Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 13
Hann er yngsti homminn sem hefur talað opinberlega um kynhneigð sína. Hann fór í viðtal í Kastljósi Sjónvarpsins ásamt pabba
sínum. Þá var hann búinn að segja öllum í fjölskyldunni frá því að hann væri hommi og tala um það við krakkana íbekknum sínum.
Þaðvarpabbi hans semfylgdi honum áfund hjá ungliðahópi Samtakanna '78.„Ofurpabbinn"er hann kallaður. En lífið hefurekki bara
verið dans á rósum hjá Eyjólfi, þótt hann sé ungur að árum. Hann segist ekki vera neinn ofurhommi.
Eyjólfur segist ekki eíga kærasta. „En ég hef verið skotinn i strák. Hann veit það
ekki. En hann er ástæðan fyrir því að ég horfðist í augu við að ég er hommi. Þegar
ég varð skotinn í honum þá kom síðasta púslið í púsluspilið mitt. Hin púslin eru
atvik úr fortíðinni sem hafa sýnt mér að ég er ekki eins og aðrir strákar."
En hvernig á draumaprinsinn þinn að vera?
„Hann á að vera góður vinur. Og sætur. Útlitió skiptir máli þótt það sé ekki
aðalatriðið. Hann á að vera hærri og sterkari en ég. Ég vil að hann sé sá
karlmannlegi í sambandinu. Svo vil égekki að hann sé saklaus. Ég hef verið
saklaus allt mitt líf og gæti þegið smá tilbreytingu," bætir hann við hlæjandi.
//Krakkarnir ráku upp stór augu
Þú leitaöirtil Pabba þíns?
„Það komu krakkar í ungliðahópi Samtakanna ‘78 í skólann til að tala við okkur. Ég
talaði um þetta við pabba og spurði síðan hvort hann væri til í keyra mig á fund til
þeirra. Hann sagði bara, já auðvitað og svo fylgdi hann mér alla leið inn á fundinn.
Krakkarnir ráku upp stór augu þegar þau sáu hann. Kölluðu hann ofurpabbann. Ég
var svolítiö sjokkeraður að heyra þetta og skildi það nú ekki fyrst en svo heyröi ég
að yfirleitt eru mömmur skilningsríkari."
Samtökin '78 héldu málþing nýlega í Þjóðminjasafninu þar sem Eyjólfur var ásamt
pabba sínum. í kjölfarið tóku báðar sjónvarpsstöðvarnar við hann fréttaviðtöl og
feðgunum var boðið í Kastljósið.
„Ég vildi gera það ef þaö gæti hjálpað öðrum að skilja að það vekur ekki alltaf
neikvæð viðbrögö að trúa foreldrum sínum fyrir tilfinningum sínum. Ég var
óöruggur fyrir viötalið, spenntur og stressaður en síðan var það allt f lagi. Þegar ég
byrjaði að tala róaðist ég. Eftir á fékk ég fullt af sms skilaboðum með stuönings-
yfirlýsingum og það var gott. Það voru engin neikvæð viðbrögð nema eitt lesenda-
bréf í Morgunblaðinu þar sem kom fram að Samtökin '78 væru kynlífssamtök sem
hefðu beitt mig kynferðislegu ofbeldi með því að láta mig tala um þetta opinberlega.
Við hlógum mikið að þessari grein í ungliðahópnum. Mér finnst Samtökin '78 hafa
hjálpað mér. Það er gott að finna að maður er ekki einn meö þessar tilfinningar."
//Ofsalega góður pabbi
Er pabbi þinn ofurpabbi?
„Hann er allavega ofsalega góður pabbi. Eiginlega opnasta manneskja sem
ég þekki. Hann gæti ekki verið opnari þótt hann væri hippi. Hann vinnur mjög
mikið, alltaf til sjö á kvöldin. Stundum er hann strangur en hann skammar okkur
bræðurna aldrei mjög mikið. Bara svolítið þegar hann er mjög pirraður og við erum
latir og óþekkir."
