Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 61

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 61
gayliðið með. Sumarið 2003 er staðurinn orðinn minningin ein. í byrjun 21. aldar kann hinsegin fólk orðið nokkuð vel að stíga skemmtistaðaölduna og kippir sér ekki upp við það þótt einn og einn staður falli útbyröis. Jarðvegurinn virðist líka oröinn svo frjór að nýjir staðir vaxa um leiö og þeir gömlu sölna. Þannig heilsar Rainbow fólkinu í Lækjargötunni um leið og Spotlight deyr. Sú kveðja reynist hins vegar örstutt bros og eftir að hafa glatt lýðinn í nokkrar vikur lognast staðurinn út af. //Kósý, Nonni og Naust í stað þess að gráta ástandið hrúgast lýðurinn nú inn i litlu og vinalegu kytruna í Austurstræti 3, sem strax verður sneisafull af fólki. Og hvernig er líka annað hægt? Café Cozy er jú einungis 35 fermetrar. Kósý öðlast skjótar vinsældir með ódýru öli, kjötsúpu og ítölsku brauði sem fólk snarlar við barinn um miðjar nætur. Smæöin virðist heldur ekki hefta hina ótrúlega margbreytilegu stemmingu sem stundum verður meö hreinum ólíkindum. Á meðan alvörugefið fólk skeggræöir pólitík í þvögunni viö barinn skaka sveittar drottningar sér í takt við nýjasta Eurovisionsmellinn uppi á næsta borði. Við gluggann erfólk í faðmlögum. Og í þessari yndislegu mannlegu sardínudós er allt leyfilegt. Eða nánast allt. Á Kósý stígur einnig margt ungt fólk sín fyrstu skref í hinsegin heimum. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er ein þeirra: Kósý var fyrsti staðurinn sem ég fór á og ég fílaði hann mjög vel. Þó svo að bæði Q-bar og Black séu að gera mjög góða huti í dag þá sakna ég alltaf Kósý. Það besta við hann var að hann var lítill, maður þekkti alla og þangað fór aðallega hinsegin fólk. Smæðinni fylgja líka gallar. Biðin eftir eina klósetti staðarins reynir á þolrifin og ef einhver dramadrottningin tekur æðiskast og hellir bjór yfir náungann eru menn nánast sjálfkrafa þátttakendur í æsingnum. Sumum finnst líka nóg um þrengslin og í maí 2004 oþnar nýr staður við Aðalstræti 10, í elsta húsi miðbæjarins. Meö vísan í sögu hússins hefur staðurinn um hríð starfaö undir nafninu Jón forseti og eftir erfiöa innri baráttu stekkur hann nú fullskapaður út úr skápnum og kallar sig Nonna homma. Kristín Eysteinsdóttir hefur orðið: Það má eiginlega segja að kaldhæöni örlaganna hafi ráðið því að þarna opnaði gaystaður. Tíu árum áður hafði ég nefnilega orðið vitni að því þegar tveimur lesbíum var hent út af þessum sama stað, sem þá hét Fógetinn, fyrir að kyssast. Auðvitað fauk í okkur. En við vorum töluvert margar, nýttum okkur það og svöruöum árásinni. Með því að fara bara allar að kyssast. En Nonni er enginn hómófóbískur Fógeti, heldur fer kröftuglega af stað og býður upp á fjölbreytta danstónlist og mikið stuð. Þá taka nokkrir hommar sig saman, stofna drag- og leikhópinn Hégóma og eftirsókn eftir vindi í seglin og bjóða upp á sýningar að hætti hússins um helgar. Næstu mánuðir einkennast af góðri stemmingu í húsinu og upp rennur tímabil þar sem valió stendur á milli tveggja hinsegin skemmtistaöa. Og flæðiö verður líka gott. Fólkið byrjar kvöldið iðulega á Kósý, færir sig svo yfir á Nonna homma og svo aftur á Kósý sem er með lengri opnunartíma. Adam og Eva eru þó ekki lengi í Paradís. Rekstur Nonna gengur ekki og starfseminni er því sjálfhætt veturinn 2004-5. í kjölfarið er boðið upp á gaybar í hinu fornfræga Nausti á Vesturgötunni, en sá rekstur endist þó vart lengur en nokkrar vikur. //Rokkað með Rokkslæðunni í umræðunni um rekstur skemmtistaða má ekki gleyma því að skemmtanamenningin snýst líka um annað og meira. Sem betur fer kannski. Öll þessi fyrstu ár aldarinnar ertil dæmis starfandi ansi merkileg stofnun í skemmtanalífinu, lesbíuþandið Rokkslæðan. Kristín Eysteinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar segir svo frá: Við hófum ferilinn snemma árs 2001 með giggi á Sirkus. Meiningin var að koma fram einu sinni sem írónísk þjóðfélagsádeila, gera upp við staðlaðar hugmyndir um hvað stelpur mættu og sýna að þær gætu líka tekið sér status sem hrokafullir rokkarar. Við fórum alla leiö, lékum frægar gellur með sólgleraugu og lífverði og spiluðum Guns’n’Roses, Bon Jovi, Kiss, AC/DC, Clash og álíka hetjurokk. En svo tókum við líka sykurpopp með kvenhetjum á borð við Britney Spears. Stemningin varð svo það mikil að viö héldum áfram. Við mönuðum ballgesti til að gera ýmsa hluti og þannig skapaðist oft svo mikill múgæsingur að maður vissi aldrei hvernig kvöldið myndi enda. Ég man eftir einu kvöldi á O’Brien þegar inn rekast tveir karlmenn sem halda sig vera að fara á krá í rólegheitunum en mæta troðfullum stað af konum sem komnar eru úr að ofan. Þeir fengu náttúrulega sjokk. Sumar femínistana deildu á okkur og kölluðu okkur feröastrippstaö, sem náttúrulega stenst ekki því við vorum femínísk ádeila. Rokkslæðan fer víða og tengir saman ýmsa staði í hugum hinsegin fólks sem fylgir henni hvert á land sem er. Já, því auk þess að spila á O'Brien tróðum við upþ á þremur Gay Pride, Dilloni, Jóni forseta og úti um allt land. Við duttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.