Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 25
HVÖT
23
jökulinn, því að við jaðar hans
valt; fram kollmórautt jökulfall
og gengum við upp með því, unz
við komumst yfir á ísspöng.
Sjálfur var jökullinn ágætur
yfirferðar og var það kannske
vegna, þess, að snjór var ennþá
ekki bráðnaður úr sprungunum.
Þar sem Skriðufell kemur út
í vatnið er ómcgulegt að komast
upp, því að neðst eru snarbratt-
ar, flughálar og gróðursnauðar
skriður. Fyrir ofan þær taka við
þverhníptir hamraveggir, en nið-
ur þá brýzt hinn fannhvíti jök-
ulskalli f jallsins í geigvæniegum
jökuldrönglum. Viðurðum.því
að ganga vestur með öllu fjall-
inu og bak við það, þar sem það
kemur út úr jöklinum og er lágt,
Það gekk greiðlega og eftir 3
klst. gang komumst við upp á
efstu snjóbungu þess. Alls stað-
ar var snjór, nema á einstaka
stað, þar sem kolsvartar kletta-
nibbur gægðust; upp undan snjó-
breiðunni í skerandi ósamræmi
við hvíta ábreiðu fjallsins. Lítil
merki funclum við um líf eða
gróanda á leiðinni. Þó sáum við
í einum klettastaili smá mosa-
tægjur, en vonlítil held ég að sú
barátta líísins, þarna uppi i
ríki dauðans, hafi verið.
Hér var allt kyrrt og hljótt,
Hið eina sem heyrðist var hjart-
sláttur okkar sjálfra og seytlið
í smá lækjarsprænu, sem hopp-
aði glaðlega niður af litlum
klettastalli og hvarf svo aftur í
snjóinn, en var kærkominn
svaladrykkur þyrstum ferða-
mönnum.
Útsýnið var dásamlegt, og
stórkostlegt, encla var veðrið á-
gætt. I suðri dró upp á himnin-
um bliku-kögur og blóstra, sem
lituðust; purpurarauðir í skini
kvöldsólarinnar, sem var að
hverfa bak við jökuh'nn í vestri.
I norðri blasti við Mælifells-
hnjúkur og Skagafjarðar- og
Eyjafjarðarfjöllin, í norðaustrí
var hin geysimikla hjarnbreiða
Hofsjökuls og litlu sunnar Kerl-
ingarfjöllin, »Alpafjöll lslands«,
tindótt með jökli í hverju skarði.
Þar fyrir sunnan og langt í
burtu sáust undirfjöll Vatna-
jökulis. 1 suðri var Bláfell næst,
en lengra burtu Hekla, Torfa-
jökull og ýms fleiri fjöll, í suð-
vestri sást niður í ölfus en í
vestri sást ekkert nema Lang-
jökull eins langt og augað eygði.
En þetta er — því miður —
ekki nema ófullkomin upptaln-
ing, sem er lítilsvirði á móti
sjálfum raunverulleikanum, sem
geymist í huganum eins og
draumsýn, sem fölnar og blikn-
nar þegar reyna á, að handleika
hana og færa í letur. Stundir
sem þessar eru merkisviðburðir,
sem alltof fáir kunna að meta
og hagnýta sér. En landið ligg-
ur opið fyrir öllumi með sínum
óendanlega margbreytileik: eldi