Hvöt - 01.02.1939, Síða 17
HVöT
15
ið þyrpist á, eru að meira eða
minna leyti óhollar og heilsu-
spillandi. Það sjá allir hugsandi
menn, að þannig má það ekki
vera, að það verður að grípa í
taumana.
En þetta má ekki skiljast
þannig, að ég sé á móti skemmtr
unum, síður en svo, ég vil aö-
eins taka það fram, að skemmt-
anir þjóðarinnar verða að vera
þannig úr garði gerðar, að þær
skapi lífsþrótt og gleði, — auki
andlega og líkamlega hreysti í
stað hins gagnstæða.
Eitt af því sem setur sinn leið-
inlega blæ á margar skemmt-
anir, er áfengið, þrátt fyrir öt-
ula baráttu bindindisfél. virðist
ástandið í þeim efnum lítið
batna. Heilbrigð hugsun og
skynsemi virðist létt á metun-
um móti lönguninni í áfengið —
móti útbreiðslustarfsemi brugg-
ara cg leynivínsala, því ég veit
með vissu að áfengisnautn
myndi minnka til stórra. muna
ef fyrir þá starfsemi tæki að
öllu.
Fyrsta stóra sporið sem þarf
að stíga til þass. að skemmtan-
ir þjóðarinnar geti orðið hollar
og óskaðiegar er alger útrýming
áfengis af þeim vettvangi, þá
myndi margt, annað, sem miður
fer hér á skemmtunum, fljótt
hverfa. Hér er margt verkefni
fyrir skólana. Nokkrir skóla-
stjórar hafa þegar gengið á und-
an með því að banna ölvuðum
mönnum aðgang að skemmtun-
um skólanna, enda er fátt ó-
viðfelldnara en það að koma
á skólaskemmtanir þar sem tæp-
lega væri verandi fyrir tóbaks-
reykingum og ölvuðum mönnum
og munu dæmi hafa verið til
þess hér í Re’ykjavík.
Hverjum skóla ætti að vera
það kappsmál að láta skemmt-
anirnar fara sem bezt fram —
láta þær bera vott um þroska
og menntun nemenda í stað
menni n garleysis.
Eg vil beina þeirri spurningu
til skólastjóra, kennara og ann-
arra þeirra, sem hafa með upp-
eldismál að gera--------hvort
ekki væri athugandi að áfengis-
fræðsla yrði gerð að skyldu-
námsgrein í öllum skólum lands-
ins.
En sú kennsla mætti ekki
vera þreytandi fyrir nemendur
— ekki þurrar og daufar setn-
ingar — heldur yrði að leggja
aðaláherzluna á, að hún yrði
lífgandi og sannmenntandi. I
sambandi við þessa bindindis,-
fræcslu væri gott að hafa í-'
þróttaþætti, það út; a.f fyrir sig
myndi verða mjög vinsælt með-
o.l skólafólks, þar væri sögð saga
iþróttanna og hinna einstöku
íþróttagreina, skýrt frá nýjustu
metum, methöfum o. s. frv.
Með bindindisfræðslunni yrði
a,ð leggja stund á að vekja eða