Hvöt - 01.02.1939, Page 20

Hvöt - 01.02.1939, Page 20
18 HVÖT að minnsta kosti í mörgum tll- fellum lífgjafi vissunnar — því hin veikasta von getur orðið hin glæsilegasta og fullkomnasta vissa. — Sá einstaklingur, sem eitt- hvað vonar, leggur ýmislegt á. sig, til þess að fá uppfylling vona .sinna. Hann kynokar sér ekki við erfiðieikunum, því að hann veit, að þess meiri erfið- leikum, sem hann, vinnur sigur á, þess bet,ur nýtur hann sigurs síns. — Þjóðin, sem er samsafn einstaklinganna, er háð sömu skilyrðum. Þjóðin verður að etja kapps við erfiðleikana og sigrast á þeim(. Hún þarf á nákvæmlega sama hátt og einstaklingurinn að leggja á sig ýmiskonar kvað- :r, sem eru nauðsynlegar, til þess að hinu setta marki verði náð. ölli barátta hverju nafni, semi hún annars nefnist krefst sjálfs- afneitunar í einhverri mynd. Vér, sem lifum í dag, göng- um þess ekki dulin, að margt er það í þjóðlífi voru, sem aflaga fer og betur mætti fara. »Á skal at ósi stemma«, segir gamalt, en sígilt máltæki. Til þess, að hægt sé að laga mis- brestina verður að komast fyrir upptök þeirra. Ef vér athugum ýmsa misi- bresti þjóðlífs vor,s og leitum upptaka þeirra, komumst vér í mörgum tilfellum að sömu nið- urst'ðunni: orsakirnar eru að finna hjá gömlum og nýjum sjúkdómi -— eða öllu heldur sjúkleika - í þjóolífi voru: dr ykk j uskap num. Islendingar, sem svo mikið tala um frelsi og fullveldi virð- ast ekki gera sér ljóst, að áfengi og frelsi eru ósamrímanleg hug- tök, G,s1 mrímanleg vegna þess, að áfengið er drottnunarafl, sem lamar manninn, gerir hann viljalausan, sljóvan og hugsun- arlausan. Maður., sem er vilja- laus, vill ekki frelsi. — Manni, semi er sljór, er sama um frelsi. — Maður, sem er hugsunarlaus, ve't ekki um frelsi. Frelsi einnar þjóðar byggist ómótmrlanlega á því, að þjóð- in sé fær um að sjá um sig sjálf —• geti úr skauti jarðarinnar framleitt fæðu handa sjálfri sér og þar með átt lífvænleg skil- yrði fyrir höndum. En eitt hið fyrsta lífvænlega skilyrði einnar þjóðar er heilbrigði hennar bæði andlegt og líkamlegt, — Nú er það vísindaleg staðreynd, að á- í'engið hefur skaðleg áhrif á heilbrigði mannsins. Svo að segja hvert einasta líffæri mannsins bíður meira eða minna tjón af nautn þessa banvæna eiturs. En áfengið er lúmskt. Það læðist aftan að bráð sinni og heltekur hana — ekki undir e-ins — heldur smátt og smátt. I Sá, sem neytir áfengis finnur til

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.