Morgunblaðið - 18.04.2020, Side 29

Morgunblaðið - 18.04.2020, Side 29
hans austur á Héraði og nágrann- ar tóku að koma með útvörp til hans í viðgerð. Varð hann fljótt þekktur fyrir hæfni sína í viðgerð- um. Hann aflaði sér þekkingar á radíótækni með ýmsu móti og viðaði m.a. að sér upplýsingum á erlendum mál- um. Vera má að þetta hafi eflt hann í að leita sér frekari mennt- unar. Hann tók landspróf á Eiðum en varð að gera hlé á skólagöngu um sinn vegna veikinda en dreif sig síðan í menntaskólann. Á þess- um árum var ekki sjálfgefið að nemendur ættu útvarp og ekki ónýtt að hafa aðgang að manni sem kunni að tengja í hátalara milli herbergja. Einar var bón- góður og svaraði gjarnan þegar einhver óskaði aðstoðar í tækni- málum: „Ætli sé ekki hægt að fiffa þetta.“ Af þessu orðatiltæki varð hann þekktur undir nafninu Einar fiff. Ekki minnkaði vegur hans í þeim efnum þegar hann setti á fót útvarpsstöð á vistinni þegar við vorum í 5. bekk. Sú framkvæmd mun ekki hafa valdið fögnuði hjá Ríkisútvarpinu enda löngu fyrir umræðu um samkeppni í ljós- vakamiðlun. Í samræmi við tækniáhuga Einars lágu allar raungreinar vel við honum enda lauk hann há- skólanámi í þeim og varð kennsla í eðlisfræði við Tækniskólann ævi- starf hans. Þar kom jafnlyndi hans og geðprýði ásamt fræðilegri og verklegri þekkingu að góðum notum og þótti hann sérlega lunk- inn í að skýra flóknustu hluti fyrir nemendum sínum. Eins og gjarnan verður þegar lífsbaráttan og stofnun fjölskyldu tekur við af skólaárunum þá fækkaði okkar fundum næstu ára- tugina. Hittumst þó öðru hvoru á förnum vegi og spjölluðum en þegar leið að 50 ára stúdentsaf- mælinu hafði hann samband og vildi koma og gleðjast með okkur. Varð hann samferða nokkrum bekkjarfélögum norður og átti með okkur góðar og glaðar stundir. Í framhaldi þessa bauð hann nokkrum okkar sumarið eft- ir í sumarbústað sem hann hafði eignast uppi á Hólmsheiði. Þar átti hann gott athvarf við ýmiss konar bras og „fiff“. Við í árganginum sendum Sop- hie, konu hans, og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Haraldur Finnsson. Fyrstu kynni mín af Einari Kristinssyni tókust um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar er hann sótti tíma í eðlisfræði með okkur verkfræðinemum. Síðar lágu leiðir okkar saman í Tækni- skóla Íslands um miðjan áttunda áratuginn þegar sá sem þetta rit- ar var að hefja starfsferil þar, en Einar hafði kennt við þá stofnun frá 1966. Samstarf okkar í Tækni- skóla Íslands, síðar Tækniháskóla Íslands, stóð fram yfir aldamót en Einar lét af störfum vegna aldurs árið 2005 um það leyti sem Tækniháskóli Íslands rann saman við Háskólann í Reykjavík. Einar kenndi alla tíð eðlisfræði og tók á því viðfangsefni þannig að honum tókst að útskýra fræðin á einfaldan og aðgengilegan hátt, sem hentaði vel þeim nemendum sem voru, margir hverjir, orðnir vel fullorðnir, að búa sig undir nám á háskólastigi. Á starfsferl- inum samdi Einar mikið af kennsluefni á flestum sviðum eðl- isfræðinnar og má þar einkum nefna aflfræði og rafmagnsfræði. Einnig útbjó hann mikið af þeim tækjum sem nota þurfti við verk- lega kennslu í greininni, enda ekki hlaupið að því á þeim árum að fá heimildir til kaupa á þess háttar búnaði. Við allt þetta nýttist fræðileg þekking og hagsýni ásamt lagni við að útbúa þau tæki og aðstöðu sem til þurfti. Fyrir hönd samstarfsfólks Ein- ars við Tækniskóla Íslands sendi ég aðstandendum Einars innileg- ustu samúðarkveðjur. Framlag hans til þess starfs sem þar var unnið verður seint fullþakkað. Guðbrandur Steinþórsson MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Einstaka sinnum á lífsleiðinni hitt- um við fyrir fólk sem með at- höfnum og góðmennsku hefur djúpstæð áhrif á líf manns. Tryggvi Páll, tengdafaðir minn, hafði þau áhrif á líf mitt. Hann tók mér ekki aðeins með opn- um örmum inn í fjölskylduna sína heldur varð hann sam- starfsmaður og viðskiptafélagi minn í rétt tæpa þrjá áratugi. Betri félaga og traustari er ekki hægt að hugsa sér. Hann