Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 39

Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Veturinn í vetur hefur verið erfiður vegna skelfilegra hamfara. Elstu kerl- ingar muna vart ann- að eins veðurfar, hamfarasnjóflóð, raf- magnsleysi, símaleysi, mörg umferðarslys, verkföll. Ekki má gleyma veirunni sem kórónar allt. Upp úr öllu þessu hamfarasvartnætti hefur þó glitt í ljósið sem hefur yljað okkur sem eru fálmlaus viðbrögð fjölda stofn- ana og embættismanna sem hafa unnið saman sem einn aðili að al- mannaheill. Varla verður efast um að ef verk þeirra hefðu ekki heppnast eins vel og við blasir hefði ástandið í landinu orðið miklu verra. Verstu hamfarirnar leystust með ótrúlega farsælum hætti. Enn er unnið að mörgum verk- efnum sem hafa sýnt sig að þurfa nú þegar úrbætur, svo sem í raf- orkudreifingarkerfinu og snjóflóða- vörnum, auk þess sem kór- ónuveiruverkefnið stendur nú sem hæst. Áætlanagerðir fram í tímann eru í fullri vinnslu. Landspítalinn, sem hefur verið gríðarlega fjársveltur með að minnsta kosti vöntun á um fimm milljarða framlagi á núver- andi fjárhagsári, hefur staðið eins og óbilandi klettur í hafinu þrátt fyrir niðurskurðinn. Þetta er sann- arlega hornsteinn samfélagsins. Allt er þetta frábært, að við Ís- lendingar getum á svona erfiðum tímum nánast sameinast um að- gerðir og samhjálp og að allt kerf- ið sem við eigum um samfélagið skuli þrátt fyrir allt virka svona vel okkur fólkinu til handa. En það er ekki tekið á öllum vandamálum. Aðallega þeim vanda- málum sem snúa að öllum sam- borgurunum, bæði ríkum og fátæk- um – þau eru löguð – en það sem snýr bara að þeim sem minna mega sín er oftar en ekki látið liggja milli hluta. Ef fárviðrið, raf- magnsleysið eða snjóflóðin hefðu bara bitnað á öryrkjum og úti- gangsmönnum – eða eldri borg- unum – hvað hefði þá verið gert? Málið er akkúrat það að þeir sem nóg eiga af pen- ingum og miklar eign- ir, stundum fólk sem hefur haft nær ótak- markaðan aðgang að auðlindum okkar eða einhvers konar sér- aðstöðu í samfélaginu á okkar kostnað, eign- ast bankana okkar fyrir nær ekkert – það fólk vill einnig fá alla þjónustu frítt á sama plani og þeir borgarar sem eiga ekkert. Þeg- ar jafn illa árar eins og í vetur, með hvert stóráfallið eftir annað, er öll samfélagsþjón- ustan sett í gang til að halda utan um allt samfélagið. Þar er engum mismunað. En þegar kemur að skiptingu kökunnar okkar er allt annað uppi á teningnum. Árið 2015 var eignaskiptingin þannig í heiminum að um 1% íbúa heimsins átti jafn miklar eignir og hin 99% íbúanna. Tekjur þessa 1% íbúa hafa á síðustu 30 árum aukist um 300% meðan tekjur hinna 99% hafa ekki hækkað neitt. Þann 16. maí 2014 fjallaði Morgunblaðið um vaxandi stéttaskiptingu á Íslandi þar sem yfir 30 þúsund manns á landinu lifðu þá undir fátækt- armörkum samkvæmt nýrri skýrslu Rauða krossins og hafði staðan lítið breyst á undanförnum 20 árum. Tæp 50 þúsund manns voru þar að auki við fátæktarmörk og mátti nær ekkert út af bera til að falla í fátæktargryfjuna. Þetta eru á milli 20% og 30% af þjóðinni sem í dag eiga varla til hnífs og skeiðar. Auk þess og í beinu framhaldi af bankahruninu misstu tugþúsundir fjölskyldna ofan af sér húsnæðið vegna kolólöglegra, siðlausra og miskunnarlausra aðgerða stjórn- valda og bankanna. Fólk var þvingað í gjaldþrot í stórum stíl, fjölskyldum