Hvöt - 01.02.1939, Síða 43

Hvöt - 01.02.1939, Síða 43
HVÖT 41 Sigurður Ólafsson stud. med. unum læsti sig um sál hennar, eins og ófreskjuklær. Hvar var Adolf? Síðasta vonin umj, að allt væri með felldu var horfin. Sigrún skjögraði heimleiðis. »Allt mér að kenna«, hugsaði hún. »Ég kenndi honum að drekka áfengi. Guð minn góður, ég vissi ekki,, hvað ég gerði«. Hún skalf eins, og strá uppi á holti í norðanvindi. En skyndi- lega hvarf skjálftinn. Hár og þrekinn maður kom slagandi fyrir hornið á næstu götu. Það var Adolf. Hún þekkti það, þótt hann væri enn langt í burtu. Hún hljóp ále'ðis: til hans. Nú ætlaði hann yfir götuna. Sigrún sá bíl koma fyrir hornið og æpti: »Adolf, varaðu þig«. En nú var hann á miðri götunni. Bíllinn bremsaði, en of seint. Adolf lá undir miðjum bílnum, sem hafði fárið yfir hann. Andlitið, náfölt og deyjandi, stóð út undan oíln- um. Blóðið vætlaði út um munn- vikin og nasirnar. Sigrún kast- aði sér yfir höfuð hans og æpti með ekkaþrungnum ópum: »Ég hefi drepið hann. Eg hefi drep- ið hann«. Brennheit, þung tár hennar féllu á hið föla andlit hans. Síðasta leiftrið dó í aug- um hans. Klukkan sló tólf. Ein- hversstaðar í fjarska heyrðist sungið: Nú árið er liðið. Og árin liðu. Árelíus Níelsson. Gjaldkeri S. B. S. Á síðastliðnu þingi S. B. S. skoraðist Sigurður Ölafsson stud. med., gjaldkeri sambands- ins, undan s'örfum, sakir náms.- anna. Sigurður hefir verið gjald- keri sambandsins frá, vorinu 1934, og að auk var hann fram- kvæmdastjóri tvö síðustu árin. öllum sínum störfum hefir Sig- urður gegnt með mikilli trú- mennsku og samvizkusemi. Hann hefir verið öruggur og traustur starfsmaður og á sam- bandið honum, ekki lítið að þakka vöxt sinn og vinsældir. Enda er hann maður prúður og samvinnuþýður, svo að af ber. En einu þakkirnar, sem S. B. S. L

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.