hafði ávallt heiðarleika að leið- arljósi í öllum verkefnum og hún er ómæld vitneskjan sem hann hefur komið áfram til mín og annarra samstarfsmanna sinna. Tryggvi hafði óslökkvandi þorsta fyrir myndlist og drif- kraftur hans ýtti fjölmörgum hugmyndum og nýjungum úr vör. Hann hætti aldrei að hugsa um hag fyrirtækisins sem hann byggði upp og sinnti starfi sínu allt fram til síðasta dags. Ef það var eitthvað sem Tryggvi hugsaði meira um þá var það fjölskyldan, sem hann hélt vel utan um, og ferðalög. Víðförlari mann er erfitt að finna, hvort sem litið er á ferðalög hans erlendis eða inn- anlands. Í samtölum sínum við samferðarmenn sína átti hann til að kippa upp landakortinu og skoða sveitir viðmælenda sinna. Flest fjöll og dali þekkti hann, sem oft hefur komið sér vel þegar landslagsmálverkin rötuðu inn á borð hans. Hann gerði sér far um að fara sem víðast og sjá sem mest og mér skilst að hann hafi aðeins átt eftir að keyra einn eða tvo vegaslóða í dreifbýli á landinu öllu. Tryggvi miðlaði ekki aðeins af visku sinni um landið og myndlistina. Hann var einkar handlaginn maður og byggði sér hús í Kópavoginum og smíðaði allar innréttingar þar inn. Þegar við fluttum fyrir- tækið okkar upp á Rauðarár- stíg smíðuðum við allar innrétt- ingar sjálfir og þá kenndi hann mér að smíða. Þessar smíðar leiddu síðar til þess að við sett- um á fót innrömmunarverk- stæði og það, eins og annað sem hann kom að, óx og dafn- aði. Tryggvi Palli var líka grall- ari og hafði gaman af því að gera grín í fólki. Grínið var þó alltaf góðlátlegt því ekki var að finna illan þráð í honum og þannig vil ég minnast hans um alla tíð. Góður, heiðarlegur og dug- legur maður sem bar ávallt hag annarra fyrir brjósti. Hvíl í friði, minn kæri félagi. Jóhann Ágúst Hansen. Tryggvi Páll Friðriksson ✝ Tryggvi PállFriðriksson fæddist 13. mars 1945. Hann lést 7. apríl 2020. Kistulagning fór fram 16. apríl, út- för verður auglýst síðar þegar að- stæður leyfa. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund. Tryggvi Páll var fæddur foringi og sýndi það í verki sem for- maður einnar öfl- ugustu hjálpar- sveitar landsins. Í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar urðu nokkur kynslóðaskipti í hjálparsveitunum, ungt fólk hópaðist í hjálparsveitir og flest með traustan bakgrunn í skátastarfi. Tryggvi var aðal- hvatamaður að stofnun Lands- sambands hjálparsveita skáta og veitti því forystu. Hann hafði einstakt lag á að fá til samstarfs gott og drífandi fólk og átti sinn þátt í að gera sveit- irnar að því mikla afli sem þær eru nú. Tryggvi hafði skýra framtíðarsýn og vann á sinn hógværa hátt að þeim háleitu markmiðum að koma á heildar- skipulagi björgunarmála og að samræma stjórnun leitar og björgunar í landinu. Eins ótrú- legt og það nú er, var við ramman reip að draga og ekki auðvelt að hrófla við stöðnuðu kerfi smákónga sem sumir sátu fast á sínu. En Tryggvi hafði þrautseigju sem til þurfti þótt það tæki áratugi að ná settu marki. Það var stór áfangi þeg- ar skrifað var undir samkomu- lag um stjórnun leitaraðgerða þar sem landinu var skipt upp í svæði og skipaðar leitarstjórnir heimasveita og landsstjórn þeg- ar leitaraðgerðir tóku til margra svæða í senn. Tryggvi var hugsuðurinn á bak við þetta þótt margir góðir menn kæmu að starfi með honum. Svo var með fjölmörg framfara- mál hjá samtökunum. Það var einnig stór áfangi þegar haldið var heillar viku námskeið í stjórnun leitaraðgerða með er- lendum leiðbeinendum og þátt- takendum lykilmanna langt út fyrir raðir hjálparsveita. Tryggvi beitti sér fyrir stofnun nýrra sveita, stofnun Björgun- arskóla LHS, kom á fjallamara- þoni og snjóbílavæðingu, virkj- aði radíóhóp sem kom á nýjungum í fjarskiptamálum, t.d. með endurvörpum sem fleiri en björgunarsveitir gátu nýtt, kom á nýjungum í fjáröfl- unum og var óþreytandi að leiða saman forystumenn hjálp- arsamtaka sem að lokum leiddi til sameiningar allra björgunar- aðila í nýjum og öflugum sam- tökum. Ég þykist vita að ekki sé hallað á nokkurn af fjöl- mörgu samstarfsfólki Tryggva þegar fullyrt er að hann hafi átt allar veigamestu hugmynd- irnar og verið kletturinn í framkvæmd þeirra. Hjálpar- sveitarmenn af eldri kynslóð minnast Tryggva Páls með hlýjum huga og þökk fyrir gef- andi samstarf og drengskap um áratugi. Skólasystur minni El- ínbjörtu og börnum þeirra Tryggva Páls sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Bjarni Axelsson. „Tíminn líður hratt og menn- irnir með.