Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Kíktu á hudfegrun.is fyrir nánari upplýsingar. Húðgreining Greinir raunverulegt ástand húðar á nokkrum mínútum TILBOÐ 30% afsláttur í mars Bókaðu tíma Nýtt á Íslandi Rithöfundurinn, samfélagsrýn- irinn og ástríðugrúskarinn Illugi Jökulsson var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomu- banninu. „Ég er til þess að gera nýbúinn að lesa Hundrað ára einsemd, annars myndi ég mæla með þeirri stór- kostlegu bók. Í staðinn er ég hins vegar farinn að lesa Ástina á tímum kólerunnar eftir sama höf- und, Gabriel Garcia Marquez. Og hún er nærri jafn góð og Ein- semdin, og dugar því vel. Svo á ég tvær sjónvarpsseríur á DVD-diskum sem ég horfi kannski á ef þetta dregst á lang- inn, það er að segja ef ég finn DVD-spilara, sem gæti reynst snúið. Þessar seríur eru annars vegar Berlin Alexanderplatz eftir Fassbinder, óbrotgjarnt meistaraverk, þótt ekki sé það kannski upplífgandi. En hin er þeim mun kátlegri, UFO eða FFH, bresk frá 1970 þar sem þokka- dísir með fjólu- blátt hár vernda jörðina fyrir geimverum.“ Mælt með í samkomubanni UFO Þokkadísir með fjólublátt hár vernda jörðina fyrir geimverum. Einsemd, Alexander- platz og geimverur Illugi Jökulsson AP Nóbelsskáld Gabriel G. Marquez. Berlin Alexander- platz á DVD. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Svissneski myndlistarmaðurinn Andreas Brunner er sá 41. sem sýn- ir í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin ber titilinn Ekki brotlent enn og verður ekki blásið til opnunarteitis vegna kór- ónuveirufaraldurs og samkomu- banns. Sýningin verður engu að síð- ur opnuð í dag og sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Brunner er fæddur árið 1988 í Zürich en býr og starfar í Reykja- vík. Hann nam myndlist við Lucerne University of Applied Science and Arts og stundaði framhaldsnám í Listaháskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2018 með meistaragráðu. Boltar með og án lofts Brunner er nýkominn úr inn- kaupaferð í byggingarvöruverslun þegar blaðamaður hittir á hann fyrir utan D-salinn tveimur dögum fyrir opnun. Þegar inn í salinn er komið er augljóst að sýningin er langt því frá uppsett. Á gólfi er torkennilegur fleki, þríhyrndur í laginu og greini- legt að eitthvað á að halda honum uppi þar sem þrjú hólf eru undir honum, eitt á hverju horni. Brunner segir að þar verði þrír uppblásnir æfingaboltar og bendir á glært plast í kassa sem reynist vera slíkur bolti og loftlaus. Ofan á flekann mun Brunner setja grálitaðar gifsafsteypur af sams konar sprungnum boltum. Afsteypurnar minna engan veginn á bolta og lögun þeirra fer eftir því hvernig boltarnir sprungu. Engar tvær eru eins og segist Brunner kunna vel að meta slíkar tilviljanir í listsköpun sinni. Honum er einnig hugleikin „hugmyndin um stöðuga framvindu og umbreytingu, sem samt sem áður tekur á sig birtingar- mynd hringrásar, einhvers konar spíralhreyfing sem ætlar engum botni að ná og brotlendir því aldrei“, eins og það er orðað í tilkynningu og boltarnir endurspegla það, ýmist uppblásnir eða loftlausir og mynd- ast þannig ákveðin hringrás lofts. Á vegg verður vídeóverk sem sýn- ir engisprettu sem á vantar fót, að sögn Brunner. „Ég tók vídeóið upp í Delfí á Grikklandi og engisprettan fer fram og aftur, föst í línulegri hreyfingu og hún dansar furðulegan dans, væntanlega vegna þess að á hana vantar fót,“ segir Brunner. Skordýrið er þannig líka fast í sí- endurteknu ferli. Níhilískt viðhorf Annað vídeóverk á sýningunni, einnig óuppsett, sýnir höndina á Brunner sem heldur um frostpinna og hann bráðnar auðvitað, hægt og