Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 36

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 36
talaði mig hásan á fundum og tók þátt í starfínu af lífi og sál. En ég gerðist líka sérfræðingur í að skipuleggja böll og æfði kabarett af miklum móó. Þessi böll nutu mikilla vinsælda en þau voru fyrst í stað haldin f gamla Silfurtunglinu sem var á efri hæðinni í Austurbæjarbíói. Mér fannst þetta hvort tveggjajafn mikilvægt. Sumir frá þessum árum þekkja mig ekki nema f peysufötum. Samtökin hafa alla tíð sveiflast á milli uppreisnar og íhaldssamra báráttuaðferða. Sú viðurkenning og sátt sem síöasti áratugur hefur fært hommum og lesbíum hefur þó eðlilega gert það að verkum að uppreisnareldurinn brennur ekki jafn glatt og áður. Kannski helst þess vegna hafa samtökin orðið borgaralegri og settlegri." flH^HHHKnfrTson sem starfaði um skeið að forvarnarmálum innan Samtakanna aö byrja að mála húsið. //Alnæmisplágan eina verkefnið Það fór svo að Þorvaldur Kristinsson varð formaður Samtakanna árið 1986 og gegndi því starfi til ársins 1989. Þaö má segja að alnæmisplágan hafi verið eina verkefnið á dagskrá samtakanna þennan tíma. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Sjúkdómurinn kom á tengslum milli talsmanna Samtakanna og ýmissa embættismanna. Til að mynda gekk Ólafur Ólafsson landlæknir í það verk að greiða fyrir húsnæðismálum Samtakanna ‘78. Því lyktaði þannig að Davíð Oddsson borgarstjóri lét félagið hafa Lindargötu 49, sextíu fermetra bárujárnshús, til afnota árið 1987. Samtökin höfðu þá flutt af Skólavörðustíg 12 í fremur niðurdrepandi leiguhúsnæði í Brautarholti 18, uppi á fjórðu hæð. Þá fékkst styrkur til að halda úti starfsmanni til að sinna fræðslumálum vegna sjúkdómsins í stuttan tírna." Lindargatan varð annað heimili margra á þessum árum ogfólk kom þar alla daga vikunnar í einhverjum erindagjörðum eða bara til að spjalla saman yfir kaffi eða bjór. Eitt árið var meira segja haldið heilagt aðfanga- dagskvöld í félagsheimilinu fyrir þá sem vildu. „Allt það sem áður var á dagskrá í mannréttindabaráttunni svo sem baráttan fyrír réttlátari löggjöf þurfti í raun að þoka fyrir þeirri baráttu sem alnæmi kallaði yfir okkur þar sem þetta voru svo erfiðir og krefjandi tímar," segir Þorvaldur Kristinsson. „Við verðum að hafa það í huga að það komu ekki fram lyf sem lengdu líf þeirra sem höfðu smitast fyrr en um miðjan tíunda áratuginn. Á þessum árum hitti ég félaga mína oftar við jarðarfarir en á barnum." Húsið við Lindargötu var heimili Samtakanna ‘78 í þrettán ár og skipar því sérstakan sess í sögunni. Það stóð á horni Frakkastígs og Lindargötu, gegnt opnu hafí. Það hefur nú verið rifið. //Sexúalpólitískir flóttamenn Útþrá félagsmanna háði Samtökunum ‘78 frá upphafi. Flestir vildu búa í útlöndum á níunda áratugnum. Það var ekki nóg með að fordómar og mismunum gegn hommum og lesbíum væri illþolandi til lengdar. Landið var einfaldlega stundum óþolandi með sína eilífu verðbólgu, tepruskap, hræsni og rysjótt veður. Svo vildi fólk líka sækja sér menntun sem og margir gerðu. Samtökin '78 þurftu þannig að horfa á eftir mörgum góðum liðsmönnum til lengri eða skemmri tíma. Á móti kom að fólk kom oft og tíðum afturtil starfa í Samtökunum eftir að það sneri heim og bar þá með sér ferska strauma að utan og hafði jafnvel sótt sér reynslu af starfi samkynhneigðra í öðrum löndum. Þegar horft eryfir hópinn sem var ansi fjölbreytílegur þarf engan að undra að það væri stundum rifist hressilega. Þarna voru fótboltastelpur og leóurhommar, stríðsmálaðir stelpustrákar, alvarlega þenkjandi félagsmálatröll og uppstrílaðir æringjar, hárgreiðslumenn, skáld, læknar, barnakennarar, bankastjórar, fóstrur, trésmiðir, öryrkjar, sprenglærðir menntamenn og droppát úr barna- og menntaskólum landsins. Þarna var líka njósnari Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, leikarar, söngvarar og síðast en ekki síst nemendur af öllum stæróum og gerðum. Sumir voru fanatískir á áfengi, aðrir notuðu það ótæpilega. Einhverjum fannst jafn sjálfsagt að fá sér hasspípu og seríósið á morgnana. Öðrum fannst það óhugsandi. Allt þetta fólk kom einhvernveginn Husiðvar svo malað i glaðlegum bjortum litum snemma nálægt Samtökunum átíundaáratugnumogflestirmunaeftirþvísvona. ‘78, hvort sem það var í gegnum pólitíska baráttu, eða það notaði félagsmiðstöðina, sótti böll eða bókasafnið. Félagarnir sem höfðu ýmist tekið út þroska á Melrakkasléttu, í Kaupmannahöfn, við ísafjarðardjúp, í Berlín, miðborg Reykjavíkur, San Fransiskó eða Breiðholti jafnvel Akureyri, voru stundum ósammála um eiginlega allt. Nema kannski það takmark, að hommar og lesbíur ættu að njóta sambærilegra mannréttinda og aðrir. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.