Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 63

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 63
I makavalinu lá líka við að hver tæki við af öðrum þegar upp úr slitnaði. Smæð hópsins styttir náttúrulega endurvinnsluhringrásina, óháð því hvort um er að ræða karla eða konur. Böllin urðu því einnig vettvangur alls konar persónulegra uppgjöra og drama-tíkur, eins og þau líkast til eru enn í dag. Að ógleymdum laumuhommunum og lesbíunum sem komu auövitað ekki fyrr en eftir myrkur Og þá vel drukkin. En svo þróuðust þessar samkomur smátt og smátt. Þegar líða fer á 10. áratuginn er komii annað hljóð í strokkinn varðandi mikilvægi ballanna. Að minnsta kosti af hálfu forystu félagsins. Margrét Pála Ólafsdóttir fyrrum formaður Samtakanna ertil frásagnar: Viö mátum það einfaldlega svo að tímunum hefði fleygt það mikið fram að þetta væri ekki lengur meginverkefni Samtakanna. Skemmtanalíf samkynhneigðra væri komið út á hinn almenna vettvang þar sem það ætti heima. Við ákváðum nú samt sem áður að bjóða áfram upp á þessi klassísku fjölskyldumót sem Samtakaböllin óneitanlega eru. Böllin halda því áfram að flakka um bæinn næstu árin og koma meðal annars við í Iðnó, Iðusölum, Kaffi Reykjavík, Lídó, Þjóðleikhúskjallaranum, Organ og að sjálfsögðu Hótel Borg. Og eitthvað hafa þau við sig. Vió lok fyrsta áratugar nýrrar aldar staðfesta aðsóknartölur nefnilega að böllin þrífast sem aldrei fyrr og ganga sífellt í endurnýjun lífdaganna með góöri aðsókn unga fólksins. Aldís segir frá: Böllin fara líka stækkandi, verða sífellt skemmtilegri og það besta við þau er að þangað kíkja margir sem mæta annars aldrei á djammið. lokum upp á Hlemm á næturklúbbinn Abracadabra og síðar Moulin Roge. Fólk vill geta skipt um umhverfi eftir því sem líður á kvöldið og stemmingin kallar á annað og þarna skapaðist því þessi eðlilegi rúntur sem finna má í öllum borgum erlendis. //Sveitaböll, risaböll ogfleiri böll En með breyttum áherslum í starfi Samtakanna á fyrri hluta 10. áratugarins minnkar vægi félagsmiðstöðvarinnar sem skemmtistaðar. Á þessum tíma er þó einnig fyrst farið að móta Gay Pride hátíöir og göngur hér á landi og reyna Samtökin að bjóða upp á ýmislegt skemmtanahald í tengslum viö þær uppákomur. Samkvæmt Möggu Pálu næst þó ekki upp nein stemmning í Reykjavík: Að kvöldi Gay Pride 1994 var því bara haldið sveitaball, liðinu smalað upp í rútu og haldið í gamalt félagsheimili í Höfnum. Svo var sungið og drukkið af pela og dansað við gargandi diskó fram á morgun. Þau urðu svo fleiri en eitt, voru hörkuskemmtanir og stundum var opnað út og dansað í íslensku sumarnóttinni. Um aldamót fer fólk svo að hrökkva í gírinn. Samtökin og Hinsegin dagar standa fyrir miklu dansleikjahaldi í kringum Gay Pride helgarnar sem fara vaxandi ár frá ári. Hefð tekur að skapast fyrir stráka- og stelpuböllum að lokinni opnunarhátíð á föstudagskveldi og auðvitað eru hátíöardansleikir á sínum stað að lokinni göngu og hátíðardagskrá á sjálfu Gay Pride kvöldinu. Á því kvöldi er nú fátt sem minnir á sveitastemminguna í Höfnun forðum daga, því nú býður hefðin að haldið sé á risaball á NÖSU við Austurvöll undir styrkri stjórn Páls Óskars Hjálmtýssonar. Kristín Eysteins segirfrá: Þetta er náttúrulega hvorki meira né minna en skemmtilegasta ball ársins. Þarna upplifir maður fjöldann, samkenndina og svo þessa svakalega brjáluðu frelsistilfinningu. Eftir því sem fleiri einkareknir skemmtistaðir koma að málum verður svo úr meiru að velja. Dreifingin batnar og þeim sem ekki hugnast risaböllin geta leitað á annan vettvang. Og ekki veitir af þegar þúsundir skemmtanaþyrstra og góðglaðra hátíðargesta streyma um göturnar. Snorrabær, laugardagskvöld: Hýrleg skemmtun Hommar og lesblur halda sam- eíghUegan dansleik í Snorrabæ annafl kvöld. Lif og fjör, hýr og hress. SAMTAKABALL Örlítil tiíkynningum næsta ball ÍDVl6.september1983. Jens tekur jafnvel dýpra í árinni: Mér hefur fundist langskemmtilegast á böllunum í gegnum tíðina. Þangað koma flestir og þar ríkir almennt meiri stemming en á skemmtistöðunum. //Mannfögnuðir í Brautarholti og á Lindargötu Fyrir utan sjálf böllin hafa Samtökin einnig staðið fyrir uppá-komum í miðstöövum félagsins í gegnum árin. í óhrjálegu umhverfi Brautarholtsins eru til dæmis haldin mörg fjörleg kvenna- og karlakvöld á fyrri hluta 9. áratugarins og eftir flutninga á Lindargötuna árið 1987 er þráðurinn tekinn upp á ný. Félagið Konur með konum heldur kvennakvöld, strákarnir halda herrakvöld og MSC stendur einnig fyrir uppákomum. Veturliði segir frá: Þarna er loksins hægt að tala um nokkuð frambærilegt samkvæmislíf samkynhneigðra á íslandi. Kvöldið byrjaði þá í Samtökunum, svo var fariö á 22, og að ÞJOHATÍÐ í RISINIÍ — Ingi Rafn Hauksson, i h’lutvef.ki„Fjallkarlsins", fer með ræðu í bundnu máli. Finsogá alvöru Þjó(ð)bátíð standa skátarnir heiðursvörð ogskýla drotthingunum fyrir úrhelli dagsins. Hérer Bir na TómasdfiSir í hlutverki hinsávallt viðbúnaskátj| i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.