En sagöirðu mömmu þinni frá þessu?
„Pabbi sagði henni það fyrst og síðan ég. Hún sagðist alltaf hafa vitað þetta þar
sem ég væri öðruvísi en allir aðrir strákar. Hún varð bara glöð en sagði mér að
sleppa því að segja ömmu minni frá þessu, hún væri af gamla skólanum. Pabbi
sagði að það væri bara bull ég mætti vel segja henni frá því og öllum sem ég vildi."
Eyjólfur tók þátt í Gay Pride fyrir einu og hálfu ári. „Eftir það þurfti ég aö koma úr
felum í bekknum mínum. Það höfðu einhverjir gaurar séð mig og hin hefðu hvort eð
er þekkt mig af myndunum."
Hvernigtóku krakkarnir þessu?
„Bara vel. Ég held að þeim finnist þetta spennandi."
Ertu mikið með krökkunum í ungliðahópnum?
„Stundum. Fyrst var ég mjög mikið. En ég fer sjaldnar núna. Ég er
líka að vinna með skólanum og hef bara mikið að gera."
Þú ert semsagt ekki neinn ofurhommi?
„Nei, ætli það. Ég er bara venjulegur strákur sem hefur fengiö
athygli út á að vera skotinn í öðrum strákum."
//Engirsveitalubbar
Eyjólfur er alinn upp á Patreksfiröi til þrettán ára aldurs.
„Patreksfjörður er dálítið einangraður en mjög fallegur staður,"
segir hann þegar hann hugsar til baka. „Það eru bara tveir vegir
frá Patreksfirði, annar liggur til Tálknafjarðar og hinn í átt til
Reykjavíkur," bætir hann við og hlær. „Fjöllin umlykja þorpið og á
veturna er erfitt að komast burt. Við vorum samt engir sveita-
lubbar. Við kölluöum fólkið fyrir utan þorpið sveitalubba."
Pabbi og mamma Eyjólfs skildu þegar hann var fjögurra ára en
hún flutti til írlands með yngri systur Eyjólfs. Bróöir hans, sem er
ári yngri, og Eyjólfur urðu eftir hjá föðurnum á Patreksfirði.
„Ég man ekkert eftir því þegar hún fór. Ég var svo Iftill. En mér
finnst eins og það hljóti að hafa verið mjög leiðinlegt. Það var
erfitt hvað það leið stundum langur tími án þess að ég sæi
mömmu. Einu sinni liðu fjögur ár.“
Þegar Eyjólfur var átta ára fór pabbi hans að búa með annarri
konu. Þá eignaðist hann tvær stjúpsystur og fljótlega eina
hálfsystur. Hann á svo aðra hálfsystur á írlandi.
„Ég lék mér meira við stelpur en stráka á Patreksfiröi. Það er
auðveldara að tala við stelpur. Mér finnst leiöinlegt að tala
stanslaust um mótorhjól. En ég átti líka stráka að vinum.
Sérstaklega þegar ég var yngri. Þegar ég varð svona ellefu ára
hætti ég eiginlega alveg að vera með strákum. Ég reyndi að vera í
íþróttum, til dæmis í körfubolta. En þar var ég lagður í einelti. Ég
var bæði lítill og kvenlegur. Svo æfði ég fótbolta í smá tíma með
vinkonu minni."
//Ekki bara venjulegur strákur.
Eyjólfur segist þó ekki bara vera venjulegur strákur. Hann hafi lent
í ýmsu. Sumu skelfilegu.
„Ég átti þrjár mjög góðar vinkonur á Patreksfirði. Þú hefur kannski
lesið um hræöilegt slys á Patreksfirði fyrir nokkrum árum í
blööunum? Það var um krakka sem voru að leika sér með
sippuband."
Nei, segðu mér frá því.
„Þetta var bara venjulegur dagur. Við vorum í skólanum og ég
ætlaði að leika við tvær bestu vinkonur mínar eftir skóla. Önnur
þurfti að læra og gat ekki komið strax. Ég fór heim með hinni,