Morgunblaðið - 18.04.2020, Page 8

Morgunblaðið - 18.04.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is HVÍTAR GÆÐA INNIHURÐIR Á GÓÐU VERÐI TIL AFGREIÐSLU STRAX Sérkennilegt er að fylgjast meðumræðum um kjaramál þessa dagana og sérstaklega um samn- ingana sem kallaðir hafa verið lífs- kjarasamningar.    Verkalýðsfor-ystan, að minnsta kosti hluti hennar, tal- ar á þann veg að þessum samn- ingum verði ef til vill sagt upp ef eitthvað vanti upp á loforð sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við samningana.    Þetta er sérkennileg hótun, efhótun skyldi kalla. Á mbl.is mátti í gær lesa frétt umað atvinnuleysi hefði aukist úr 5% í febrúar í rúm 9% í mars og stefndi í 17% í þessum mánuði.    Þegar lífskjarasamningarnirvoru gerðir fyrir rúmu ári var atvinnuleysið hins vegar um og inn- an við 3%.    Augljóst er að hefði atvinnuleys-ið þá verið á svipuðu róli og nú hefði ekki verið samið á þeim nótum sem þá var gert. Hefði atvinnuleys- ið verið svipað og það er nú hefðu engar forsendur verið fyrir þeim miklu kjarabótum sem samið var um.    Verkalýðsforystan gerir umbjóð-endum sínum engan greiða með því að hóta samningsslitum. Það sem hún þarf að gera nú er að reyna að verja kaupmáttinn en taka um leið tillit til gjörbreyttra að- stæðna. Launþegar þurfa síst á því að halda að verkalýðsforystan bæti í ískyggilegt atvinnuleysið. Hótun? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Látinn er í Reykjavík á 95. aldursári Páll Sig- urðsson, læknir og fv. ráðuneytisstjóri. Páll fæddist 9. nóvember 1925 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Jónsson sjó- maður og Ingibjörg Pálsdóttir húsmóðir. Páll lauk stúdents- prófi frá MR 1946, læknaprófi frá HÍ 1952 og sérnámi í bækl- unarskurðlækningum í Svíþjóð 1956. Hann varð þá sérfræðingur á slysavarð- stofunni og á Landakoti auk þess sem hann rak læknastofu í Reykjavík um árabil. Veturinn 1969-70 stundaði Páll nám í lýðheilsufræðum við Bristolháskóla og lauk þaðan DPH- prófi vorið 1970. Páll var skipaður fyrsti ráðuneyt- isstjóri heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins 1970 og gegndi því embætti til starfsloka 1995. Vet- urinn 1982-83 var hann ráðgjafi hjá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar í Kaupmannahöfn og 1973-80 var hann yfirlæknir hjá Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar, með leyfi ráðherra, svo unnt yrði að opna stofnunina. Páll gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum, sat m.a. í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og var for- maður Skurðlækna- félags Íslands. Hann var borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Reykjavík 1966-70 og sat í ýmsum nefndum hjá borginni. Þá var hann formaður stjórnarnefndar Rík- isspítala 1973-83 og átti sæti í eða var formaður fjölda opinberra nefnda um heilbrigðis- og al- mannatryggingamál. Páll skrifaði fjölda greina um heilbrigðis- og almannatryggingamál í íslensk og erlend blöð og tímarit. Eftir starfslok gaf Páll út bókina Heilsu og velferð, þætti úr sögu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins 1970-1995. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 1978 og var Paul Harris Fellow frá 1988. Þá var hann kjörinn heiðursfélagi í Læknafélagi Íslands. Páll kvæntist 19. ágúst 1949 Guð- rúnu Jónsdóttur geðlækni, f. 1926, sem lést 27. nóvember sl. Börn þeirra eru tvíburarnir Jónína tannlæknir og Ingibjörg lyfjafræðingur, f. 1949, Dögg hæstaréttarlögmaður, f. 1956, og tvíburarnir dr. Sigurður Páll geð- læknir og Jón Rúnar hæstaréttar- lögmaður, f. 1960. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin eru 17. Útför Páls verður 24. apríl nk. kl. 13. Streymt verður frá athöfninni. Andlát Páll Sigurðsson Vinna við hreinsun á götum og stíg- um Reykjavíkur eftir veturinn er haf- in af krafti. Byrjað var nokkru fyrir páska, en veður setti strik í reikning- inn því götusópar geta ekki unnið þegar hitastig er við frostmark. Unn- ið var á skírdag og annan í páskum til að vinna upp þá daga sem féllu út. Björn Ingvarsson, stjórnandi hjá þjónustumiðstöð borgarlandsins, seg- ir á vef borgarinnar að fjölförnustu leiðirnar verði hreinsaðar fyrst. Á það við um helstu göngu- og hjólastíga, sem og stofnbrautir og tengigötur. „Þessar meginleiðir liggja þvert um borgarlandið og njóta því for- gangs, en að lokinni hreinsun þeirra verður farið hverfaskipt í húsagötur og gangstéttar, sem verða sópaðar og þvegnar,“ segir Björn. Á vef Reykjavíkurborgar – reykja- vik.is/hreinsun – má sjá verkáætlun vegna hreinsunar og geta íbúar séð hvenær farið er í þeirra götu. Björn segir að athugulir vegfar- endur eigi til að gera athugasemdir við þrifin og benda á að ekki sé nógu vel þrifið. Hann biður fólk um að at- huga að fyrsta sópun sé oft gróf- sópun. Víða þurfi að taka mikinn sand upp af götum og stígum, en síðar verði farið í yfirferð og götuþvott. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Þrif í borginni Götusópari er hér að störfum í Þingholtunum. Hreinsun hafin á götum og stígum  Fjölförnustu leiðirnar hreinsaðar fyrst  Síðan taka húsagöturnar við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.