Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 35
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkj- unum boðuðu í gær enn frekari að- gerðir til þess að verja hagkerfi ríkja sinna fyrir áhrifum kórónuveiru- faraldursins, en nú hafa meira en 200.000 manns smitast af veirunni og um 8.200 látist. Breska ríkisstjórnin kynnti á þriðjudaginn áform um að veita fyrirtækjum í vanda efnahagsaðstoð, sem gæti numið allt að 330 milljörð- um sterlingspunda. Kom fram í máli Rishi Sunaks, fjármálaráðherra Bretlands, að aðstoðin væri einkum hugsuð sem brúarlán með löngum endurborgunartíma svo að þau fyrir- tæki sem nú glímdu við hvað mesta erfiðleika gætu komist yfir hjallann, en að einnig væri til skoðunar að að- stoðin yrði í einhverjum tilfellum veitt án kröfu um hún yrði greidd til baka. Englandsbanki lækkaði einnig stýrivexti sína niður í 0,5%, en sú að- gerð virtist ekki hafa dugað til, þar sem sterlingspundið féll mjög í við- skiptum gærdagsins, og hefur gengi þess gagnvart bandaríkjadal ekki verið lægra í 35 ár. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í hinum hefðbundna fyrirspurnartíma breska þingsins í gær að ríkisstjórnin fylgdist vel með og væri að skoða alla möguleika gaumgæfilega til þess að milda höggið. Sagði Johnson meðal annars, að á meðal þess sem ríkisstjórnin hefði til skoðunar væri að taka upp tímabundið borgaralaun til þess að létta undir með breskum almenningi á komandi vikum, en svipaðar hug- myndir hafa einnig skotið upp koll- inum í Bandaríkjunum, þar sem Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin vildi senda nær öllum Bandaríkjamönnum á fullorðinsaldri ávísun innan næstu tveggja vikna, en upphæðin lá ekki fyrir. Þá tilkynnti Gavin Williamson, menntamálaráðherra Bretlands, í gær að bresk stjórnvöld hygðust loka öllum skólum frá og með næsta föstudegi, en skólar í Skotlandi og Wales höfðu þegar lokað dyrum sín- um vegna faraldursins. Var ákvörð- unin nú tekin eftir að tilfellum kór- ónuveirunnar fjölgaði um 676, og hafa nú 2.626 smitast af henni á Bretlandseyjum. Þá fjölgaði dauðs- föllum einnig mjög í Bretlandi, og hafa nú 104 látist þar í landi. Óvissa ríkti um hvernig lokapróf- um yrði háttað vegna ákvörðunar- innar, en Johnson forsætisráðherra lofaði því að séð yrði til þess að öll skólabörn gætu fengið staðfestingu á námi sínu. Innheimta sett á ís Bandarísk stjórnvöld kynntu einn- ig stóran aðstoðarpakka fyrir banda- rísk fyrirtæki á þriðjudaginn. Endanleg fjárhæð lá ekki fyrir í gær, þar sem Bandaríkjaþing, sem fer með fjárveitingavaldið, átti enn eftir að fara yfir hann. Bandaríska dagblaðið Washington Post sagði hins vegar að aðstoðin yrði á bilinu 850 til 1.300 milljarðar bandaríkjadala. Þá hermdu heimild- ir blaðsins að um 50 milljörðum af þeirri fjárhæð yrði varið til þess að styðja við bandarísk flugfélög, sem nú berjast í bökkum líkt og önnur. Í pakkanum er einnig gert ráð fyrir að innheimta skatta og gjalda yrði sett á ís. Mnuchin varaði þingmenn Repú- blikanaflokksins við því að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum gæti stokkið upp í 20% vegna faraldursins ef ekki yrði gripið í taumana, en Donald Trump Bandaríkjaforseti var fljótur í gær að taka fram að þær tölur væru einungis ef allt færi á versta veg. Trump tilkynnti jafnframt á dag- legum blaðamannafundi sínum í gær að næstu sex vikurnar yrði ekki lengur heimilt að bera fólk út eða ganga að veðsetningu húsnæðis sem er á snærum bandaríska húsnæðis- málaráðuneytisins. Ekki var þó víst hvort bannið myndi einnig ná til hús- næðislána á almennum markaði. Íhuga borgaralaun vegna faraldursins  Öllum skólum lokað í Bretlandi frá og með næsta föstudegi AFP Þröng á þingi Neðanjarðarlestir Lundúnaborgar ganga enn, en þó með