Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 65

Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 65
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Skjaldborg - Hátíð íslenskra heimildamynda, fer loksins fram um helgina eftir að hafa verið frestað tvisvar í ár. Venjan er að halda hátíðina á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, en vegna COVID var búið að fresta hátíðinni fram að verslunarmannahelgi. Hertar sóttvarnareglur sem tóku gildi fyrir verslunarmannahelgi urðu svo til þess að aflýsa þurfti hátíðinni í annað sinn með dags fyrirvara. En nú er komið að því að unnendur heimildamynda geti notið dagskrárinnar sem skipu- leggjendur Skjalborgarhátíðar- innar hafa staðið í ströngu við að undirbúa. „Eftir að hafa þurft að aflýsa hátíðinni tvisvar var ekkert annað í stöðunni en að reyna að keyra hana í Reykjavík. Þá var tilvalið að ganga í hjónaband með Bíó Paradís, en þau hafa unnið vel að framgangi íslenskra heimilda- mynda ásamt okkur,“ segir Karna Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Skjaldborg. Hátíðin var sett í gær en hún stendur yfir alla helgina í Bíó Para- dís. Skjaldborg er opnunarhátíð kvikmyndahússins, sem hefur verið lokað í fimm mánuði. „Allur þunginn í ár er á heim- ildamyndadagskránni. Við leggjum áherslu á að frumsýna myndirnar og halda fallega utan um þau augnablik, auk þess að kynna verk í vinnslu sem er mikil- vægur hluti af hátíðinni,“ segir Karna. Hún segir að vegna sóttvarna- ráðstafana sé hátíðinni í ár sniðinn mjög þröngur stakkur, sem þrengist með hverjum degi. Skipuleggjendur taka því ekki neina áhættu og vilja passa öryggi gestanna, svo klassísk hliðar- dagskrá eins og fiskiveislan og limbókeppnin verða að bíða betri tíma. Hún lofar þó að Skjaldborg með öllum sínum hefðbundnu viðburðum komi sterk aftur á Pat- reksfjörð að ári. Heiðursgestur Skjaldborgar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hrafnhildur hefur lengi unnið að heimildamyndum og var um árabil kvikmyndatökustjóri en undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda sem leikstjóri og framleiðandi. Á hátíð- inni verða sýndar þrjár myndir eftir hana auk þess sem hún verður með masterclass á morgun. „Heimildamyndadagskráin í ár er mjög fjölbreytt en við höfum aldrei fengið jafnmargar umsóknir um þátttöku. Við finnum fyrir mikilli grósku í faginu,“ segir Karna. „Þetta eru myndir frá fólki sem er að taka sín fyrstu skref í heim- ildamyndagerð upp í reynda leik- stjóra. Við munum meðal annars sýna fyrstu og einu mynd Jóhanns Jóhannssonar, First and Last Men. Þetta er kokteill af allavega við- fangsefnum og sjónarhornum. Þannig er Skjaldborg. Við erum hörð á því að Skjaldborgarandinn fylgi okkur niður á Hverfisgötu.“ Það er ljóst að í Bíó Paradís verður veisla heimildamynda alla helgina fram á sunnudagskvöld. Karna hvetur gesti til að tryggja sér miða tímanlega, vanda sig vel í að halda fjarlægðarmörkum, fylgja sóttvarnaviðmiðum og njóta þess að fara í bíó. Skjaldborg í hjónaband með Bíó Paradís Skjaldborgarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helg- ina. Hátíðin er haldin í Reykjavík í fyrsta sinn, en hún er uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og þar er sér- hæfingin að frumsýna nýjar, íslenskar heimildamyndir. Á Skjaldborg er lögð áhersla á að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Brugðið er út af vananum og fer Skjaldborgarhátíðin fram í Reykjavík í ár. Stilla úr myndinni Góði hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur sem sýnd verður á hátíðinni. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins, arnarm@frettabladid.is Sími: 550 5652 JÓLAHLAÐBORÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um jólahlaðborð kemur út 7. október nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 7. október FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.