Hvöt - 01.02.1939, Page 10

Hvöt - 01.02.1939, Page 10
s HYÖT ver.ið áður orðin vindlingareykj- endur. Þeir segja ennfremur, að óhugsandi sé að venja þau af óknyttum og afbrotum nema að takisti fyrst að venja þau af vindlingareykingum. Ég gæti talið upp marga hinna merkustu manna í dómarastöðum, sem öll- um ber saman um þetta. Vindlingareykingar vaida slysum. Það er alkunna, að slys af völdum vínnautnar eru hin al- gengustu. Vindlingareykingar sleppa heldur ekki við þessa á- sökun. Það er sannað mál, að allhá hundraðstala af eldsvoða og þar af leiðandi tjón stafar af óvarlegri meðferð elds þeirra er reykja. Þetta tjón nemur ár- lega feikna upphæðum. Oft liggur við slysi af völd- um vindlingareykinga. Fyrir fá- um dögum valt bifreið full af ungmennum. Sumir þeirra voru reykjandi, er bifreiðin valt. 1 slíkum tilfellum er því oft og einatt tilviijun, ef ekki kviknar í benzíninu. Afleiðingar þess geta orðið hræðilegri en orð fá lýst. Aukin eyðsla. Isllenzka þjóðin eyðir allt að því einni milljón króna árlega fyrir tóbak, svo fátæk og fá- menn sem hún er. Hátt á fimmtu milljón króna er eytt fyrir vín og tóbak til samans. Svo vel er séð fyrir fullnægingu á kröfum þeirra, sem vanið hafa sig á. nautnir, sem telja má með full- um rétti skaðlegar. Flestir munu sammála um, að unnt væri að verja gjaldeyri betur á þessum tíma, sem gjaldeyris-þröng er svo mikil. Ekki sízt þar sem erf- itt veitist að fullnægja brýnustu menningarþörfum, svo sem inn- flutnmgi á byggingarefni, og heldur ekki þeirri nauðsyn, sem telja má lífsnauðsyn, þar sem er innflutningur á nýjum aldinum í voru aldinsnauða landi. Væri öll ástæða, til þess að takmarka til muna eða banna innflutning bæði á víni og tóbaki meðan svo þröngt er í búi hjá, þjóðinni, og j helzt um aldur og æfi. Það er j með öllu misskilið frjálsræði, að j leyfa mönnum að spilia heilsu sinni með eiturnautn, jafnvel þó þessir menn greiði um, leið auka- skatt í ríkissjóðinn. Þær nautn- ir, sem valda sjúkdómum og úr- kynjun, eiga engan rétt á sér. En það má telja sannað, bæði um tóbak og vín. Tóbaksnautn veldur Imgarfars- spillingu. Margir verða þess varir, að reykingamenn eru næsta kæru- litlir um það, þó þeir baki öðr- um óþægindi, ef þeir aðeins ná að metta sína eigin ílöngun í tóbakið. Eg hefi séð, að reyk-

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.