“ Það var fyrir um aldarfjórðungi sem undirritað- ur kom sem snöggvast inn í Fold sem þá var til húsa í Aust- urstræti 3. Á vaktinni voru þau heiðurshjónin Tryggvi Páll og Elínbjört, heimsóknin var stutt í það sinn en fræðandi og skemmtileg. Nokkru síðar flutti fyrirtækið á Rauðarárstíg 14 í rúmgott húsnæði sem bauð upp á mikið sýningarpláss. Kynni af þeim hjónum urðu nokkur eftir því sem árin liðu. Það var mikil upplifun að koma inn, virða fyr- ir sér listaverkin á veggjunum, sem þar voru til sýnis. Tryggvi sat oft inni á skrif- stofu sinni, hélt vel um alla tauma og gaf góðar leiðbeiningar til starfsfólks. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja á móti Tryggva, ræða um menn og málefni og þiggja góð ráð og ábendingar. Oft bar málefni dagsins í myndlist á góma en þar var Tryggvi á heimavelli enda velkunnugur mörgum listamönnum, landi og þjóð. Eitt sinn bauð Tryggvi í bíltúr um nágrenni Reykjavík- ur, lýsti hann umhverfi og stað- háttum af mikilli nákvæmni, enda var hann öllum hnútum kunnugur frá fyrri tíð í leit- arstarfi. Eftir því sem árin liðu vandi ég komur mínar oft í Fold, stundum bara til að spjalla við Tryggva. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá og endalausar áskoranir frá lista- gyðjunni. Undirritaður minnist Tryggva Páls með vegsemd og virðingu og með þakklæti fyrir margar liðnar stundir sem ekki verða tíundaðar í þessum stuttu minningarorðum. Ekkju hans Elínbjörtu, börnum, barnabörnum og tengdabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Bragi Guðlaugsson. Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Deildartungu, Birkigrund 63, lést á Hrafnistu við Sléttuveg aðfaranótt mánudagsins 13. apríl. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey, en minningarathöfn verður haldin síðar. Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir Guðrún Hrönn Jónsdóttir Birna S. Jónsdóttir barnabarnabörn Ragnheiður Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinkona, ARNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR, lést mánudaginn 6. apríl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður R. Sigurþórsdóttir Sigurður Ólafsson Guðbjörg Ósk Sigurþórsdóttir barnabörn Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk annan páskadag, 13. apríl. Bragi Hannesson Ragnheiður Bragadóttir Bjarni Kristjánsson Ásdís Bragadóttir Grétar Halldórsson Bryndís Bragadóttir Ólafur Hallgrímsson Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI B. GUÐMUNDSSON járnsmiður og slökkviliðsmaður, til heimils á Suðurlandsbraut 58, lést þriðjudaginn 14. apríl á Vífilsstöðum. Útförin fer fram í kyrrþey. Starfsfólki Fríðuhúss þökkum við sérstaklega hlýju og alúð við umönnun hans síðustu ár. Einnig þökkum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir góða umönnun síðustu vikurnar í lífi hans. Agnes Kjartansdóttir Dadda Guðrún Ingvadóttir Sveinn Óskarsson Benedikt Ingvason Áshildur Jónsdóttir Sigrún Björg Ingvadóttir Halldór Þórvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR KOLBEINSDÓTTIR frá Stóra-Ási, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 11. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey mánudaginn 20. apríl vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Minningarathöfn verður haldin síðar. Guðrún Helga Andrésdóttir Gunnar Emilsson Heiðveig Andrésdóttir Pétur H. Guðmundsson Kristján Andrésson Rósa Marinósdóttir Kolbeinn Andrésson Snjólaug Arnardóttir Hallveig Andrésdóttir Einar Sigurmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.