Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 53

Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 ERTU MEÐ STERK BEIN? BEINVERND ER MIKILVÆG ALLA ÆVI OSTEO ADVANCE er fullkomin blanda fyrir beinin • Kalk og magnesíum í réttum hlutföllum • D vítamín tryggir upptöku kalksins • K2 vítamín sér um að kalkið skili sér í beinin Fæst í Lyf og Heilsu, Apótekaranum og flestum stórmörkuðum. 40 ára 60 ára 70 ára „ÞÚ ÞJÁIST LÍKLEGA AF OFÞORNUN. ÞETTA GETUR VERIÐ AFLEIÐING ÞESS.” „EF VIÐ FINNUM EKKI BENSÍNSTÖÐ FLJÓTLEGA, VILHJÁLMUR, VERÐ ÉG AÐ HVÍLA MIG ANDARTAK.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... mýkt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN …” „KLING, KLING, KLING” „KVEÐJA BÍLLYKLARNIR” ÉG BAÐ ÞESS AÐ VERÐA BETRI MAÐUR Í KVÖLDBÆNINNI Í GÆRKVELDI! ÞÚ ERT ENN HRÓLFUR! 2007, barnalæknir í Reykjavík og Stefanía Gísladóttir, f. 22.8. 1926, d. 24.5. 2004, húsmóðir í Reykjavík og aðstoðariðjuþjálfi í Hafnarbúðum. Börn Ragnheiðar og Arnórs eru 1) Hrafnhildur Arnórsdóttir, f. 1.9. 1983, starfsmaður í Hannesarholti í Reykjavík. Unnusti er Kevin Clarke, starfsmaður í CCP; 2) Víkingur Heið- ar Arnórsson, f. 19.3. 1985, athafna- maður og viðburðahaldari í Kópavogi. Unnusta er Guðrún Líf Björnsdóttir, spænsku- og ferðamálafræðingur; 3) Marinella Arnórsdóttir, f. 19.12. 1992, bókmenntafræðingur og ritlistarnemi í Reykjavík. Unnusti er Hrafn Garð- arsson kvikmyndagerðarmaður og stjúpdóttir er Júníana Tinna Hrafns- dóttir; 4) Jón Ágúst Arnórsson, f. 18.8. 1994, samningsbundinn nemi í smíði í Reykjavík. Unnusta er Una Dögg Davíðsdóttir, starfsmaður í Hinu húsinu. Systkini Ragnheiðar eru Haraldur Reynir Jónsson, f. 26.5. 1953, útgerð- armaður á Kanaríeyjum; Guðmundur Steinar Jónsson, f. 27.3. 1956, at- hafnamaður, búsettur á Kan- aríeyjum; Berglind Björk Jónsdóttir, f. 7.9. 1969, píanókennari í Garðabæ. Foreldrar Ragnheiðar: Hjónin Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir, f. 14.9. 1933, húsfreyja í Reykjavík og Hafnarfirði og starfskona í Álnabæ. Býr á Sólvangi, og Jón Guðmunds- son, f. 15.5. 1929, d. 1.7. 2002, húsa- smíðameistari og útgerðarmaður í Reykjavík og Hafnarfirði. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja á Hlíðarenda Erlendur Erlendsson bóndi á Hlíðarenda í Fljótshlíð Ragnheiður Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja í Sandgerði og Rvík Haraldur Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður í Sandgerði og Rvík Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir húsfreyja og afgreiðslukona í Álnabæ Elín Jónsdóttir húsfreyja í Miklholtsseli Gísli Kristján Þórðarson bóndi og búfræðingur í Miklholtsseli í Eyjahreppi Guðmundur Haraldsson bólstrari og fv. skólastj. Brunamálaskólans Jónína Ásgrímsdóttir húsfreyja í Reykjahjáleigu Gissur Sigurðsson bóndi í Reykjahjáleigu í Ölfusi Steinunn Gissurardóttir húsfreyja í Hvammi og í Langagerði í Rvík Guðmundur Jónsson bóndi í Hvammi og hafnarverkamaður í Rvík Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Hvammi Jón Gunnarsson bóndi í Hvammi í Landsveit Úr frændgarði Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur Jón Guðmundsson húsasmíðameistari og útgerðarmaður Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann stóð fyrir aust- an alþingishúsið. Hann hallaði höfðinu eilítið afturábak til vinstri, horfði á Dómkirkjuna og sönglaði: Það er mikið hvað kötturinn mjálmar og margt sem vitsmunum tálmar. Ber um andríki vott, já, allt er það gott, sem yrkir hann séra Hjálmar. Séra Hjálmar Jónsson segir frá því í pósti til mín á þriðjudag, að hann hafi verið að jarða frá Hafn- arfjarðarkirkju. Það var setið á öðrum hverjum bekk kirkjunnar og hvergi þétt af kunnum ástæðum. Hann minntist Svanfríðar G. Gísladóttur frá Súðavík – og vísa varð til: Af mildi og kærleika margt hún vann, sú minningin göfgar andann. Ætli það sé nokkurt samkomubann í sælunni fyrir handan? Bragi V. Bergmann, almanna- tengill og limruskáld á Akureyri, gerir útrás Mjólkursamsölunnar í skyrsölu að yrkisefni. Hann segir í pósti til mín, að hann hafi lesið frétt í Morgunblaðinu, sem svo sann- arlega gladdi hann. Í henni kemur fram að MS selur nú skyr í tonnatali út um allan heim og hefur varla undan. Þannig er MS nýbúið að gera risasamning við Japan um sölu á skyri þangað undir vöru- merkinu ÍSEY. Því orti Bragi, – og stal auðvitað um leið einni línu: ÍSEY fær blússandi byr, brjáluð er veröld – í skyr. Enginn er tálmi, þó enn syngi Pálmi: „Hvers vegna varst’ ekki kyr(r)?“ Hér í Vísnahorni var sagt frá því á þriðjudag, að „tveggja-metra- fjarlægðar-reglan“ gæti haft veru- leg áhrif á mannleg samskipti. Út frá því leggur Björn Ingólfsson: Þau giftu sig Guðjón á Landi og Gunna, þá skapaðist vandi sem faglega leystist er faðirinn geystist inn gólfið með brúðina í bandi. Kristján Karlsson orti: Það var veisla og geysilegt gaman og gestirnir bjartir í framan yfir lystugum orðum en innst undir borðum lá eilífðin hnipruð saman. Jóhann S. Hannesson orti „Bæn handa opinberum starfsmönnum (gildir fyrir öll kjörtímabil)“: Þú veist það, ef glöggt er að gáð, herra sem geymir vor af þinni náð, herra, að bágt er að finna neitt sem borgar sig minna að byggja á, en okkar ráð, herra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Andríki og brúður í bandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.