Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 30
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson skrifar frá Frakklandi Með innilokun landsmanna á heim- ilum sínum, lokun verslana annarra en matvælabúða, stöðvun almanna- samgangna og takmarkaðri sorp- hirðu hófst nýr og byltingarkenndur kafli í lífi Frakka. Elstu menn segja stemninguna og hamstrið minna óþyrmilega á stríðsárin 1939-45. Vegna angistar og kvíða, geðlægð- ar og vonbrigða er franska þjóðin ekki að hefja léttvæga æfingu með innilokun á heimilum sínum. Sálrænn stuðningur nógu snemma fyrir þá sem í mestri hættu eru gæti linað áhrifin. Sérfræðingar segja að forðast beri að vanmeta áhrif innilokunar- innar á andlegt heilbrigði þjóð- arinnar. Emmanuel Macron forseti sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöld að Frakkar ættu í „stríði“. Óvinurinn væri kórónu- veiran. Greip ríkisstjórn hans til for- dæmalausra aðgerða og inngripa í daglegt líf fólks. Fara verður aftur til seinna heimsstríðsins til að sjá eitt- hvað sambærilegt. Fyrirskipaði hann fólki að halda sig heima frá hádegi síðastliðinn þriðjudag og bað það um að fara einungis af bæ til að kaupa í matinn eða til að hitta lækni. Forsetinn sagði alvarlega hættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum blasa við þjóðinni. Hin dökka mynd sem hann dró upp kallaði fram kvíða, sér í lagi hjá öldruðum, að sögn heil- brigðisstarfsfólks. Fólki fannst það bjargarlaust. Hin mikla umfjöllun allra fjölmiðla, útvarps, sjónvarps og dagblaða virkaði eins og olía á ófriðarbál. Vegna hinnar formlegu innilok- unar landsmanna frá því á hádegi á þriðjudag verður sérhver sá er telur sig þurfa að bregða sér af bæ frá að fylla út eyðublað og útskýra þar hvers vegna hann er utandyra. Eyðu- blaðið er sótt sem PDF-skjal á heimasíðu innanríkisráðuneytisins í París. „Haldið ykkur heima“ Öflugt eftirlit með því að almenn- ingur hlýði fyrirmælunum verður meðfram vegum, stígum og göngu- götum um land allt. Vegatálmar hafa verið reistir í þessu skyni og verða færanlegar eftirlitsstöðvar brúkaðar einnig. Um 100.000 manna lið borg- aralegrar lögreglu og herlögreglu mun vakta þær. Sérhver sá er stöðv- aður verður og reynist án eyðublaðs- ins umrædda verður sektaður á staðnum upp á 38 evrur. Við endur- tekið útivistarbrot hækkar sektin hratt í 135 evrur. Vinnandi fólk getur einnig fram- vísað vinnustaðaskilríki eða bréfi frá vinnuveitanda er staðfestir að þess sé mikil þörf í vinnu. Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði að fyrirmæli til al- mennings væru skýr: „Haldið ykkur heima við.“ Markmiðið er ekki að AFP Frakkland Kórónuveiran er farin að bíta Frakka með afgerandi hætti. Fólk á að halda sig heima og lögreglumenn sjá til þess að það sé ekki úti að nauðsynjalaustu. Enginn fer upp í Eiffelturninn. Kvíði og angist meðal Frakka  Frakkar lokaðir inni heima hjá sér vegna veirunnar  Ástandið minnir á seinni heimsstyrjöldina  Forsetinn dró upp dökka mynd í fjölmiðlum  Útilokar ekki að gripið verði til útgöngubanns  SJÁ SÍÐU 32 KÓRÓNUVEIRUFARALDUR30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Þægilegur kósýfatnaður úr bambus og lífrænni bómull Vefverslun rún.is 20% afsláttur og frí póstsending til 1. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.