Hvöt - 16.03.1948, Page 29

Hvöt - 16.03.1948, Page 29
H V ö T 27 Gnýr vélarinnar — hjartsláttur þessa risadýrs hafsins — jókst, og' skipið tók stefnuna út úr hafnar- mynninu. Fólkið var farið að tinast burtu af bryggj unni, en þó voru ennþá nokkrir eftir, sem liorfðu á eftir skipinu. Nú var veifað í síðas’ta sinn og skipið lierti enn skriðið. En fram á skipinu stóð ungur, sviphreinn maður, liann var frjáls- mannlegur og fjörlegur á svip, en í dýpt augna lians, sem var hrein og skær eins og lieiðríkja vorhiminsins, var eitthvað fjarrænt en fölskva- laust, eitthvað sem varpaði dul- blæju yfir framtíð þessa unga manns. Það var útþráin, sein spegl- aðist í djúpi augna hans, þessi óað- skiljanlega von um eitthvað — eitt- hvað undursamlegt, göfgandi og glæsilegt. Hann var búinn að st’anda þarna lengi og bíða þess, að landfestar skipsins yrðu leystar. En fáir höfðu veitt honum eftirtekt. Hann — einn ungur sproti í gróanda mannlifsins — var sem villiblóm, er hlaut að lifa og dafna, þó ekki væri að því hlúð. Og hann krafðist heldur einskis af þeim, Sem aðþiynningu gátu veitt. Honum fannst hann einskis með þurfa. Hann var ungur og fullur af lífsþrá. Hann fann, hvernig hlóð- ið ólgaði, hvernig hjartað sló örar og örar, en þó öruggt. Hann var hugdjarfur og sterkur; svo sterkur, að hann gat boðið öllu birginn. Hann bar útþrána í brjósti — út- þrá æskumannsins. Ilann átti enga ættingja, er fvlgt höfðu Iionum til skips, en þó var hann ef til vill glaðastur þeii’ra allra, er létu nú úr höfn. Hér var liann með aleigu sína í litilli tösku :— og lífslöngunina. Nú var heitasta ósk hans að upp- fyllast, langþráðasta von hans að verða að veruleika, dýrasti draum- ur hans að rætast, hann var lagður af stað út i heiminn. Þessi seiðmagnaða, stöðuga löng- un eftir dvöl meðal framandi fólks, þráin eftir að njóta þess að vera til - að njóta lífsins og gleði frjáls mannlífs. — Þelta var alll að verða að veruleika. Hann var lagður af stað eitthvað — eilthvað út i óviss- una, töfrandii óvissuna. Þessi seiðandi máttur, jictla dulda afl, sem bærzt hefir í brjóstum mannsins frá ómunatíð hefur livatt hann til dáða og djarfmannlegrar sóknar, liefur veitt honum öryggi og gefið honum mátt, Iiefur gert manninn að manni. Óvissan með sinum huldu hætt- um og ævintýrum hefur verið, og er, hvcrjum liraustum æskumanni hinn ljúfasti munaður. Nú horfði hann — þessi lífselsk- andi unglingur — dreymnum aug- um út á hafið. Óravegu framundan var ekkert að sjá nema haf — og himin. En hak við það beið allt — allar ráðningar hinnar óráðnu g'átu — líf- ið sjálft. Skipið liafði náð fullu skriði og risti djúpt í rennsléttan, spegiltær- an sjávarflötinn og þægilegur niður vélarinnar og suðið við umbrot skrúfunnar blönduðust saman og 4

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.