sundrað og þær send- ar í fátækt. Núna herja gríðarlega kostn- aðarsamar hamfarir á þjóðinni ásamt fortakslausum tekjumissi og samdrætti. Þá er sett í forgang milljarða lækkun skatta á há- launafólk, lækkun bankaskatta og að skera niður fjármagn til Land- spítalans um a.m.k. fimm milljarða. Meira að segja veiðigjöldin voru lækkuð gríðarlega og áætlanir um einkavæðingu ríkisbankanna settar á fullt. Það á ekki að selja bankana – nei, bara einkavæða – færa þá bara til einkaaðila – væntanlega án endurgjalds eins og síðast. Það var greinilega ekki sama að- gerðateymið í eignatilfærslunni og er núna að sjá um kórónuveiru- vandamálið þar sem ætla má að þúsundir milljarða verði færðar frá tugþúsundum Íslendinga á fátækt- armörkum til þeirra sem allt eiga. Nei, þetta er ekki sama aðgerða- teymið. Eignatilfærslan er gerð í lok- uðum og leynilegum bakher- bergjum – en kórónuveiruteymið vinnur fyrir framan myndavélar fréttamanna. Þetta er eins og í Afríku. Væri ekki bara fínt að fá þessa eignatilfærsluumræðu fyrir framan myndavélar fréttamanna? Hafa daglegan fréttafund af eigna- tilfærslunni? Íbúðirnar sem fólkið missti í framhaldi af bankahruninu voru líklega um þúsund milljarða virði og nú á að taka einhverjar þús- undir milljarða til viðbótar af okk- ur – og meðal annars styrkja fjár- hag bankanna – sem tóku íbúðirnar okkar á sínum tíma. Ekkert stopp er sett á arð- greiðslur út úr bönkunum – bara dælt nýju almanna fjármagni inn í bankana. Í vetur hafa verið haldnir kröfu- fundir á Austurvelli um að lögleiða strax nýja stjórnarskrá. Alger múr virðist vera í að verja núverandi kerfi eins og ráðamenn hafi eign- fært hjá sér eignir þjóðarinnar. Hver væri önnur ástæða fyrir þessari togstreitu? Þeir standa saman í að koma í veg fyrir aukið lýðræði og jöfnun kjara í samfélag- inu. Ekki má hrófla við fátækt, eymd og volæði tugþúsunda Ís- lendinga. Við og þið Eftir Sigurð Sigurðsson »Eignatilfærslan er gerð í lokuðum bak- herbergjum – en kór- ónuveiruteymið vinnur fyrir framan mynda- vélar fréttamanna. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc MPhil bygg- ingaverkfræðingur. Í svari frá velferð- arsviði kom fram að í desember 2019 biðu um 750 börn eftir að hitta sérfræðinga hjá skólaþjónustu. Það ár bárust 2.162 beiðnir til skólaþjónustu Reykja- víkurborgar vegna 1.875 barna. Málum hefur fjölgað milli ára um 23%. 452 börn biðu eftir fyrstu þjónustu, þar af 297 eftir þjónustu sálfræð- inga. Eftir talmeinafræðingi beið 121 barn. Annar hópur barna beið eftir meiri og frekari þjónustu og voru þau 307 talsins. Þessi börn voru fyrst á biðlista eftir fyrstu þjónustu en þar sem metið var að þau þyrftu frekari þjónustu fóru þau aftur á biðlista. Í millitíðinni má gera ráð fyrir að þau hafi fengið snemmtæka íhlutun og jafnvel einhverja skimun á sínum vanda. Rúmlega helmingur beiðna til skólaþjónustu er vegna einbeitingarerfiðleika (ADHD). Ég hef lagt fram í borgarstjórn nokkrar tillögur sem lúta að lausn- um vegna langra biðlista og sem miða að því að gera þjónustuna skil- virkari og faglegri. Á fundi borgar- stjórnar 17. mars hyggst ég fram til- lögu um að velferðar- ráð leiti eftir að formgera samstarf skólaþjónustu og Þroska- og hegð- unarstöðvar (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem aðkoma barna- læknis er nauðsynleg. Með samstarfi sér- fræðinga skólaþjón- ustu og Þroska- og hegðunarstöðvar myndu biðlistar stytt- ast og börnin fá fyrr þá þjónustu sem þau þarfnast. Aðrar tillögur Flokks fólksins sem lagðar hafa verið fram eru: 1. Að fjölga stöðugildum sálfræð- inga. 2. Að færa aðsetur sálfræðinga frá þjónustumiðstöðvum inn í skólana. 