Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
BADMINTON
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Kristófer Darri Finnsson hefur ver-
ið í fremstu röð í badminton á Ís-
landi síðustu ár. Hefur hann m.a.
unnið til gullverðlauna á Íslands-
mótum og Reykjavíkurleikum og
verið í landsliðinu.
Þá var Kristófer kjörinn badmin-
tonmaður ársins 2017 eftir að hafa
orðið Íslandsmeistari í tvíliðaleik, en
þann titil hefur hann tvisvar unnið
og einnig orðið Íslandsmeistari í
tvenndarleik undanfarin tvö ár.
Síðastliðið tæpt ár hefur hann
spilað í næstefstu deild Danmerkur
með Kastrup Magleby Badminton-
klub í Kaupmannahöfn. Kristófer er
hins vegar kominn aftur heim, þar
sem kórónuveiran setti strik í reikn-
inginn. Búið er að skella í lás í bili
hjá klúbbnum og þá hafa Danir lok-
að landamærum sínum.
„Ég hef verið að spila fyrir bad-
mintonklúbb í Kastrup í liðakeppni í
1. deild. Við höfum verið að spila í
úrslitakeppni þar sem sæti í efstu
deild er undir, en við vorum ekki
sérstaklega líklegir til að fara upp,“
útskýrði Kristófer í samtali við
Morgunblaðið. „Ég fékk tilboð frá
þjálfara hjá klúbbnum í maí á síð-
asta ári og ákvað að slá til. Maður
sér eftir öllu sem maður gerir ekki,“
bætti hann við.
Gerði lítið annað en að spila
Kristófer lék ekki sem atvinnu-
maður í Danmörku og þurfti því að
leita sér að vinnu meðfram því að
spila badminton. „Ég reyndi að taka
verkefni eins og ég gat en ég var
ekki með neina fasta vinnu. Ég var
þannig séð ekki að gera mikið annað
en að spila.“
Hann fékk fréttir í síðustu viku
um að búið væri að loka klúbbnum
og því var réttast að koma sér heim
sem fyrst. „Þjálfarinn setti sig í
samband við mig eftir æfingu og
sagði að það væri búið að loka öllu
og það yrðu ekki æfingar næstu
tvær vikurnar,“ sagði Kristófer. Á
leiðinni heim af æfingunni tók hann
eftir því að fólk var byrjað að
hamstra. „Ég hjólaði heim og sá
fullt af fólki vera að kaupa klósett-
pappír á leiðinni,“ sagði hann léttur.
„Ég fór strax að skoða flug daginn
eftir og þjálfarinn sendi á mig og
sagði mér að fara að koma mér
heim. Ég get ekki kvartað, þar sem
þetta hefði getað farið mun verr og
ég mögulega ekki komist heim. Það
var byrjað að fresta leikjum í deild-
inni þar sem einhverjir spilarar
greindust með veiruna.“ sagði Krist-
ófer.
Hann útilokar ekki að fara aftur
út þegar ástandið batnar og ætlar þá
ekki að vera einn síns liðs. „Ég ætla
mér að klára nám hér heima og svo
er aldrei að vita nema ég fari út aft-
ur og reyni að vinna mig upp heims-
listann með félaga mínum heima á
Íslandi (Davíð Bjarna Björnssyni).
Við höfum verið að spila saman t.d
með landsliðinu og það gekk miklu
betur en við áttum von á. Við höfum
verið að spila vel á móti strákum
sem eru á topp 75 í heiminum.
Okkur langar að prófa og sjá hvort
við komumst eitthvað,“ sagði hann.
Erfitt að verða atvinnumaður
Kristófer viðurkennir að það séu
litlar tekjur í íþróttinni í dag og það
sé erfitt að vera atvinnumaður í bad-
minton.
„Það er varla hægt nema þú sért
algjörlega á toppnum og fáir pen-
inga frá auglýsingum. Það er ekki
möguleiki hérna heima á Íslandi. Ég
fékk aðeins meira í Danmörku en ég
vil klára námið mitt meðfram þessu
svo ég eigi það ekki eftir. Ég hef
verið að keppa mikið meðfram því
sem ég er í skóla,“ sagði Kristófer í
samtali við Morgunblaðið.
