Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.09.2020, Qupperneq 28
Selshamurinn er f jórða stuttmyndin sem ég sýni á RIFF en þar sem ég hef verið búsett erlendis hef ég hingað til ekki getað tekið mikinn þátt í fyrri hátíð- um, það er því virkilega gaman að vera á landinu í ár,“ segir Ugla sem býr í New York en hefur dvalið hér undanfarna mánuði vegna COVID faraldursins. „Síðustu ár hef ég verið að starfa við sjónvarpsleikstjórn bæði hér á landi og erlendis,“ segir Ugla sem leikstýrði nýlegast þremur þáttum af sjónvarpsþáttaröðinni Hanna sem kom út á Amazon Prime í sumar. „Það er meiriháttar að fá tæki- færi til að leikstýra sjónvarpsseríu af þessari stærðargráðu, en núna hlakka ég til að sýna Selshaminn enda önnur tilfinning að sýna eitt- hvað sem kemur frá eigin hjarta.“ Komin eru tvö ár frá því myndin var tekin upp og því mikil eftir- vænting hjá leikstjóranum að fá loks að frumsýna eftir samkomu- takmarkanir undanfarinna miss- era. „Sýningin á RIFF verður fyrsta tækifæri okkar til að sjá myndina á hvíta tjaldinu með áhorfendum og ég hlakka mikið til að fagna loks með samstarfsfólki mínu.“ Samruni þjóðsögu og veruleika Ugla segir myndina innblásna af þjóðsögunni Selshamurinn úr safni Jóns Árnasonar. „Ég hafði verið að lesa þjóðsögurnar og einhvern veginn leitaði þessi saga á mig og úr varð handrit. Í myndinni rennur þjóðsagan saman við veruleika ungrar stúlku og er því myndin í senn ljóðræn og draumkennd.“ Ninna tók í fyrsta skipti þátt í RIFF á síðasta ári og vann þá til verðlauna fyrir bestu íslensku stutt- myndina með mynd sína, Paperboy. „Það er auðvitað mikill heiður að vinna til verðlauna en fyrir mér var einfaldlega stór sigur unninn að fá að sýna mynd á RIFF. Ég man eftir að hafa farið á hátíðina þegar ég var tvítug og enn í kvikmyndafræði í háskólanum og hugsa með mér að vonandi myndi ég einn daginn sýna mynd þar. Þess vegna var það svo súrrealískt að fá að frumsýna myndina mína á einmitt þessari hátíð sem ég hélt svo mikið upp á. Það er afar sérstök til- finning að sitja í sal fullum af áhorf- endum og horfa á sína eigin mynd með þeim á stóru tjaldi. Það að sitja þarna og upplifa orkuna er mikil- vægur partur af því að leikstýra. Og það er ekki auðvelt. Síðan er dásam- legt að fá loks að fagna sýningu með teyminu á bak við myndina.“ Stuttmynd Ninnu sem frumsýnd verður á RIFF heitir Allir hundar deyja og var útskriftarverkefni hennar í meistaranámi í leikstjórn og handritaskrifum frá NYU Tisch listaháskólanum á síðasta ári. „Allir hundar deyja fjallar um aldraðan bónda og hundinn hans, sem heyja einvígi við dauðann. Baráttan flæk- ist þegar barnabarn bóndans reynir að opna á tilfinningalíf afa síns.“ Vídeóleigur og bókasöfn Aðspurðar hvort stefnan hafi alltaf verið tekin á kvikmyndabransann svarar Ninna: „Ég er frá Akureyri og bjó við hlið- ina á vídeóleigu hverfisins. Pabbi er svo mikill bíónöttari að hann leyfði mér að leigja spólur nánast hvenær sem var þegar ég var krakki. Ég fór því að horfa á alls konar kvikmynd- ir og ég held að leiðin hafi verið nokkurn veginn ákveðin þegar ég var komin í menntaskóla.“ Ugla hefur ekki langt að sækja fyrirmyndirnar, hún er alin upp í kringum leikhúsin en móðir henn- ar, Pálína Jónsdóttir, hefur starfað bæði sem leikkona og leikstjóri. „Ég var mikið í kringum listafólk þegar ég var lítil og byrjaði snemma að fikra mig áfram með skrifum og myndlist. Mamma kom oft heim með „art-house“ spólur frá bóka- safninu og ég eyddi miklum tíma í að skoða þessar forvitnilegu bíó- myndir sem kveiktu áhuga minn á kvikmyndagerð og byrjuðu lík- legast að móta mig í þann leikstjóra sem ég er í dag.