3. Að börn skulu ávallt hafa bið- listalaust aðgengi að sérfræðingum. 4. Að skólasálfræðingar heyri undir skóla- og frístundaráð. Mikið álag er á sérfræðingum skólaþjónustunnar. Skortur er auk þess á úrræðum og bjargráðum fyrir tvítyngd börn í leik- og grunn- skólum. Stöðugildi sálfræðinga í grunnskólum eru 15,60 á 15.000, börn sem þýðir gróflega að hver sál- fræðingur/stöðugildi þjónustar þús- und börn. Dæmi eru um að einn sál- fræðingur sinni þremur skólum. Í desember sl. lagði ég fram breyt- ingatillögu við fjárhagsáætlun um að fjárheimildir skóla- og frístunda- sviðs yrðu hækkaðar um 40,5 m.kr. til að ráða tvo sálfræðinga og einn talmeinafræðing til eins árs. Til- lagan var felld. Árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að hver skóli hefði sálfræðing a.m.k. í 40% starfshlut- falli með aðsetur í skólunum. Meiri- hlutinn í velferðarráði var á öðru máli og mat svo að „vænlegra til ár- angurs væri að halda áfram á þeirri braut að samþætta þjónustu sál- fræðinga annarri þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva í hverfum“ eins og sagði í kynningu sviðsins frá 17. ágúst 2018. Til þess að barn geti notið þjón- ustu sálfræðings sem best er mikil- vægt að sálfræðingurinn hafi aðset- ur í skólanum. Hér má vísa í skýrslu innri endurskoðunar sem kom út í júlí 2019 um rekstrarramma skóla. Í henni kom fram skýrt ákall um nær- veru sálfræðinga í skólum, m.a. til að létta á álagi kennara. Þjónustu- miðstöðvar eru óþarfa milliliður í þessu tilliti og hamla aðgengi barna að sálfræðingum skóla. Þjónustu- miðstöðvar mætti auk þess sameina. Veita snemmtæka íhlutun á kostnað greininga Skóla- og velferðaryfirvöld í borg- inni segja að með aukningu snemm- tækrar íhlutunar sé minni þörf á greiningum og þar með aðkomu sál- fræðinga. Snemmtæk íhlutun felur í sér að byrjað er að vinna strax með börnum sem eru ekki að fylgja jafn- öldrum sínum í þroska. Í löndum sem við berum okkur saman við er minna um alls kyns greiningar en þar virðist börnum líða almennt bet- ur eftir því sem kannanir sýna. Aukning á vanlíðan barna á Íslandi endurspeglast í niðurstöðum PISA og skýrslum landlæknisembættis- ins. Þrátt fyrir að nú sé snemmtæk íhlutun meginreglan er biðlisti til sérfræðinga mjög langur. Ástæðan kann að vera að börn þurfa að bíða of lengi eftir sérfræðiaðstoð hvort heldur greiningum eða viðtölum. Margir foreldrar fara með börn sín til sjálfstætt starfandi sérfræðinga en það er ekki á færi allra. Vandi sumra barna verður einfaldlega ekki ljós nema með fyrirlögn kvarða og prófana. Börnin sem þola bið og þola ekki bið Vissulega er reynt að forgangs- raða í skólaþjónustunni og er málum sem metin eru að þoli ekki bið sinnt fyrr. Ef mál barns er metið þannig að það þoli ekki bið má telja fullvíst að vandinn hefur einhvern aðdrag- anda, jafnvel langan. En hvað með börnin sem sögð eru þola bið? Mál sem þola bið þurfa iðulega að bíða lengi. Í svari frá velferðarsviði segir að flest mál hafni í 3. flokki en það er flokkur mála sem „þola bið“ sam- kvæmt flokkunarmati. Þegar barn hefur beðið lengi eftir þjónustu hef- ur vandi