Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 65

Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 65
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Skjaldborg - Hátíð íslenskra heimildamynda, fer loksins fram um helgina eftir að hafa verið frestað tvisvar í ár. Venjan er að halda hátíðina á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina, en vegna COVID var búið að fresta hátíðinni fram að verslunarmannahelgi. Hertar sóttvarnareglur sem tóku gildi fyrir verslunarmannahelgi urðu svo til þess að aflýsa þurfti hátíðinni í annað sinn með dags fyrirvara. En nú er komið að því að unnendur heimildamynda geti notið dagskrárinnar sem skipu- leggjendur Skjalborgarhátíðar- innar hafa staðið í ströngu við að undirbúa. „Eftir að hafa þurft að aflýsa hátíðinni tvisvar var ekkert annað í stöðunni en að reyna að keyra hana í Reykjavík. Þá var tilvalið að ganga í hjónaband með Bíó Paradís, en þau hafa unnið vel að framgangi íslenskra heimilda- mynda ásamt okkur,“ segir Karna Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Skjaldborg. Hátíðin var sett í gær en hún stendur yfir alla helgina í Bíó Para- dís. Skjaldborg er opnunarhátíð kvikmyndahússins, sem hefur verið lokað í fimm mánuði. „Allur þunginn í ár er á heim- ildamyndadagskránni. Við leggjum áherslu á að frumsýna myndirnar og halda fallega utan um þau augnablik, auk þess að kynna verk í vinnslu sem er mikil- vægur hluti af hátíðinni,“ segir Karna. Hún segir að vegna sóttvarna- ráðstafana sé hátíðinni í ár sniðinn mjög þröngur stakkur, sem þrengist með hverjum degi. Skipuleggjendur taka því ekki neina áhættu og vilja passa öryggi gestanna, svo klassísk hliðar- dagskrá eins og fiskiveislan og limbókeppnin verða að bíða betri tíma. Hún lofar þó að Skjaldborg með öllum sínum hefðbundnu viðburðum komi sterk aftur á Pat- reksfjörð að ári. Heiðursgestur Skjaldborgar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hrafnhildur hefur lengi unnið að heimildamyndum og var um árabil kvikmyndatökustjóri en undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda sem leikstjóri og framleiðandi. Á hátíð- inni verða sýndar þrjár myndir eftir hana auk þess sem hún verður með masterclass á morgun. „Heimildamyndadagskráin í ár er mjög fjölbreytt en við höfum aldrei fengið jafnmargar umsóknir um þátttöku. Við finnum fyrir mikilli grósku í faginu,“ segir Karna. „Þetta eru myndir frá fólki sem er að taka sín fyrstu skref í heim- ildamyndagerð upp í reynda leik- stjóra. Við munum meðal annars sýna fyrstu og einu mynd Jóhanns Jóhannssonar, First and Last Men. Þetta er kokteill af allavega við- fangsefnum og sjónarhornum. Þannig er Skjaldborg. Við erum hörð á því að Skjaldborgarandinn fylgi okkur niður á Hverfisgötu.“ Það er ljóst að í Bíó Paradís verður veisla heimildamynda alla helgina fram á sunnudagskvöld. Karna hvetur gesti til að tryggja sér miða tímanlega, vanda sig vel í að halda fjarlægðarmörkum, fylgja sóttvarnaviðmiðum og njóta þess að fara í bíó. Skjaldborg í hjónaband með Bíó Paradís Skjaldborgarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helg- ina. Hátíðin er haldin í Reykjavík í fyrsta sinn, en hún er uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og þar er sér- hæfingin að frumsýna nýjar, íslenskar heimildamyndir. Á Skjaldborg er lögð áhersla á að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Brugðið er út af vananum og fer Skjaldborgarhátíðin fram í Reykjavík í ár. Stilla úr myndinni Góði hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur sem sýnd verður á hátíðinni. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins, arnarm@frettabladid.is Sími: 550 5652 JÓLAHLAÐBORÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um jólahlaðborð kemur út 7. október nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 7. október FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.