Þjálfarinn
sagði mér að
drífa mig heim
Kristófer Darri Finnsson leikur
badminton með Kastrup í Danmörku
Ljósmynd/BSÍ
Badminton Kristófer Darri Finnsson er kominn heim frá Danmörku.
Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, ákvað á fundi sínum í gær að
fresta heimsmeistarakeppni fé-
lagsliða í karlaflokki sem átti að
fara fram sumarið 2021. Frestunin
er tilkomin vegna þess að bæði Evr-
ópukeppni karla 2020 og Ameríku-
bikarnum 2020 (Copa America) hef-
ur verið frestað til ársins 2021 af
völdum kórónuveirunnar. Eftir
fjarfund þar sem fulltrúar heims-
álfanna hjá FIFA ræddu málin gaf
sambandið út yfirlýsingu um að það
yrði ákveðið síðar hvenær ný HM
félagsliða myndi fara fram.
Heimsmeistara-
mótinu frestað
AFP
Meistarar Liverpool er ríkjandi
heimsmeistari félagsliða.
Forráðamenn ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu íhuga nú að
þeir leikir sem eru eftir af tíma-
bilinu verði allir spilaðir fyrir lukt-
um dyrum vegna kórónuveirunnar.
Fyrir síðustu helgi var tilkynnt að
leikjum deildarinnar yrði frestað til
4. apríl hið minnsta. Samkvæmt
fréttum á Englandi er nú stefnt að
því að þeir 92 leikir, sem eftir eru
af tímabilinu, verði allir spilaðir
fyrir luktum dyrum. Þá munu allir
leikirnir fara fram á hlutlausum
velli og verða þeir allir sendir út í
beinni útsendingu.
Enski boltinn fyrir
luktum dyrum?
AFP
England Enska úrvalsdeildin gæti
verið leikin án áhorfenda.
19. mars 1964
Frétt í Morgunblaðinu: Kven-
fólkið í meistaraflokkum
handknattleiksliðanna hefur
séð um það að baráttuþráð-
urinn á Hálogalandi hefur
ekki alveg fallið niður á með-
an landslið karla var í Tékkó-
slóvakíu. Leikirnir á mánu-
dagskvöld voru harðir mjög
og stúlkurnar ófeimnar hvor
við aðra og allharðhentar svo
að á sumum sá á eftir.
19. mars 1974
„Ætli Framliðið hafi ekki yfir
meiri breidd að ráða en hin
liðin í 1. deild-
inni og það hafi
gert gæfumun-
inn fyrir okkur í
vetur,“ segja
Oddný Sigsteins-
dóttir og Sylvía
Hallsteinsdóttir
við Morgunblaðið eftir að hafa
orðið Íslandsmeistarar í hand-
knattleik kvenna með liði
Fram sem tapaði aðeins einu
stigi allt tímabilið.
19. mars 1986
Kristján Arason, einn fremsti
handboltamaður landsins,
gengur til liðs
við þýska stór-
liðið Gummers-
bach og semur
við það til
tveggja ára.
„Gummersbach
er eitt af bestu
félagsliðum heimsins og mig
langaði að reyna mig á þeim
vígstöðvum,“ segir Kristján
við Morgunblaðið en Gum-
mersbach kaupir hann af B-
deildarliðinu Hameln.
19. mars 1992
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska karlalandsliðið í hand-
knattleik sigrar Holland,
30:20, í fyrsta leik sínum í
B-heimsmeistarakepppninni í
Austurríki. „Flugeldasýning í
Linz“ segir í fyrirsögn
Morgunblaðsins. Valdimar
Grímsson skorar 6 mörk og
Sigurður Sveinsson 5 og Berg-
sveinn Bergsveinsson ver 17
skot í leiknum.
19. mars 1998
Morgunblaðið segir frá því að
hinn 11 ára gamli Pavel Ermol-
inskij sé yngsti
leikmaður úr-
valsdeildarinnar
í körfubolta frá
upphafi. Pavel
var á leikskýrslu
hjá ÍA í leik
gegn Njarðvík,
kom ekki inná en fékk leikinn
skráðan. Þjálfari liðsins var
faðir hans, Alexander Ermol-
inskij.
