Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
Þ
að má ganga að því vísu
að við mannskepn-
urnar höfum aldrei áð-
ur upplifað okkur sem
jafn samhangandi
heild. Við erum meðvituð um ógn
sem steðjar að og verður ekki sigr-
uð með altæku vopni í eitt skipti
fyrir öll – –eins og margir vildu
vona. Varnarbaráttan við „ósýni-
legan“ óvin er sameiginlegt verk-
efni allra – þvert á þjóðir, uppruna,
tungumál, kyn, aldur, stétt og
stöðu.
Það má vera að í heiminum finn-
ist samfélag sem hefur ekki orðið
fyrir áhrifum af Covid-19, en ég
ætla samt að leyfa mér að nota
orðið „við“ um mannskepnuna al-
mennt – við eins og í manneskjur
með tilfinningar og þrár, líkama og
sál. Við erum undursamleg sköpun
– tengslaverur sem þrífast best í
samfélagi; í senn huggandi og um-
hyggjusöm eins og foreldrar en
forvitin og hvatvís, þyrst í áskor-
anir eins og börn. Hvílíkt ævintýri
að fá að vera til! Hverju erum við
ekki tilbúin til að fórna fyrir það?
Hvert mannsbarn þráir að upp-
lifa öruggi, hafa vissu um fyrir-
sjáanlega framtíð. Vanlíðan og ótti
plagar því marga í dag og sprettur
af tilfinningu fyrir því að geta búist
við hverju sem er. Eins og í stríði.
Þó virðast stríð samtímans ekki
jafn miskunnar- og tilgangslaus og
þetta ástand: Á rúmum mánuði
hafa yfir 100.000 manns látist á
Vesturlöndum – Bandaríkjunum
og Evrópu. Það er meiri tollur í
mannslífum talið en þau stríð sem
við höfum getað eða viljað fylgjast
með. Hvorki mannfallið né aðgerð-
ir stjórnvalda og ráðamanna eru
leyndarmál eða
einkamál þjóða – þótt
einstaka þjóðar-
leiðtogar skynji það
ekki. Þetta er veru-
leiki sem við stöndum
í saman. Sítengd.
Heilbrigðar mann-
eskjur vilja upplýs-
ingar sem hægt er að
treysta. Mikil huggun
felst því í að geta
varpað áhyggjum yfir
ástandinu á for-
ystufólk sem virðist
vita hvað það er að
gera. Við hlýðum ráð-
leggingum þess. Við
þráum yfirsýn og
andlegt jafnvægi en
erum vissulega undir
sömu lögmál seld og
allir aðrir þegar
svona hörmungar
dynja yfir. Margir
spá því að viðbrögðin
við faraldrinum og al-
þjóðlegu efnahags- og
samfélagstjóni muni
breyta hugarfari okk-
ar til framtíðar.
Mannkynið þurfi að
endurmóta menningu
sína og laga að nýjum
veruleika sem byggi á
meðvitund um ábyrgð okkar í nær-
samfélaginu. Tengsl á milli upp-
lýstra ákvarðana okkar og vel-
ferðar annarra eru sýnilegri en
fyrr. En er það nóg?
Kjarkurinn til að gera rétt
Vísindi og upplýsingagjöf hafa
öðlast nýjan sess í sviðsljósi fjöl-
miðla, en á sama tíma hafa miðl-
unarmöguleikarnir aldrei verið
jafn fjölbreyttir, ólíkir og opnir til
túlkunar. Við getum raunar hvorki
treyst því sem við sjáum, heyrum
né lesum, nema vera
stöðugt meðvituð um
heildarmyndina. Það
verður lífsnauðsyn að
temja sér vizku, innsæi
og dómgreind. Skiln-
ing. Yrði það ekki stór-
brotinn áfangi í mann-
kynssögunni ef
ávöxtur þessarar guðs-
voluðu pestar yrði
samkennd þjóða? Þótt
maður óski þess að
heimur vaxi í vizku og
náð þá er engu að
treysta. Guð gefi
manni þó æðruleysið
sem til þarf, svo sætta
megi sig við það sem
maður fær ekki breytt.
Það væri vonarrík
blessun.
