Hvöt - 01.02.1939, Side 12

Hvöt - 01.02.1939, Side 12
Þarf að örvænta um æskulýðinn. Eftir Stefán Júlíusson. I. Svo er almennt sag't, að sú kynslóð, sem nú er að leggja út í lífsbaráttuna, sé óhæfari til þess. að taka hlutina réttum tökum en fyrri kynslcðir. Henni sé csýnna um. að ráðast gegn örðugleikunum með þeim þrótti og þeirri karlmennsku, sem þarf. Hún sé hverflynd og hvarflandi og hrapi að mörgum efnum um ráð fram. Hún sé úr hófi fíkin í skemmtanalíf og kaffihúsasetur, drykkju og hvers konar drabb. Mikið af þessu tali er að vísu nöldur og nagg, meira og minna tilgangslaust og algerlega þýð- ingarlaust;. En hitt er jafnframt víst, að margir góðir menn og mætir vantreysta æskunni til þess að standa fyllilega í ístað- inu, þegar til hennar kasta kem- ur um stjórn margvíslegra mála og ólíkustu framkvæmda. Það er því rétt að gera sér ljóst, hvernig á þessu hviklyndi æskunnar stendur, og hvers vegna æskumenn eru nú yfir- leitt ginnkeyptari fyrir gleðskap og gjálífi en stefnuföstum hugs- unum og athöfnum. Stefán Jíilíusson. Sannleikurinn er sá, að engin kynslóð hefur átt að búa við aðra eins hringiðu miður holllra áhrifa og sú, sem nú er á æsku,- skeiði. Aldrei hefur þvílíkur há- vaði, glaumur og sköll leikið um eyru unglinganna, aldrei verio meira gert til þess að trylla þá og asa en nú á síðustu árum. Ekki svo að skilja, að fyrri kyn- slóðir hafi lifað í aigóðu um- hverfi, þar sem ekkert var um hönd haft, sem miðaði til van- þroska. En sú æska, sem nú stendur við leiðarbyrjun og skimar fram til brautarinnar, er umsetin meiri hættum og

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.