tak- mörkunum. Eru langflestir farþegarnir nú komnir með grímu. FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Angela Merkel Þýskalands- kanslari sagði í sérstöku sjón- varpsávarpi sínu í gær að Þjóð- verjar stæðu nú frammi fyrir sinni mestu áskorun frá dög- um síðari heims- styrjaldar. Hvatti hún Þjóðverja til þess að hlýða tilmælum stjórnvalda um samkomubann, í þeirri von að hægt verði að draga úr útbreiðslu kór- ónuveirunnar í landinu. „Ástandið er alvarlegt. Takið það alvarlega. Ekki frá sameiningu, nei, ekki frá dögum síðari heims- styrjaldar hefur land okkar staðið frammi fyrir áskorun sem veltur jafnmikið á samstöðu okkar allra.“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Þetta var í fyrsta sinn sem Mer- kel ávarpar þjóð sína ef frá eru tal- in hefðbundin áramótaávörp. Sagð- ist hún vita hversu erfitt það væri að fórna ferðafrelsi sínu en að það væri nauðsynlegt nú til að bjarga mannslífum. Þýsk stjórnvöld hafa lokað skól- um og mörgum fyrirtækjum vegna faraldursins en þau hafa ekki fyr- irskipað útgöngubann líkt og Frakkar, Belgar, Ítalir og Spán- verjar hafa gert. 12 hafa látist og 8.198 smitast í Þýskalandi. ÞÝSKALAND Mesta áskorunin frá síðari heimsstyrjöld Angela Merkel fjóra klukkutíma. Líftíminn lengd- ist hins vegar upp í tvo til þrjá daga á flötum úr plasti og ryðfríu stáli. Þá gat veiran lifað í sólarhring á pappa. Ekki eru allar niðurstöður rann- sóknarinnar óumdeildar. Vísinda- mennirnir notuðu úðatæki til að líkja eftir áhrifum af hóstum og hnerrum, og komust að því að þeir gátu þannig myndað svifúða, þar sem veiran gat lifað í allt að þrjá klukkutíma. Hins vegar er deilt um hvort úða- tæki líkt og það sem vísindamenn- irnir notuðu geti líkt eftir því sem gerist þegar fólk hóstar eða hnerr- ar, en aðrar rannsóknir benda til þess að slíkt myndi stærri úða- dropa, sem ekki hangi í loftinu nema í nokkrar sekúndur. Niðurstöðurnar þykja engu að síður renna frekari stoðum undir ráðgjöf sóttvarnayfirvalda um að fólki beri að halda góðri fjarlægð á milli sín og annarra og að forðast skuli að snerta andlit sitt, auk þess sem verja eigi vit áður en hóstað eða hnerrað er. Þá beri að sótt- hreinsa hluti oft. Ný rannsókn sem birt var á þriðju- dag bendir til þess að kórónuveiran geti lifað utan mannslíkamans í nokkra daga á vissum flötum. Þá gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að veiran geti lifað sem svifúði í loftinu í allt að þrjá klukkutíma. Séu niðurstöður rannsókn- arinnar, sem Bandaríkjastjórn styrkti, réttar er líftími kór- ónuveirunnar utan líkamans svip- aður og veirunnar sem olli SARS- faraldrinum. Það, ásamt því að kórónuveiran virðist berast auð- veldar á milli manna, jafnvel þeirra sem einkennalausir eru, er aftur talið ástæðan fyrir mun meiri út- breiðslu kórónuveirufaraldursins en SARS. Rannsóknin var unnin af vísinda- mönnum á vegum CDC, sóttvarna- stofnunar Bandaríkjanna, sem og í háskólunum UCLA og Princeton, og voru niðurstöður hennar birtar í New England Journal of Medicine. Getur lifað í þrjá daga á stáli Í rannsókninni kom í ljós að veir- an gat lifað af á hlutum úr kopar í SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þarf lifandi hýsil til að fjölga sér. Ný rannsókn kannaði hve lengi veiran lifir utan líkamans Í loftinu* Allt að 3 klst Hve lengi lifir veiran? Rannsókn unnin af og birt í: New England Journal of Medicine CDC University of California, LA, Princeton *Vísindamenn notuðu úðatæki til að líkja eftir hóstum og hnerrum og komust að því að veiran lifði áfram í svifúða Á kopar Allt að 4 klst Á pappa Allt að 24 klst Á plasti 2 - 3 daga Á ryðfríu stáli 2 - 3 daga Lifir í nokkra daga við réttar aðstæður  Ný rannsókn á þoli kórónuveirunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.