Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 11

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 11
//Amma og langamma Á árunum milli tvítugs og þrítugs eignaðist Sjöfn þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu. Hún átti ekki í neinum samböndum við feður barnanna og misstí forræði yfir drengjunum tveimur. Hún hefur þó haldiö sambandi við þá alla ævi. Stúlkuna sína ól hún upp og er orðin amma og langamma í dag. Hún átti í samböndum við margar konur, þó voru aðeins tvö ástarsambönd sem hægt var að telja í mörgum árum. Hún kynntist öðrum konum sem svipað var ástatt um en alls staðar var feluleikurinn allsráðandi og lífsbaráttan fremur hörð. Sjöfn var ein af örfáum, ef ekki eina konan sem var raunverulega þekkt sem lesbía í Reykjavík um áratuga skeiö. Hún segir, ekki laus við beiskju, frá atviki á Naustinu á sjötta áratugnum sem var síður en svo einsdæmi. „Ég kom þarna með vinkonum mínum og við settumst við borð og pöntuöum okkur drykki eins og aðrir. Ég verð vör við eina frú sem er alltaf að gefa mér auga. Allt í einu stendur hún upp og segir við fólkið sem var með henni og passaði að hafa það hátt og snjallt svo allir heyrðu. „Við skulum koma héðan. Mér geójast ekki að þurfa að sitja á opinberum stað með kynvillingum."" //Sérekki eftirneinu Með seinni sambýliskonu sinni ferðaöist Sjöfn reglulega um landið og seldi Heimilisblaðið í mörg ár. Hún hélt áfram að syngja þótt ekki væri það opinberlega. Hörður Torfason hitti hana á Hótel Borg um 1970 og þá söng hún fyrir hann á ógleymanlegan hátt 01’ Man River með sinni djúpu og seiðandi rödd. Seinna varð hún fyrsta konan til að koma á vettvang Samtakanna ‘78, eftir að þau voru stofnuö. Hún dró sig þó fljótlega í hlé og tók ekki þátt í starfinu. „Þetta voru allt saman karlar og svo voru þeir alltaf að hringja," segir hún. „Það endaði með því aó égvarð að biðja þá að hætta þessu." En Sjöfn. Hvað vilt þú segja við aðrar lesbíur og homma í svona afmælisriti? „Hvaö áttu við?" Hvað er mikilvægast að við fáum að vita? „Mig langar að þið skiljið, hvað þetta var erfitt. Þetta var oft gaman en líka alveg djöfuliegt." Hvað þá? „Að vera lesbía, hérna áður fyrr. f gamla daga." Sérðu eftir einhverju? „Nei, og ekki nema síður væri. Ég held að það sé allra mikilvægast af öllu að fólk komi hreint fram með tilfinningar sínar. Það er aldrei nægilega vel brýnt fyrir fólki." Varstu einmana? „Ég átti alltaf nógan sjens góða mín. Þú skalt athuga það." Og nú kemur læknir inn á sjúkrastofuna með hlustunarpípu og vill tala við Sjöfn. Hún er lika orðin þreytt og við slítum talinu. Dyrnar á stofunni lokast fyrir aftan mig og fyrir innan er lifandi brot af þeirrí fslandssögu sem aldrei hefur verið sögð en segir afar mikið um þær breytingar frá því fyrir og eftir að Samtökin ‘78 voru stofnuð. Það er okkur öllum hollt að muna að þótt þetta gæti verið gaman hér áður fyrr, þá var það líka stundum djöfullegt og síðast en ekki síst, mikilvægt. Sjöfn áfertugsaldri meðdóttursína unga 11

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.