, og vefverslun fari einnig í loftið innan tíð- ar. Hluti af starfsfólki Cintamani hefur verið endurráðið. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka þá á Cintamani um 30 ára sögu í framleiðslu og sölu á úti- vistarfatnaði. Íslandsbanki hóf söluferli á Cintamani í lok janúar 2020 og var áhugasömum boðið að skila tilboðum fram í febrúar. Nýir aðilar taka við rekstri Cintamani Kaup Einar Karl leiðir Cinta 2020. STUTT að bankinn geri ráð fyrir að hluti viðskiptavina bankans „í hótelgeir- anum sem og öðrum atvinnugrein- um muni glíma við greiðsluerfið- leika vegna tímabundins rofs á hefðbundnum viðskiptum vegna kórónuveirunnar“. „Viðbrögð verða fyrst og fremst fólgin í samblandi af því að skil- málum á fyrirliggjandi fyrir- greiðslu verði breytt og að fyrir- tækjum verði veitt aukin fyrirgreiðsla í formi lausafjárað- stoðar. Hvert tilvik þarf hins veg- ar að meta sérstaklega. Bankinn mun m.a. horfa til þess hvort greiðsluerfiðleika megi rekja til kórónuveirufaraldursins, þ.e. hvort um tímabundið ástand sé að ræða. Þá mun bankinn líka horfa til áforma eigenda viðkomandi fyrir- tækja, m.a. varðandi eiginfjárinn- spýtingu,“ sagði í svari bankans. Meta styrkleika fyrirtækjanna Þá var spurt hvort Arion banki þyrfti að taka yfir fyrirtæki í gisti- þjónustu vegna þessara aðstæðna. „Til hvaða úrræða verður gripið hverju sinni fer eftir aðstæðum og þá í kjölfar þess að ítarlegt mat hafi farið fram á möguleikum hvers fyrirtækis til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði þar um forsendur fyrir að- stoð bankans. Nokkur hótel eru í uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áformað er að opna CenterHótel Granda í maí en þar verða 195 herbergi. Þá er verið að byggja 125 herbergja Íslandshótel í Lækjargötu, Hótel Reykjavík, 250 herbergja Marriott lúxushótel við Hörpu og 145 her- bergja lúxushótel við Austurvöll. Samanlagt eru þetta 715 herbergi. Þessi verkefni tóku mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferða- manna. Þær spár rættust ekki og er því að óbreyttu útlit fyrir of- framboð á hótelmarkaði næstu misseri. Námu um 250 milljörðum Samkvæmt síðasta Fjármála- stöðugleika Seðlabankans, sem kom út í október, námu útlán kerf- islega mikilvægra banka til ferða- þjónustu um 250 milljörðum um mitt ár 2019. Höfðu lánin þá aukist um á ann- að hundrað milljarða frá ársbyrjun 2016. Niðurfærslur á lánum til greinarinnar hefðu aukist lítillega á árinu en væru enn óverulegar. „Ferðaþjónustufyrirtækjum á van- skilaskrá hefur aftur á móti fjölg- að um nærri 15% á síðustu 12 mánuðum. Fjölgun á vanskilaskrá skýrist að nokkru leyti af fjölgun fyrirtækja í greininni en hlutfall ferðaþjónustufyrirtækja í vanskil- um hefur þó hækkað. Í lok ágúst var hlutfallið tæplega 15% en rúm- lega 13% á sama tíma í fyrra,“ sagði m.a. í Fjármálastöðugleika Seðlabankans. Gefa ekki upp hlut hótela Fyrirspurn var send til Seðla- bankans um hlut hótela í þessum útlánum til ferðaþjónustunnar. Svar bankans var að hann hefði ekki birt gögnin með þeim hætti. Upplýsingar um skiptingu útlána eftir ferðaþjónustugeirum væru ekki til birtingar. Þá myndi bank- inn heldur ekki birta upplýsingar um hvort niðurfærslur á lánum til ferðaþjónustu hefðu aukist frá út- gáfu Fjármálastöðugleika síðasta haust. Um 27 þúsund manns störfuðu í ferðaþjónustu í október og var um fjórðungur hjá gististöðum. Þau störf eru nú í hættu. Bankarnir koma til móts við hótel í rekstrarvanda Fjöldi launþega í ferðaþjónustu Mars, ágúst og október 2019* Mars Ágúst Október Farþegaflutningar með flugi 3.900 4.700 4.300 Rekstur gististaða 6.100 8.300 6.800 Veitingasala og þjónusta 9.900 10.300 9.600 Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta 3.600 4.400 3.600 Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu** 2.600 2.900 2.600 Alls 26.100 30.600 26.900 *Bráðabirgðatölur. Byggt á staðgreiðslugögnum. **Rekstur leigubíla. Aðrir farþegaflutningar á landi. Millilanda- og strandsiglingar með farþega. Farþegaflutningar á skipgengum vatnaleiðum. Leiga á vélknúnum ökutækjum. Leiga á tómstunda- og íþróttavörum. Heimild: Hagstofan.  