Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 16

Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 16
Áfengi -- Menning. Eftir Signrð Jóhannessoii. Eitt stærsta vandamál hverr- ar þjóðar er uppeldi og fram- tíð æskunnar. Alllar menningar- þjóðir leggja sem mesti kapp á að vanda til þess eins og hægt er. Við fslendingar höfum nú á síðustu árum lagt, mikla vinnu og fé fram í þessu sjónarmiði, þótt mikið sé ennþá óunnið. Veg- leg skólahús, hafa verið reist — sundlaugar byggðar, skíðaskál- ' ar og íþróttahús. Allt þetta á að miða að því að auka heil- brigði og þrótt æskunnar, og við eigum í dag við gjörólík skilyrði að búa móts, við þá, sem ólust upp fyrir bálfri öld síðan. Hjá sumum hefur gætt nokk- urs misskilnings á öllum þess- um breytingum. Sumt af eldri kynslóðinni kann ekki að meta þes-sar framfarir, en það ber ekki að dæma hart, því misjöfn tjónarmið fæðast með nýjum tímum og viðhorfið er ólíkt nú og það var fyrir mannsaldri síð- an. Þá var það méir trú fólks- ins, sem mótaði eða setti svip sinn á líf þess og lífsstefnu. Ég vil sízt halda því fram, að trú- hneigð okkar sé minni en, feðra okkar, hún hefur aðeins tekið aðra stefnu, beinst inn á aðra Sigurður Jóhannesson. farvegi — breytzt í dýrkun á skemmtunum og íþróttum og þó sérstaklega hinu fyrrnefnda, nú er það álitið eins sjálfsagt að fara á dansskemmtun, þegar tök eru á, líkt og áður var álitio sjálfsagt að hlusta á húslestur eða ræðuna hjá sóknarprestin- um. Nú vitum við það, að hver og einn veigamikill þáttur í athöfn- um okkar, hlýtur að hafa áhrif á líf okkar og skoðanir. Þar sem skemmtanirnar skipa nú orðið Öndvegi, þeim megin er frá snýr okkar daglegu störfum, þá er mikið undir því komið, að áhrif- in frá þeim séu góð, en við vit- um það einnig vel, að margar þær skemmtanir, sem unga fólk-

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.