19. mars 2004
„Lífið heldur áfram, ég kvíði
engu þó ég hafi þurft að segja
skilið við knattspyrnuna,“ seg-
ir fótboltamaðurinn Andri
Sigþórsson í viðtali við
Morgunblaðið. Andri neyddist
til að leggja skóna á hilluna
vegna alvarlegra hnémeiðsla
en hann hafði þá ekki spilað
leik eftir að hafa meiðst illa í
leik með Molde í norsku úr-
valsdeildinni vorið 2002.
19. mars 2010
„Markmiðinu er ekki náð,“
segir Páll Kolbeinsson, þjálf-
ari karlaliðs KR í körfubolta,
eftir að lið hans tryggir sér
deildarmeistaratitilinn með
sigri á Snæfelli í Stykkishólmi,
90:86. KR fær 36 stig, Keflavík
34 og Grindavík 32 stig í
þremur efstu sætunum.
Á ÞESSUM DEGI
KÖRFUBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Keppnistímabilinu 2019-20 í körfu-
boltanum lauk í gær þegar stjórn
KKÍ ákvað á fundi í hádeginu að
hætta keppni og reyna ekki að leika
síðar lokaumferðir efstu deilda og úr-
slitakeppni um Íslandsmeistaratitl-
ana.
Óvissa vegna kórónuveirunnar er
að sjálfsögðu ástæðan en keppni var
hætt síðasta föstudagskvöld þegar
ein umferð var eftir af Dominos-deild
karla og þrjár eftir af Dominos-deild
kvenna.
Engir Íslandsmeistarar eru krýnd-
ir árið 2020 en efstu lið í hverri deild
fyrir sig, úrvalsdeildum og 1. deildum
karla og kvenna, voru úrskurðuð
deildarmeistarar. Neðstu lið úrvals-
deilda falla og efstu lið 1. deilda koma
upp í staðinn en umspil var fellt nið-
ur.
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í
karlaflokki geyma því Íslandsbik-
arinn sjöunda árið í röð og Valskonur
sem eru Íslandsmeistarar frá 2019
halda Íslandsbikar kvenna á Hlíð-
arenda annað ár.
Heildarniðurstaðan er sem hér
segir:
Stjarnan er deildarmeistari
karla 2020. Stjörnumenn hefðu þurft
að vinna Fjölni til að tryggja sér þann
titil. Annars hefðu Keflvíkingar getað
náð honum með því að sigra ÍR.
Fjölnir fellur úr úrvalsdeild
karla. Það lá þegar fyrir.
Þór á Akureyri sleppur við fall
en liðið hefði þurft að vinna útileik við
KR til að eiga von um að halda sér
uppi. Þór hefði þá getað sent ann-
aðhvort Val eða Þór frá Þorlákshöfn
niður í 1. deild. Þór Þ. átti eftir leik
við Njarðvík og Valur átti eftir að
mæta Haukum.
Höttur vinnur 1. deild karla og
fer upp í úrvalsdeild. Höttur var í
harðri baráttu við Hamar um sigur í
1. deild og liðin áttu eftir að mætast í
nánast hreinum úrslitaleik.
Þá áttu Breiðablik, Vestri og Álfta-
nes öll möguleika á að tryggja sér úr-
valsdeildarsæti í gegnum umspil 1.
deildarinnar.
Valur er deildarmeistari kvenna
2020 en liðið hafði þegar tryggt sér
þann titil þó þremur umferðum væri
ólokið.
Grindavík fellur úr úrvalsdeild
kvenna. Liðið hefði þurft að vinna
þrjá síðustu leikina til að halda sér
uppi og senda Breiðablik niður.
Fjölnir vinnur 1. deild kvenna og
fer upp í úrvalsdeild. Fjölnir var með
efsta sætið tryggt þó liðið ætti þrjá
leiki eftir.
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Meistararnir Valur og Stjarnan eru deildarmeistarar árið 2020.
Engir meistarar á árinu 2020
KKÍ ákvað að tímabilinu væri lokið og úrskurðaði um deildarmeistara og fall
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon