Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 49
tímaritsins Mannlífs 1987 var viðamikil grein sem bar
yfirskriftina: íslenskar lesbíur - á leiö úr felum. Þessi grein
var lýsandi fyrir framsókn lesbía á þessum árum og í kjölfarið
létu íslenskar lesbíur æ meira til sín taka í Samtökunum og
umræðunni almennt í samfélaginu. Upp úr þessum breytingum
tóku konur æ oftar við formennsku í Samtökunum ‘78.
//Kynslóðaskipti ÍSamtökunum
Alnæmisfaraldurinn - þröngi vegurinn til sigurs. Á margan hátt
óviðeigandi fyrirsögn, því sigur er aldrei innifalinn í þeim ómældu
þjáningum og mannslífum sem alnæmisfaraldurinn hefur kostað.
En þrátt fyrir allt var það alnæmisfaraldurinn sem kom okkur
á kortið og gerói okkur sýnileg og neyddi samfélagið til aö
viðurkenna tilvist okkar og eiga við okkur rökræður og tengjast
okkur á víðtækan hátt. Það byrjaöi smátt, með samtölum við
nokkra lækna og fjölbreyttri alnæmisumræðu í samfélaginu
sem þróaðist undurfljótt í varanleg tengsl við stofnanir
samfélagsins. Þetta opnaði svo augu sumra stjórnmálamanna
fyrir bágri stöðu samkynhneigðra hér á landi. Strax árið 1990
var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður byrjuð að vinna
að réttarbótum fyrir samkynhneigða. Og árið 1991 lagði hún
fram sittfyrsta þingmál, þá þingmaður Kvennalista, um afnám
misréttis gagnvart samkynhneigðum. Ekki hlaut það brautargengi
það ár en veturinn eftir flutti hún það aftur ásamt þingmönnum
úr öðrum flokkum og samþykkti
þá félagsmálanefnd að kanna
stöðu samkynhneigðra á
íslandi. f framhaldi af vinnu
þessarar nefndar voru síðan
samþykkt á Alþingi lög um
staðfesta samvist sem
gengu í gildi íjúlí 1996.
AÐGAT I KYNLIFI
KARLMENN SEM HAFA KYNMÖK
VIÐ AÐRA KARLMENN
Enn sem komið er þekkjum við aðeins eina
leið til að smitast ekki af HIV, veirunni sem
veldur alnæmi: HÆTTULAUST KYNLfF. Lykil-
orðin eru: HVER OG EINN BER ÁBYRGÐ Á
SJÁLFUM SÉR.
menntamönnum. En nú þegar
storminn fór að lægja og það var
oröið tiltölulega óhætt að koma út,
barst okkur stór liðsauki af lífsglöðu,
drífandi og hæfileikaríku sérmenntuðu
fólki - og gamla liðið hvarf smátt
og smátt inn í baklandið. Það urðu
kynslóðaskipti í mörgum skilningi.
//Alnæmi er enn á meðal okkar
Eins og áður sagði voru lögin um
staðfesta samvist samþykkt 1996. Það
var stór stund og loksins hafði sambúð
samkynhneigðra verið vióurkennd af
löggjafanum. En önnur stund þetta
sama ár var ekki síður mikilvæg. Það
var í febrúar 1996 þegar alnæmislyfin
komu. Ekki að endanleg lækning væri
komin, heldur var nú hægt að tefja
framrás sjúkdómsins. Þeir sem voru
við dauðans dyr í byrjun febrúar 1996
voru klæddir og komnir á ról í maí og
ekki aö sjá að þeir hefðu nokkurn tíma
verið veikir. Álagamyrkrinu létti smátt
og smátt og það kom aftur
glampi í mörg augun.
Eyðni
Hættulaust
kynlíf
Upplýsingar og frœðsla
þau vopn sem duga gegn
eyðni
Kynlíf homma getur verið
hættulaust ef rétt er að því staðið
sögðu talsmenn samtakanna 78
þeir Böðvar Björnsson og Þor-
valdur Kristinsson þegar þeir
kynntu nýjan bækling, sem sam-
tökin hafa nýverið gefið út i sam-
vinnu við landlækni.
