Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 14

Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 14
12 HVöT meðvitandi, hvernig andrúms- lofti hún nærist, á og hvernig samfélagi hún hrærist í. Prédik- anir og umvandanir um spill- ingu tímanna og stefnuleysi æskunnar stooa lítið fyrr en æskan sjálf rís á fætur og býst til baráttu fyrir heilbrigði og hollustu. Og þetta er einmitt það, sem æskan verður að gera og hlýtur að gera. Hún á að sýna það í verki,, að þótt hún sé borin og barnfædd í samfélagi, sem í mörgu er ábótavant, þá hafi hún djörfung og drengskap, mann- dóm og mannlund til þess að móta sér hollar lífsvenjur og sníða sér heillavænlegan stakk. Hún þarf að læra þann vanda, að velja og hafna, velja það, sem veit til þroska, en hafna hinu,, sem horfir til vansa. Hverjum æskulýð er það nauð- syniegt, að kunna sem bezt skil góðs og ills, kunna að hlýta þeim boðum, s,em benda honum veginn til vegs og manndóms, og kunna að hafna því, sem leiðir til vanþroska og vesalmennsku. Þetta þarf unga kynslóðin að llæra. Hún þarf að segja skilið við skemmtanir, sem henni eru óhollar og einskisverðar, og skapa sér aðrar hollari. Kaffi- hús og vínkompur eiga að tæm- ast, danssalirnir að hreinsast af óþverralbfti og sóðaskap. Æskan þarf að verða bind- indissöm. B.'ndindissöm æska er líkleg - ust til að reynast nýt í frarntíð- inni. Öreglu fylgir ekkert nema illt eitt, og vínið er vágestur hvers manns húsi. Fyrsta skil- yrðið til þess, að unga kynslóðin öolist þrótt cg þrek til að hasla sér viðeigandi völl í lífinu, er að hún skipi sér þar í sveit, sem bindindi er í heiðri haft. Geri hún það, verður henni óhætt í erfiðleikunum. Eldri kynslóðin þarf einnig að leggja fraar lið sitt ungu kyn- slóðinni til hjálpar. Ifun þarf að greiða götu hennar til aukins þioska. Hún má ekkert láta ó- gert, sem í hennar valdi stend- ur, til þess að gera lífsviðhorf æskunnar heilbrigðari og a,t- hafnir hennar markvissari. III. En hvaða líkur eru þá fyrir því, að unga kynslóðinj, sem svo margir vantreysta,, taki þeirn stakkaskiptum, að kvíðalaust megi fá henni í hendur stjórn manna og málefna? Eru nokkur líkindi til þess, að hún tileinki sér þau sann- indi,, sem, mest og bezt skila henni fram til þroska? Eru líkindi til þess, að eldri kynslóðin ljái henni það lið, sem hún þarf?

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.