Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 22

Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 22
Helgi Björnsson söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í þáttunum Heima með Helga, en í kvöld hefjast þættirnir Það er komin Helgi með örlitlum áherslubreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég er nú bara rétt að byrja,“ segir tónlistar­maðurinn Helgi Björns­son aðspu rðu r u m hvort hann sé nú ekki að fara að hægja á sér. Helgi hefur, sem oft áður, í nógu að snúast, en um helgina verða frum­ sýndar tvær þáttaraðir sem hann fer með hlutverk í, auk þess sem hann ásamt félögum sínum stofn­ aði nýlega Félag sjálfstætt starfandi tónlistarmanna. „Þegar maður er orðinn rúmlega sextugur þarf að skipuleggja sig betur, skipuleggja orkuna betur,“ segir Helgi. „Maður er kannski ekki jafn mikið að spreða orkunni í eitt­ hvað sem maður var til í áður. Það er aðeins minni gelgja í manni. Maður á samt nóg inni!“ Gjafakörfur á tröppunum Þegar kófið lagðist yfir þjóðina með tilheyrandi samkomubönnum tók Helgi upp á því að bjóða lands­ mönnum á tónleika í heimahúsi í þáttunum Heima með Helga. Íslendingar létu ekki segja sér það tvisvar og þættirnir fengu met­ áhorf. „Auðvitað átti ég von á því að þetta fengi eitthvað áhorf í ljósi aðstæðna, en kannski ekki að það yrðu svona margir að horfa.“ Hug­ myndin að þáttunum kom til þegar faraldurinn skall á Ítalíu, en Helgi og fjölskylda bjuggu þar skömmu fyrir aldamótin. „Við eigum stóran og góðan vina­ hóp þarna úti, svo við fylgdumst grannt með hvernig hlutirnir voru að þróast þar og hvernig fólk brást við þessum aðstæðum,“ segir Helgi. „Það var óneitanlega kveikjan að þáttunum, en þegar við sáum í hvað stefndi á Íslandi þurftum við að gera eitthvað fljótt.“ Stórskotalið íslenskra tónlistar­ manna mætti til að syngja með Helga í stofunni, en meðal gesta voru Björn Jörundur, KK og Salka Sól. „Það var aldrei neitt mál að fá fólk til að koma í þáttinn. Kannski ekki furða í ljósi þess að flestir voru í hálfgerðu straffi og höfðu lítið að gera. Flestir tóku tækifærinu fagn­ andi.“ Viðtökur landsmanna fólust þó ekki einungis í miklu áhorfi, en Helgi lýsir því hvernig viðbrögð fólks úti á götu hafi verið. „Þetta var alveg hreint ótrúlegt. Fólk kom til okkar og þakkaði fyrir að við hefðum haldið sér á lífi og jafnvel bjargað þjóðinni. Þetta var meira að segja orðið þannig að við fund­ um gjafir á tröppunum fyrir utan hjá okkur. Körfur með alls konar fíneríi, kökur og fleira til. Þetta var fallegt og hjartahlýjandi, og maður fór eiginlega bara hjá sér.“ Íslenski fjársjóðurinn Auk tónlistaratriðanna var fastur dagskrárliður ljóðalestur Vilborgar Halldórsdóttur, leikkonu og eigin­ konu Helga. „Við spurðum okkur hvernig við myndum hafa þetta heima hjá okkur,“ segir Helgi. „Þegar faraldurinn fór af stað voru samin ýmis ljóð sem áttu upp­ sprettu sína í faraldrinum og á sam­ félagsmiðlum birtust ýmis ljóð sem töluðu beint inn í ástandið. Við vild­ um líka gefa þessu ákveðna kjöl­ festu – sýna að við værum öll í þessu saman með því að sækja í þennan sameiginlega tónlistararf. Það sést í svona ástandi hvað fólk leitar mikið í þennan íslenska fjársjóð af lögum og textum sem við eigum, sem er svo sameinandi fyrir þjóðina. Þessi kvöldvökustemmning.“ Í kvöld hefja svo göngu sína þættirnir Það er komin Helgi sem eru beint framhald af Heima með Helga. Þrátt fyrir að þeir séu teknir upp í myndveri segir Helgi að það sé mikilvægt að halda heimilislegri stemmningu. „Hitt spratt eiginlega bara upp úr ástandinu, en þegar við vildum halda áfram þá ákváðum við að gera smá áherslubreytingar. Við gátum heldur ekki lagt það á heimilið að vera alltaf heima,“ segir hann og hlær. „Við breytum vissulega leik­ myndinni og forminu aðeins – en samt ekki. Hljómsveitin verður áfram á sínum stað að leika af fingrum fram og svo koma gestir í heimsókn til að sprella með okkur. Það eru ýmsir möguleikar sem við eigum eftir að skoða betur þegar fram líða stundir. Það verða einhverjar nýjungar, og einhver skemmtilegheit sem voru ekki í hinum þáttunum. Mjög svipað allt saman, en eitt skref upp á við.“ Ekki tókst að veiða upp úr Helga hvaða gestum má búast við í þætt­ inum, en hann segir dulúðina hluta af sjarmanum. „Við ætlum nú bara að leyfa þessu að koma í ljós. Það er svo gaman að hafa hlutina óvænta. Við heyrðum til dæmis að fólk hefði verið með getraunir og verðlaun í kringum það hverjir yrðu gestir hvaða kvöld, sem er náttúrlega frá­ bær stemmning. Við höldum bara áfram að hafa þetta hulið.“ Hverfum aftur í kvöldvökurnar Helgi Björnsson hefur í nógu að snúast. Hann tekur þátt í tveimur sjónvarpsþáttum sem eru frumsýndir um helgina, sinnir formennsku í félagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og stefnir á veitingarekstur á Hótel Borg. Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas@frettabladid.is MAÐUR ER KANNSKI EKKI JAFN MIKIÐ AÐ SPREÐA ORKUNNI Í EITTHVAÐ SEM MAÐUR VAR TIL Í ÁÐUR. ÞAÐ ER AÐEINS MINNI GELGJA Í MANNI. MAÐUR Á SAMT NÓG INNI! Framhald á síðu 24  1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.