Hvöt - 01.02.1939, Page 30
28
HVÖT
I
barna, og ennfremur að
drykkjus'kapur foreldra á að
miklu leyti beinan þátt í afbrot-
um barna og unglinga.
Sé orðrómurinn um öndvegi
vor Is'endinga í sölum Bakkus-
ar á rökum reistur er þess ekki
að vænta, að hliðstæðar rann-
sóknir hér á landi leiddu annað
í ljós, en að hlutfallslega ætti
ofdrykkja meiri sök afbrota hér
en, annarsstaðar.
jÉg gæti nefnt lesiendum Hvat-
ar mörg dæmi um, hvernig of-
drykkja foreldra hefir beinlínis
valdið afbrotum barna og ungl-
inga. Eg sleppi því — fyrst og
fremst vegna þess, að þau dæmi
eru svo algeng, að flestir þekkja
þau. Hver þekkir ekki sögu um
mann, sem hefir eyðilagt alla
atvinnumöguleika vegna of-
drykkju, og setið alls'aus og iðr-
andi með hóp svangra ög klæð-
líti'la barna á fátæklegu heim-
ili? Það heimilislíf, sem skapast
af slíkum aðstæðum er ekki lík-
legt til að geta veitt börnum
nauðsynlegan styrk til að standa
gegn fre'stingunum. Enda þótt
ég viti, rð skýrslur og tölur eru
lítt vinsælar í blaðagreinum get
ég ekki stillt. mig um að birta
hér kafla úr yfirliti um hjálpar-
beiðni til lögreglunnar í Reykja-
vík árin 1931—1937. Yfirlit
þetta sýnir hvern. þátt ölvun á
í hjálparbeiðnum til lögreglunn-
ar frá heimahúsum.
Heimahús
ölvun Annað
1931 171 395
1932 196 453
1933 199 463
1934 238 581
1935 483 791
1936 488 1024
1937 581 1019
Samt. 2356 4726
Við lestur þessara talna ber
að minnast eftirfarandi stað-
reyna: Þar sem ölvun er talin,
orsök hjálparbeiðnanna er átt
við, að á þeirri stund, sem kall-
að er á hjálp lcgreglunnar er of-
nautn áfengis. aðalorsökin. í
mörgum tilfellum er vitað, að
frumorsök til hjálparbeiðninnar
er áfengisnautn — t. d. í deilum
milli hjóna — þó að það sé í yf-
irliti þes,su ekki fært á reikn-
ing ofdrykkjunnar, og er þátt-
ur Bakkusar því í raun og veru
g ldari, en yfirlit þetta bendir
tik Eólk biður venjulega ekki
um vernd lögreglunnar, gegn
drykkjuskap í heimahúsum,
nema um þverbak keyri. Oft
tekst lögreglunni að stilla til
friðar, án þess að flytja þurfi
hið ölvaða, fólk í fangelsi, en
stundum verður lögreglan að
taka heimilisföðurinn og fly-tja
hann með valdi í fangelsi, aö
ósk konu hans,, til að,tryggt sé,
að konur og börn verði ekki lim-
lest af völdum hins óða manns.
Nærri má, geta, hvernig börn-