þess oft undið upp á sig og getur á einni svipstundu orðið bráð- ur vandi sem ekki hefði orðið hefði barnið fengið fullnægjandi aðstoð á fyrri stigum. Skóla- og velferðaryfirvöld borgarinnar tala um að skólaþjón- usta sé samfelld, heildstæð og óháð staðsetningu. Í dag er þjónustan því miður fæst af þessu. Velta má upp þeirri spurningu hvort verið sé að framfylgja lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um sérfræði- þjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla? Lausnir á löngum biðlista barna Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Með samstarfi sér- fræðinga skólaþjón- ustu og Þroska- og hegðunarstöðvar myndu biðlistar styttast og börnin fá fyrr þá þjónustu sem þau þarfn- ast. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og borgar- fulltrúi Flokks fólksins. Ætlum við virkilega að loka eyrunum áfram fyrir áralöngum spám virtra vísinda- manna í veröld okkar, hvað varðar hlýnun jarðarinnar? Forseti eins af stærstu ríkjum heimsins virðist hafa forystu í þessum mál- um, hann sér ekki það sem er að gerast í sínu ríki og enn síður það sem er að gerast um alla jörð okkar. Við heyrum í fréttamiðlum á jörð okkar að öfgar í veðurfari eru að leggja stór svæði og stóran hluta heimsálfa ásamt dýralífi og gróðri í rúst eins og verið hefur að gerast í Ástralíu og á fleiri stöðum á jörð okkar á síðustu árum. Fréttir á árinu skýrðu frá skóg- areldum í Suður-Ameríku og víðar með dauða margra dýrategunda og miklum skógareldum í ríki Banda- ríkjaforseta sjálfs, Kaliforníu, sem er eitt af sterkustu ríkjum Banda- ríkjanna með margs konar fram- leiðslu á sviði tölvu- og hugbún- aðarframleiðslu. Frá Rússlandi berast fréttir um að slökkvilið Rússa eigi í mikilli baráttu við skógarelda norðan heimskautsbaugs og hafa Rússar kallað út rússneska herinn til hjálp- ar að slökkva eldana, hefur einhver heyrt um elda norðan baugsins áð- ur? Rússar kölluðu á herinn til hjálpar vegna þess að slökkviliðið þeirra réð engan veginn við að slökkva alla þessa elda. Kan- adamenn börðust við elda norðan baugsins, það er nokkuð sem þeir hafa ekki áður gert á okkar tímum. Meðan þjóðir jarð- arinnar berjast við þessar miklu hamfarir sjáum við það í frétta- blöðum okkar, eins og kom fram í Morgun- blaðinu 23.1. sl., að varla er mikil virðing borin fyrir þessum slæmu áhrifum sem við höfum fyrir framan nefið á okkur. Í Morg- unblaðinu er grein sem sýnir virðingarleysi fyrir hinum vel sjáanlegu afleið- ingum sem eru fyrir framan okkur og er fyrirsögnin „Hlýnun jarðar í spennusagnastíl“. Þar sést vel hvað lítil virðing er borin fyrir þeim raunveruleika sem alls staðar sést um alla jörð okkar, beint fyrir fram- an nefið á okkur. Þetta verður kannski sett fram í þannig stíl þeg- ar áhrif þessi fara að bíta, við hverju búast menn? Ég ætla ekki að hafa fleiri aðvör- unarorð um þessi mál, hafið augu og eyru vel opin og fylgist vel með því næstu árin hvað er að gerast, í okkar landi og fleiri löndum og víðs vegar um heiminn! Vinsamlega at- hugið; það er ekki ætlun mín að vekja ótta hjá fólki, þetta er ein- ungis blákaldur veruleikinn sem sést fyrir framan nefið á okkur, dæmi hver fyrir sig! Umhverfismálin Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Hafið augu og eyru vel opin og fylgist vel með því næstu árin hvað er að gerast. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.