Böðvar Björnsson starfsmaður
á skrifstofu samtakanna sagði að
nú væri verið að dreifa bæklingn-
um og ætti hann að liggja frammi
á heilsugæslustöðvum og apó-
tekum, skólum og skemmtistöð-
um og sem víðast yfirhöfuð.
Markmiðið með útgáfu hans
væri að ná til sem flestra með
upplýsingar og ráðgjöf en það
væru þau vopn sem helst dygðu til
að hefta útbreiðslu eyðnisjúk-
dómsins illræmda.
Það skýtur kannski
skökku við, en við sem liföum þessa tíma teljum - einsog
margir þeir sem á eftir okkur komu - að alnæmisfaraldurinn hafi
verið 1986 til 1996. Alnæmið er nefnilega enn á meöal okkar
og engin lækning enn til. Bara lyf sem hefta sjúkdóminn.
Það var þvt vont að heyra að nýlega sátu nokkrir strákar á gaybar
Samtökin ‘78 höfðu alla
tíð að meginhluta verið
grasrótarhreyfing, harðskeytt
baráttusamtök. En
alnæmið breytti öllu og líka
Samtökunum ‘78. í kjölfar
alnæmisfaraldursins og
vaxandi tengsla Samtakanna
við stofnanir samfélagsins,
þróuðust baráttu- og
vinnuaðferðir Samtakanna
eðlilega í átt til lobbyisma, því
það er tungumálið sem stofnanir
samfélagsins ræða saman á.
Það urðu einnig
mannabreytingar um borð í
Samtakaskútunni. Frá upphafi
hafði baráttan verið drifin áfram
af ögrandi skemmtanasjúkum
drottningum, droppátum
og uppreisnarfólki af
öllu tagi ásamt einstaka
HÆTTULAUST KYNLÍF
• að íróa sér með öðrum
# líkamsnudd, atlot og faðmlög
# kossar á húðina og þurrir kossar
# hjálpartæki ástarlífsins - sé þeim ekki deilt
með öðrum
SENNILEGA HÆTTULAUST KYNLlF
# samfarir með verjum. Notið svokölluð
vatnsleysanleg krem en ekki fiturík krem
eins og vaselín. Þau geta skemmt gúmmí og
því komið göt á verjuna
# votir kossar
HÆTTULEGT KYNLlF
• að haía samíarir án jress að nota verjur
• að sleikja eða sjúga lim án jress að notaðar
séu verjur
• að gleypa sæði
• að sieikja endaþarm
GERÐU RÁÐ FYRIR AÐ ALLIR SEM ÞÚ HEFUR
KYNMÖK VIÐ GETI VERIÐ SMITAÐIR
SETTU ÞÉR ÖRUGGAR REGLUR f KYNLÍFI SEM
Þll VfKUR EKKI FRÁ. MUNDU AÐ NOTKUN
VfMUEFNA SLÆVIR DÓMGREINDINA OG
BÝÐUR HÆTtUNNI HEIM
LEITAÐU ÞÉR NÁNARI UPPLÝSINGA
Samtökin 78. Sími 28539
Ráðgjafarþjónusta mánudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga kl. 20-23.
Samstarfsnefnd Landspítala og Borgarspítala
um alnæmi. Sfmi 622280
Ráðgjafarþjónusta miðvikudaga kl. 18-19.
Gefid út af Samtökunum 78 með tilstyrk heilbrigðisyfirvalda
í Reykjavík og blésu upp smokka sem Samtökin höfðu borgað og
dreift ókeypis meðal homma.
Þessum marglitu blöðrum
var svo kastað á milli. Þegar
ung lesbía gerði athugasemd
við þetta sögðu þeir. „í hvaö
annað ættum viö svosem að
nota þessa smokka?!!!!"
Ég segi að lokum: Bara að
þessir smokkar springi nú
ekki í andlitið á þeim.
Samtökin 78:
Barátta
gegn út-
breiðslu
eyðni
SAMTÖKIN 78 hafa ráðið starfs-
mann til fræðslu og ráðgjafar.
Báðir þessi þættir miða að því
að fræða fólk um sjúkdóminn
eyðni, hvernig hann berst milli
fólks og hvernig helzt sé hægt
að komast hjá smitun. Jafnframt
hafa samtökin gefið út bækling
um þessi atriði í samvinnu við
embætti landlæknis. Embætti
hans og borgarlæknis annast
dreifingu hans að hluta til.
49