Um leið verðum við
þó að biðja um kjark til
að breyta því sem við
fáum breytt í þreng-
ingunni miðri. Getum
við beðið fyrir mótefni
gegn sálfræðilegum og
félagslegum sjúkdóm-
um sem plaga þjóðir
og samfélög? Vörn
gegn afskiptaleysi,
sjálfhverfu og sjálfs-
upphafningu? Við viljum í raun
hvorki að græðgi né ótti stjórni líf-
um okkar. Við viljum elska, vona
og virða og þráum að gera það sem
er rétt. Yfirstandandi ástand hefur
sett okkur í ítrustu aðstæður, þar
sem við gerum okkur grein fyrir
því að það er í eðli okkar að líða
betur þegar við gerum það sem er
rétt. Það er falleg staðreynd.
Upprisa! – Er þetta þá komið?
Í sálrænu genamengi okkar býr
upprisutrú, vissa um að þrenging-
unum linni og að lífið verði aftur
fyrirsjáanlegt með einhverjum
hætti. Heimspekingar og hugs-
uðir keppast við að boða þá von,
rétt eins og vísindamennirnir
sem við leggjum allt traust á um
þessar mundir. Sú trú á aftur á
móti rætur sínar í heimsmynd
sem byggir á hinum kristna arfi
og boðskap. Lífið sigrar dauðann
og betri tímar eru í nánd, ef sam-
staða og ábyrgð okkar heldur í
þágu gilda sem koma fleirum til
góða en aðeins okkur sjálfum.
Upprisutrúin gegnsýrir menn-
ingu okkar með boðskapnum um
að Jesú hafi sigrað dauðann, átt
samfélag með lærisveinum sín-
um, fært þeim kjark til að lifa
samkvæmt nýjum gildum, og á
erindi inn í aðstæður okkar í dag.
Og trúin á betri heim, annað líf
og önnur gildi, staðfestir að hug-
arfarsbreytingin er ekki bara
möguleiki heldur nauðsynleg for-
senda þess að þroskast, dafna og
jafnvel blómstra á komandi tím-
um. Það er ekki bara fegurð sem
býr að baki þeirri hugsjón heldur
sannleikur sem er hvorki leynd-
armál né einkamál.
Það eru vísindi á bak við þann
veruleika að trúin breytir okkur
þegar hún er sönn þótt hún sé
leyndardómsfull í eðli sínu. En
það er ekki nóg að Kristur rísi
upp – því leyndardómurinn felst í
að vonin umbreyti lífum okkar.
Guð gefi þér rými til að um-
faðma upprisutrúna, því í henni
felst staður lífs og fyrirheiti um
að við munum taka gleði okkar í
sameiningu á ný; Guðs góða
sköpun, uppreistar manneskjur.
Kirkjan til fólksins
Kristin trú „Í sálrænu genamengi okkar býr upprisutrú, vissa um að þreng-
ingunum linni og að lífið verði aftur fyrirsjáanlegt með einhverjum hætti. “
Er þetta þá komið?
Hugvekja
Eftir Arnald Mána
Finnsson
Arnaldur Máni
Finnsson
Við munum
sem mannkyn
þurfa að endur-
móta menningu
okkar til að
laga hana að
nýjum veru-
leika sem byggir
á meðvitund
um ábyrgð okk-
ar í nærsam-
félaginu.
Höfundur er prestur á Staðastað,
Snæfellsnesi.
arnaldur.fi@kirkjan.is
Sveitarfélög landsins
hafa um langt árabil
barist fyrir því að gerð
verði breyting á lögum
um virðisaukaskatt í þá
veru að sveitarfélög fái
100% endurgreiðslu á
virðisaukaskatti vegna
fráveituframkvæmda.
Einnig hafa sveitar-
félögin óskað eftir því
að breytingin taki til
virðisaukaskatts sem
sveitarfélögin sannanlega greiddu
vegna slíkra framkvæmda eftir að
stuðningur samkvæmt lögum nr. 53/
1995 féll niður árið 2009, í tíð um-
hverfisráðherra sem þá eins og nú
kom úr röðum Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs. Stuðn-
ingurinn sem gilti þá var um 20% af
framkvæmdakostnaði sveitarfélag-
anna - ígildi afnáms virðisauka-
skatts.
Uppsöfnuð viðhaldsþörf fráveitu
sveitarfélaga var varlega áætluð 60-
100 milljarðar króna á núvirði árið
2017 af félagi ráðgjafarverkfræð-
inga og Samtökum iðnaðarins.
