Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 45

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 45
ALNÆMISFARALDURINN þröngi vegurinn til sigurs. Eftir Böðvar Björnsson. Við vissum ekki hvað beið okkar. Árið var 1983 og það var mikill baráttuhugur og lífsgleði innanborðs hjá Samtökunum '78. Við börðum ítrekað á dyr samfélagsins en enginn kom til dyra. Oftvar okkur kurteislega bent á að hætta þessu vonlausa brambolti en oftarvarkurteisin víðsfjarri oghótanir lágu í loftinu. „Það fer best á því og er ykkur fyrir bestu að þið hafið hægt um ykkur." En það er alltaf smá glufa íöllum múrum og þar sem við lömdum samfélagið utan voru alltaf einhverjirsem komu útígluggaað skoðaviðundrin(lesist„mannskapinn")ogsumir voru forvitnir og opnuðu gluggann og beindu til okkar einni og einni spurningu og fyrir kom að einn og einn hvíslaði að okkur stuðningsyfirlýsingu og vinalegum orðum. En stofnanir samfélagsins voru harðlæstar og fjölmiðlar okkur mjög andsnúnir. Staðan var ekki góð.

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.