Hvöt - 16.03.1948, Síða 7

Hvöt - 16.03.1948, Síða 7
H V Ö T 5 I ganga til viðar, — drykkjutízkuna, slarkið og viljaleysið? — Og hver vill ekki tigna liina nýju sól, sem er að rísa, kröfurnar um heilbrigði, skapfestu og reglusemi?“ Helgi Scheving talaði ekki langt mál. En menn skildu, livert hann fór. Og menn skildu, að hann flutti sannan og athyglisverðan boðskap. Þótt menn hefðu kannske ekki áttað sig á upphafi þessa máls, — hinum þrem meginatriðum hindind- isins, skynsemi i lifnaðarháttum, á- stundun heilhrigðis og því að fara vel með fjármuni sína, — þá skildu menn áframhaldið, — baráttuna fvi’- ir því að gera mennina hetri, göfugri og hamingjusamari. Allar tillögur umsjónarmanns Menntaskólans voru felldar, lika sú síðasta, sem hann taldi sjálfsagða. Svipuð barátta var liáð i öðrum skólum bæjarins, og alls staðar urðu bindindismennirnir sigurveg- arar. —- Fleiri og fleiri gengu í þeirra sveit, og meira og meira varð starf- ið í skólunum. Fundir voru haldnir, menningar- mál rædd. Læknar voru fengnir til þess að flytja fyrir nemendum skól- anna fyrirlestra um heilbrigðismál, heilsuvernd og hættur. Lögfræðing- ar, dómara og lögreglumenn voru fengnir til að ræða um afhrotamál, orsakir glæpa, samband þeirra við önnur vandamál þjóðfélagsins eins og t. d. áfengisneyzlu og áfengismál. Uppeldisfræðingar sögðu frá nvj- ungum á sviði uppeldismála. Ég man eftir, að einn þeirra sagði frá ihúuin héraðs nokkurs í Sviss. Það hafði komið í ljós eftir margar endurteknar rannsóknir,. að íbúar þessa liéraðs höfðu minnkað. Þeir höfðu áður verið meðal liæslu Sviss- lendinga, en náðu nú engan veginn fyrra máli. Uppeldisfræðingar og mannfræðingar glímdu lengi við að leysa þetta mál og skýra, hvernig á þessu stæði. Loksins komust þeir að þeirri niðurstöðu, fullyrti uppeldis- fræðingurinn, að ástæðan til þessar- ar úrkynjunar væri áfengisneyzla, sem mjög hefði aukizt í héraðinu. Á þennan hátt var reynt með upp- lýsingum og fræðslu að sveigja lífs- venjur skólaæskunnar til meira heilbrigðis. Reynt var að fræða nem- endurna um þær hættur, sem ólijá- kvæmilega lilytu að mæta þeim, þeg- ar út í lífið kæmi, og hvernig hezt mætti forðast þær. Brátt sáu menn, að i öllu þessu starfi var nauðsynlegt að liafa sam- einuð átök, en ekki dreifð. Hvert fé- lag átti auðvitað að vinna í sínum skóla, en jafnframt ynnu þau <011 saman og hefðu sameiginlega yfir- stjórn. Þannig varð Samhand bind- indisfélaga i skólum til. Það var stofnað 16. marz 1932 í Menntaskól- anum í Reykjavík. Félög risu einnig upp í skólunum úti á landi. Þau gerðust meðlimir S.B.S. — Sambands bindindisfélaga í skólum. — En andstaðan óx líka. Og and- stæðingum hindindisfélaganna barst óvænt lijálp. Hér hafði ríkt aðflutningsbann á áfengum drykkjum, — þ. e. a. s. það mátti ekki flytja áfengi til landsins né selja það í landi. Þetta hafði verið samþykkt með

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.