“ Ninna samsinnir því að það að vera mikið í kringum listafólk hafi haft mótandi áhrif á hana, en sjálf var hún meira í kringum tónlistar- senuna en faðir hennar er tónlistar- maður. „Það hefur vissulega áhrif að vera í kringum einhvers konar list þegar maður elst upp. Maður byrjar að tjá sig með einhverjum hætti í gegnum hana“. Hún ólst upp úti á landi og var mikið í sveit og finnst tónlistin jafnt sem náttúran sinn helsti innblástur. Skapa sín eigin tækifæri Þær eru sammála um að það þurfi að hafa virkilega fyrir hlutunum til að komast áfram í kvikmynda- bransanum. „Það kemur ekkert til manns nema maður hafi fyrir því, en það er svo sem eins og með allt annað. Maður verður bæði að skapa sín eigin tækifæri og vera líka duglegur að grípa þau þegar þau koma upp, vera svolítill já-ari,“ segir Ninna. „Stuttmyndir eru lykillinn að því að geta starfað sem atvinnu- leikstjóri og frábær leikvöllur til að prufa sig áfram. Við erum heppin að vera með Kvikmyndamiðstöð hér á Íslandi sem er tilbúin til að styðja unga höfunda við að taka sín fyrstu skref. Það er ómetanlegt og ekki sjálfgefið,“ segir Ugla. „Stuttmyndir eru tækifæri til að viðra rödd sína en líka til að prófa hana, enda töluvert minni pressa á þeim en kvikmyndum í fullri lengd. Með því að fara í kvikmyndanám fær maður öruggan samastað til að prófa sig áfram og jafnvel mistak- ast,“ segir Ninna. Ugla komst á skrá hjá umboðs- skrifstofu í Los Angeles í kjölfar vel- gengni stuttmyndarinnar How Far She Went sem var útskriftarmynd hennar úr Columbia-háskólanum. Stuttu seinna bauð Baltasar Korm- ákur henni að leikstýra tveimur þáttum af Ófærð. „Það eru ekki allir sem fá svona flott tækifæri strax við útskrift og er ég ævinlega þakklát fyrir það. Ég fékk að taka mín fyrstu skref hér heima í öruggu umhverfi og við það opnaðist allt erlendis,“ segir Ugla sem mun næst leikstýra tveimur þáttum af Amazon sjónvarpsserí- unni The Power. Allt fer eins og það á að fara Báðar segjast þær vera að þróa hand- rit að kvikmyndum í fullri lengd en að það ferli taki langan tíma. Ninna segist hafa verið með ákveðnar hugmyndir um fram- tíðarferil sinn þegar hún hóf námið í kvikmyndagerð. „Maður var með stóra drauma og væntingar. Svo fer ekki allt nákvæmlega eins og maður hélt að það myndi fara – en þó nákvæmlega eins og það á að fara. Svo maður verður svolítið að treysta ferlinu og trúa því að ef maður er alltaf að gera og skapa þá gangi hlutirnir upp.“ Talið berst að kynjahlutföllum í geiranum og þeirri staðreynd að í fyrsta sinn séu konur í meirihluta leikstjóra á RIFF. „Staðan er mikið betri en hún var. Þegar ég til að mynda byrjaði í mínu námi var staðan ekki svo góð á kvikmynda-vinnumarkaðnum þó svo að hlutfall kynjanna sé jafnt í helstu skólum og hátíðum,“ segir Ninna. „En mér finnst þó komin mikil hreyfing á þessi mál og brans- inn er að vakna og opnast. Það er mikið af f lottum kvenleikstjórum þó ég sé ekki harla hrifin af þessu kvenforskeyti. Vonandi komumst við á stað þar sem kynjaf lokkar og forskeytin heyra sögunni til og hæfni og hæfileikar eru í fyrsta sæti. Fjölbreyttar raddir eru nefnilega það sem gerir list svo spennandi og lifandi.“ VONANDI KOMUMST VIÐ Á STAÐ ÞAR SEM KYNJA- FLOKKAR OG FORSKEYTIN HEYRA SÖGUNNI TIL OG HÆFNI OG HÆFILEIKAR ERU Í FYRSTA SÆTI. Ninna Þær Ugla og Ninna fengu ungar að aldri áhuga á kvikmyndagerð og leikstjórn og luku báðar háskólanámi í faginu í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Vilja kynjaflokka og forskeyti burt Þær Ugla Hauksdóttir og Ninna Pálmadóttir frumsýna báðar stuttmyndir á kvikmyndahátíðinni RIFF en í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar eru kvenleikstjórar í meirihluta þeirra sem sýna. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.