Hvöt - 01.02.1939, Síða 26

Hvöt - 01.02.1939, Síða 26
24 HVÖT og ís, örfoki og gróðursæld, æð- isgengnu óveðri og friðsælu sum- arblíðunnar. Látum því stór- lyndi hinnar íslenzku náttúru fá að marka skaplyndi okkar og skoðanir frekar en tildur og prjál aðfluttrar heimsmenning- ar, sem oft er andstæð hinu sanna þjóðareðli, sem skapast. hefur af þúsund ára sambúð manns og moldar. Eitthvað þessu líkt varð mér hugsað þarna inni í auðn öræf- anna, en: nú var kominn tími tii þess að halda heim á leið, því ég varð að vera kominn heim í sæluhús fyrir ákveðinn tíma, vegna veðurskeytasendingar. Ferðin niður jökulinn gekk á- gætlega og komum við að bátn- um kl. 2 um nóttina og var sól- in þá að gægjast upp bak við hjarnbungu Hrútafells í norðri og varpaði ævintýrabjarma á allt umhverfið, sem spegiaðist i lygnu vatninu. Veðrið var ynd- islegt og ekki blakti hár á höfði. Hljóðir héldum við svo heim á leið í bátnum. Hið eina sem rauf þ'r'gnina var öldugjalfrið og söngur tveggja svana, sem fram hjá flugu, annars var alit kyrrt og hliótt. Undurblíð sum.- arsólin hjúpaði allt í sínum frið- sælu örmum. Brátt nálguðumst við strönd- ina hinum megin og innan skarnms vorum við komnir heim í sæluhús og höfðum þá veriö tíu klukkutíma í ferðinni upp á jökul og aftur heim. Jón Jónsson. Molar. 5. janúar s. 1. fóru fullti'úar S. B. S. að Haukadal og Lauga- vatni. I Haukadal flutti Eiríkur Pálsson ræðu og síðan voru sýndar og útskýrðar fræðilegar og skemmtilegar skuggamyndir. Á Laugarvatni fluttu ræður Eiríkur Pálsson og Haukur Hvannberg. Benedikt Anton- son las upp. — Skólastjórinn Bjarni Bjarnason flutti og ræðu. Á eftir voru sýndar skugga- myndir. Á Englandi skipaði stjórnin um 1880 nefnd manna til þess að íhuga afleiðingar af áfengis^ nautninni þar í landi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að drykkjuskapur væri aðalorsök eða undirrót að 1. níu tíundu hlutu fátæktar- innar, 2. helming allra sjúkdóma, 3. þriðjung ailrar geðveiki, 4. þriðjung slysfara á sjó og landi, 5. þrem f jórðu hlutum af spill ingu barna og unglinga, 6. þrem fjórðu hlutum allra glæpaverka.

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.