Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 64

Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 64
Kryddaðu síkólnandi tilveruna með heitum og krydduðum vínum. Í sífellt lengra skammdegi og yfirgangandi haustlægðum er tilvalið að koma smá hita í kroppinn með því að sötra góm- sætt, kryddað vín, í ullarsokkum undir mjúku flókateppi. Það skemmir svo alls ekki fyrir að það flökti kertaljós í seilingarfjarlægð og að eitthvað skemmtilegt sé í viðtækinu. 1 flaska rauðvín (750-ml) 1 appelsína skorin í sneiðar 6 negulnaglar heilir 3 kanilstangir 3 stjörnuanís 3 og ½ matskeiðar hunang 1 dl brandí Þrúgur eins og malbec, merlot eða cabernet sauvignon virka til dæmis vel. Blandið saman öllum innihaldsefnum í miðlungs pott og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla á lágum hita í um tíu mínútur. Ef ekki er til brandí er vel hægt að skipta því út fyrir viskí- lögg eða einfaldlega sleppa því. Fallegt er að bera drykkinn fram í glermáli með haldi eða í dökkum leirbolla. Þá er tilvalið að skreyta drykkinn með appelsínusneið og broti af kanilstöng. Kryddaðar haustlægðir 8 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNJÓTUM Í VETUR Líttu upp í næturhiminninn í vetur og fræðstu um himintumglin. MYND/GETTY Geimurinn er óravíður og himintunglin eru óteljandi og frá Jörðu má sjá með berum augum um 5.000 hnetti. Veturinn á Íslandi er í lengra lagi, miðað við aðra staði á jörðinni. Í stað þess að örvænta er um að gera að fagna því með því að kynna sér stjörnurnar og stjörnumerkin. Þegar himinninn er heiður er fátt skemmtilegra en að taka smá rúnt á stað þar sem borgarljósin trufla ekki um of og horfa til himins. Ýmis áhugaverð stjörnukort fást fyrir snjallsíma sem sýna nöfn stjarnanna og stjörnumerkin sem þau mynda. Þar má nefna Star Chart, Star Walk 2 og Star Lite. Þá er tilvalið að fylgjast með Stjörnu- fræðivefnum á Facebook til að fá nýjustu geimfréttir. Sumt má sjá frá Jörðu eins og loftsteinadrífuna Geminíta sem á sér stað ár hvert á milli 7. desember og 17. desember. Þegar best lætur sjást oft um eitt til tvö stjörnuhröp á mínútu. Horfðu til himins í allan vetur Haustið er yndislegt og ljóðrænt. Á svölum haustdögum er notalegt að hafa gott eyrna-konfekt tiltækt, hvort sem ekið er um þjóðveginn, rölt um skógarstíga eða bara kósí við kertaljós. Hér er listi yfir 10 bestu haustlögin að mati Billboard: n Autumn in New York með Ellu Fitzgerald og Louis Armstrong sendir hlustendur í rómantíska síðdegisgöngu í haustlitum Central Park. n Wake me up when September ends með Green Day felur í sér í sér þrá eftir að september komi og fari f ljótt. n Pale September með Fionu Apple er um haustdaga sem falla að eins og mjúk bómull. n Autumn Sweater með Yo La Tengo kallar á kósí dag í uppá- halds haustpeysunni. n Gone till November með Wyclef Jean á við allt árið en er skyldu- hlustun í nóvember. n Autumn Almanac með The Kinks er um allt sem haustunn- endur hlakka til: góðan mat, góða vini og fótbolta. n Harvest Moon með Neil Young þykir hið fullkomna lag um skær a uppskerumána haustsins. n Leaves that are green með Simon & Garfunkel er um græn lauf sem verða brún. n Dead leaves and the dirty ground með The White Stripes fjallar um að sparka í dauð lauf undir fótum sér. n November Rain með Guns N‘ Roses sem þorðu að syngja ekki um bara haustlauf heldur regn. Bestu haustlögin Fljótandi laugar í fallegri austfirskri náttúru vok-baths.is KOMDU Í HELGARFERÐ AUSTUR MEÐ MAKANUM, VINUNUM EÐA STARFSHÓPNUM Vök baths býður einnig upp á frábæran veitingastað og fundaraðstöðu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.