Viðbrögð við tekjubrestinum  Arion banki hyggst meta lífvænleika gististaða Útlán banka til ferða- þjónustu 2016-2019* 250 200 150 100 50 0 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2016 2017 2018 2019 *Útlán kerfislega mikilvægra banka Gengistryggð lán Óverðtryggð lán, ISK Verðtryggð lán, ISK Hlutfall af heildarút- lánum til viðskiptamanna Ma.kr. % af heild Heimild: Seðlab. Ísl. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stóru bankarnir þrír hyggjast á næstu vikum vinna með fyrirtækj- um í gistiþjónustu vegna tíma- bundins tekjutaps vegna kórónu- veirunnar. Af svörum Arion banka má ráða að við þetta samstarf verði lagt kalt mat á hvort fyrirtækin teljist lífvænleg. Fyrirspurn var send til Lands- bankans um hvort bankinn hefði fengið í fangið hótel eða gististaði að undanförnu vegna rekstrar- vanda. Svarið var að svo væri ekki. „Við gerum á hinn bóginn ráð fyrir að einhver hluti viðskiptavina lendi í tímabundnum greiðsluerfið- leikum. Stjórnvöld og Seðlabank- inn hafa kynnt aðgerðir sem er ætlað að létta undir með fyrir- tækjum og við munum vinna með viðskiptavinum að lausnum,“ sagði í svari bankans. Reikna með aukningu Að sama skapi var send fyrir- spurn til Íslandsbanka um hvort bankinn geri ráð fyrir að við- skiptavinir bankans í hótelgeiran- um muni lenda í tímabundnum greiðsluerfiðleikum vegna kórónu- veirunnar. Og þá hver viðbrögð bankans yrðu. „Bankinn hefur á síðustu mán- uðum ekki þurft að endurskoða skilmála hjá mörgum aðilum sem reka gististaði. Það má hins vegar gera ráð fyrir því að aukning verði á því á næstu vikum og mánuðum vegna kórónuveirunnar, en ennþá er óljóst hversu víðtæk þau áhrif verða. Verið er að skoða mögu- legar lausnir með fyrirtækjum og einstaklingum sem á þurfa að halda,“ sagði í svarinu. Hjá Arion banka fékkst það svar Stærstu heildsölur landsins horfa nú til þess að eiga fjögurra til fimm mánaða birgðir af helstu vörum fyrir heimilin í landinu, í stað tveggja til þriggja mánaða birgða áður. Ólafur Ó. Johnson, framkvæmda- stjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tækið hafi brugðist við aukinni eftir- spurn eftir helstu vörum og aukið lager sinn. Hann ítrekar að ekkert hökt sé á framboði vara hjá birgjum fyrirtækisins og ekkert bendi til vöruskorts neins staðar frá. Hann segist vera í daglegum samskiptum við skipafélögin, og þar gangi allt snurðulaust fyrir sig. „Við sjáum hvergi í flæðilínunni vísbendingar um neinn vöruskort neins staðar.“ Spurður að því hvaða vörur hafi selst hraðast, nefnir hann t.d. Palm- olive-sápur, tilbúna rétti frá Findus, margvíslegar niðursuðuvörur og frystivörur með langan líftíma. Ólafur segir að mikið hafi selst í síðustu viku, en þessi vika sé rólegri. Hann segir að gripið hafi verið til ráðstafana til að koma í veg fyrir krosssmit innan fyrirtækisins. „Tínsla og dreifing eru hjartað í fyrirtækinu nú sem stendur.“ Birgðastaðan góð hjá 1912 Ari Fenger, forstjóri 1912, sem rekur heildsöluna Nathan og Olsen, Ekruna og Emmessís, segir við Morgunblaðið að birgðastaðan sé góð. „Við höfum verið með þriggja mánaða birgðir, en í ljósi mikillar sölu höfum við verið að bæta í og reynt að auka aðeins birgðir miðað við eðlilega stöðu. Við horfum þá til 4-5 mánaða birgða.“ Lager Starfsmenn Ó. Johnson & Kaaber kanna birgðastöðuna. Birgðir til 5 mán- aða í stað þriggja  Flutningar til landsins ganga snurðulaust Viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.