Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 48

Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Það þekkja flestir rjómaostinn í bláu dósunum en hann er nú kominn í nýjar umbúðir og það sem betra er nú hefur osturinn verið endurbættur til muna svo hann er enn mýkri og bragðbetri en áður. Rjómaosturinn frá Gott í matinn bráðnar sérlega vel og hentar í margs konar rétti á borð við lasagna, pastarétti og pítsur. Oft þarf ekki nema lítinn bita af rjómaosti til að gera sós- una eða súpuna einstaklega bragðgóða og svo er hann auðvitað frábær í ostakökur, kökukrem og ýmsa eft- irrétti. Hér er einföld uppskrift að sykurlausri gulrótarköku með dúnmjúku rjómaostakremi en það er tilvalið að nota næstu daga og misseri til að prófa sig áfram með alls kyns heimabakstur. Gulrótarkaka með rjómaostakremi Botn: 250 g saxaðar döðlur 300 ml vatn 3 stk. egg 6 stk. meðalstórar gulrætur, rifnar 1 dl spelt 1 tsk. kanill 1 ½ tsk. lyftiduft ½ msk. vanilludropar 1 dl kókos 2 dl möndlur/kashjúhnetur/pekan hnetur 1 dl kókosolía Krem: 400 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn 2 dl flórsykur 1 tsk. vanilludropar 1 msk. hunang 1. Hitið ofn í 170 gráður. 2. Sjóðið vatn og döðlur saman og hrærið í með gaffli þar til það þykknar og blandast saman. 3. Þeytið egg vel og blandið öllum hráefnum saman. 4. Setjið í form með bökunarpappír í botni – venjulegt hringlaga smelluform passar vel. 5. Bakið í 50 mínútur við 170°C. 6. Kælið kökuna og búið til kremið. 7. Hrærið saman flórsykri, vanilludropum, rjómaosti og hunangi og smyrjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld. 8. Berið fram með glasi af ískaldri mjólk. Gómsæt gulrótarkaka og glænýr rjómaostur Bætir, hressir og kætir. Rjómaostur hefur þann frábæra eiginleika að gera allan mat betri og er leynihráefni í ansi mörgum heimsfrægum uppskriftum. Góð steypujárnspanna er gulli betri því þær eru ekki bara heppi- legar til að steikja í heldur duga þær einnig sem fyrirtaks pítsu- bökunargræja og bökunarform. Þeir sem trúa því ekki þurfa ekki annað en að dást að myndunum sem fylgja þessari uppskrift en það er okkar eina sanna Linda Ben sem á heiðurinn að þessari dásemdaruppskrift. Ef þið farið á samnefnt Instagram hjá Lindu þá er hægt að sjá aðferðina enn ítar- legar. Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellumiðju 220 g mjúkt smjör 2 dl sykur 1 dl púðursykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 1½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 6 dl hveiti 250 g súkkulaði 100 g rjómakaramellur ½ dl rjómi 1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita. 2. Hrærið smjörið, sykurinn og púðursykurinn vel saman. 3. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel. 4. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið vel. 5. Bætið því næst lyftidufti, salti og hveitinu út í og blandið var- lega saman. 6. Skerið súkkulaðið niður ef þið notið súkkulaðiplötur og bætið því út í og hrærið þar til allt hefur blandast saman. 7. Smyrjið 20 cm formið vel með smjöri, setjið helminginn af deiginu í formið. 8. Setjið karamellurnar og rjómann í pott og bræðið sam- an. Hellið yfir deigið í forminu og setjið restina af deiginu yfir. Bakið inni í ofni þar til kakan verður gullinbrún eða í u.þ.b. 20-25 mín. Dásemdar súkku- laðibitakaka bökuð í steypujárnspönnu Sveitó og sjarmerandi Það er eitthvað svo óskaplega sjarmerandi við það að baka í steypujárnspönnu. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.