rólega. Er hann að segja með þessu að ekkert vari að eilífu? Er þetta bölsýni? „Já, eða öllu heldur níhil- ískt viðhorf. Titillinn er Ekki brot- lent enn og mér finnst hann góður því hann vísar til ákveðins tíma- punkts í framtíðinni sem er, á ein- hvern hátt, óumflýjanlegur. Brot- lendingin er í mínum huga ekki endilega neikvæð heldur frekar eitt- hvað sem skellur óvænt á þér. Þessi veira er kannski þess eðlis,“ segir Brunner og á þar við kórónuveiruna skæðu. „Eitthvað skellur óvænt á þér og ekki bara þér sem ein- staklingi því það hefur áhrif á allar stéttir.“ Allt er breytingum háð Brunner leitar í list sinni í hug- myndir heimspekinga á borð við Nietzsche, Heidegger og Kierke- gård sem hann segir oft hafa verið rangtúlkaða. „Ég tel margt upplíf- gandi í þeirra speki þegar kemur að breytingum og hringrás, stundum þarf hrun til að eitthvað nýtt geti sprottið fram,“ segir Brunner. Áður en kórónuveiran hafi farið að herja á mannkynið hafi verið ljóst að hið kapítalíska skipulag heimsins myndi ekki endast að eilífu. „Hann er mjög ómannúðlegur,“ segir Brunner um kapítalismann og er greinilega lítt hrifinn af honum. Hnettir birtast ekki aðeins í æf- ingaboltum, uppblásnum eða sprungnum, á sýningu Brunner heldur einnig öðru verki sem var upphaflega hurðabankari. Hann sýnir hönd gyðjunnar Persefónu, táknmyndar árstíðanna, sem heldur á granatepli. Forn hefð er fyrir slík- um afsteypum en Persefóna nærðist á safa ávaxtarins til að lifa veturinn af í undirheimum hjá ástmanni sín- um, Hadesi, segir í tilkynningu. Mála yfir hvor hjá öðrum Á sýningunni verður líka framinn spaugilegur gjörningur, tveir starfs- menn safnsins munu mála súlu í miðju salarins, hvor í sínum lit. Þeir færa sig rangsælis um súluna og munu því mála í sífellu yfir hvor hjá öðrum. Málararnir verða þannig sviptir ánægjunni af loknu verki, ný- máluðum vegg. Hringrásin verður endalaus svo lengi sem sýningin er opin. Brunner brosir að þessari hug- mynd sinni. „Þetta verk fjallar líka um þetta ferli, uppbyggingu og niðurrif,“ útskýrir hann og blaða- maður kveður hann með hneigingu. Frekari upplýsingar um opnunar- tíma Listasafns Reykjavíkur má finna á listasafnreykjavikur.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Númer 41 Svisslendingurinn Andreas Brunner er 41. myndlistarmaðurinn sem sýnir í röðinni í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Yfirvofandi brotlending  Andreas Brunner sýnir í D-sal  Opnun án opnunarhófs vegna kórónuveiru  Hringrás, uppbygging og niðurbrot Eurovision-keppninni í ár hefur ver- ið aflýst vegna kórónuveirufarald- ursins en keppnin átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi. Greint var frá ákvörðuninni í gær og segir í til- kynningu frá forsvarsmönnum keppninnar að verið sé að skoða það að hún verði haldin þar í borg á næsta ári. Í tilkynningunni segir að margir möguleikar hafi verið skoðaðir til lausnar á vandamálinu en það hafi orðið niðurstaðan að aflýsa keppn- inni. Keppnin hefur farið fram án trufl- ana í 64 ár, segir í tilkynningunni, og að rétt eins og milljónir aðdáenda hennar út um löndin séu forsvars- menn keppninnar sorgmæddir yfir stöðunni. Daði Freyr Pétursson átti að vera fulltrúi Íslands ásamt hljómsveit sinni Gagnamagninu. Hann kveðst vera mjög vonsvikinn yfir að Euro- vison-söngvakeppninni hafi verið af- lýst. Í færslu á Twitter kveðst hann hafi verið mjög spenntur fyrir því að stíga á stóra sviðið í Rotterdam. Eurovision hefur verið aflýst í ár Morgunblaðið/Eggert Fulltrúinn Daði og Gagnamagnið stefndu til Hollands en það frestast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.