Virðisaukaskattur af slíkum fram-
kvæmdakostnaði er í dag um 12-20
milljarðar króna.
Aprílgabb umhverfisráðherra?
Umhverfisráðherra birti grein í
Morgunblaðinu þann 1. apríl sl.
undir yfirskriftinni „Ríkið styður
við fráveituframkvæmdir“. Þar til-
kynnti ráðherra að nú ætlaði hann
að gera gangskör í fráveitumálum
og um leið að efla atvinnulífið með
auknum framkvæmdum og hnýtti
við – „á tímum þar sem ekki væri
vanþörf á“. Upphæðin sem ráðherra
ætlar að leggja í púkkið til eflingar
og viðspyrnu atvinnulífsins er 200
milljónir króna á þessu ári. Til sam-
anburðar voru árleg framlög ríkis-
ins til fráveituframkvæmda sveitar-
félagana á árunum 1996 til 2008 að
meðaltali um 450 milljónir króna á
verðlagi dagsins í dag. Lægst voru
framlögin 250 milljónir króna og
hæst urðu þau árið 2002 – 700 millj-
ónir króna á núvirði.
Ráðherra tilkynnti einnig að unn-
ið væri að nánari útfærslu stuðn-
ingsins þó að Samband íslenskra
sveitarfélaga, fyrir hönd sveitarfé-
laga landsins, hefði ítrekað bent á
einföldustu leiðina – að afnema
virðisaukaskatt af fráveitufram-
kvæmdum. Í stað þess að fara ein-
földu leiðina situr ráðherra nú við
smíðar lagabreyt-
ingabálks með upp-
talningu á öllum þeim
gerðum fráveitufram-
kvæmda sem ekki
verða styrkveitingar-
hæfar, þar gengur
ráðherra rösklega til
verks – listinn er
langur.
Enn fremur kom
fram í tilkynningu
ráðherra að hann
myndi leggja áherslu
á að stuðningur ríkis-
ins yrði enn meiri á næstu árum.
Upphæðin þetta árið, 200 milljónir
króna, 0,2% af fjárfestingarþörfinni,
gefur ekki góð fyrirheit um fram-
haldið.
Mín von er sú að um saklaust
aprílgabb hafi verið að ræða hjá
ráðherranum geðþekka og að hann
muni leiðrétta tilkynninguna sem
fyrst. Það er aftur á móti fagnaðar-
efni ef rétt er að ráðherra sé að
komast til meðvitundar um að frá-
veitumál séu eitt mikilvægasta um-
hverfismál sveitarfélaga. Ég hvet
því umhverfisráðherra til að halda
fast í núvitund sína og feta veg
skynsamlegra lausna á nærum-
hverfisvandanum.
Umhverfismál á að nálgast á
grundvelli almannasjónarmiða um
vernd umhverfisgæða, ekki sem
uppsprettu skattstofna. Ríkið á að
hvetja sveitarfélögin til að vinna á
nærumhverfisvandanum og standa
myndarlega við bakið á þeim svo
þau geti uppfyllt lagalegar skyldur
sínar ásamt því að hvetja þau sér-
staklega til að auka hreinsun skolps
svo draga megi úr mengun vatns og
sjávar hvar nær öll okkar matvæla-
framleiðsla á sitt upphaf og endi.
Hvatinn blasir við - afnema þarf án
tafar virðisaukaskatt af öllum frá-
veituframkvæmdum sveitarfélaga.
Viðspyrna fyrir
Ísland – aprílgabb
umhverfisráðherra?
Eftir Tómas Ellert
Tómasson
»Mín von er sú að
um saklaust apríl-
gabb hafi verið að ræða
hjá ráðherranum geð-
þekka og að hann muni
leiðrétta tilkynninguna
sem fyrst.
Tómas Ellert
Tómasson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Miðflokksins í Svf. Árborg,
varaformaður bæjarráðs og
formaður eigna- og veitunefndar.
tomasellert@midflokkurinn.is
0
100
200
300
400
500
600
700
2008200720062005200420032002200120001999199819971996
Stuðningur ríkisins við fráveituframkvæmdir
sveitarfélaga árin 1996-2008
-uppfært mv. byggingarvísitölu í apríl 2020-
Árlegt framlag ríkisins 1996-2008
Meðaltal framlaga árin 1996-2008
Boðað árlegt framlag umhverfisráðherra
Allt um sjávarútveg