Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 70

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 70
ALLT HEFUR BREYST Á30 ÁRUM Texti: Ragnhildur Sverrisdóttir Bameignir eru nánast orðnar regla fremur en undantekning í hópi lesbía. Þær fóru margar til Danmerkur á árum áður og gera reyndar enn, en núna er leiðin fyrir lesbíur í staðfestri samvist greið í tæknifrjóvgun hér á iandi. Hommarnir ræða meira um barneignir sín á milli en áður fyrr og allnokkrir hafa eignast börn með lesbískum vinkonum sínum. Líklega hefur sú er þetta skrifar fyrst sótt fund hjá Samtökunum ‘78 á stofnári félagsins, fyrir 30 árum. Fundirnir voru haldnir í litlu kjallaraherbergi, þar vorum við tvær stelpurnar og nokkrir strákar. Mér var sagt, á þessum fyrsta fundi sem ég sótti, að tvær konur væru skráðir félagar. Önnur var þá fiúin til Danmerkur og hin fór skömmu síðartil Noregs. Félagið varfámennt, átti varla krónu og starfsemin var ekki áberandi í þjóðfélaginu. Það var heldur ekkert sérstaklega freistandi að láta mikiö á sér bera á þessum árum, enda mismunun samkynhneigðra regla fremur en undantekning. En félagið stóð þó fyrir böllum, þótt ekki mætti auglýsa þau í Ríkisútvarpinu og segja að þau væru fyrir homma og lesbíur. Sú ástæða var m.a. nefnd, að þetta væri auðvitað engin íslenska, að tala um „homma“ og „lesbíur". Bannið var sem sagt af einhverjum málræktaráhuga, en ekki vegna þess að Ríkisútvarpið væri í höndum manna sem voru uppfullir af fordómum. Þetta var fyrir 30 árum. Á þessum árum var fjarlægur draumur að samkynhneigðir gætu skráð sig í sambúð. Hommarnir áttu undir högg að sækja, því flesta bauð í grun hvað var á ferðinni þegar tveir ungir karlmenn bjuggu sér heimili. Þeir voru sífelit að missa íbúðirnar sem þeir höfðu á leigu og ástæðurnar sem gefnar voru upp voru af ýmsum toga. Við lesbíurnar vorum í öllu skárri málum, enda þótti einhvern veginn „eðlilegra" að tvær stelpur leigðu saman íbúð. Við gátum þvt verið í felum, jafn æskilegt og það nú er. Sumum okkar tókst meira að segja að leyna sambandinu fyrir ættingjum og vinum árum saman. Ég man þann óskaplega létti sem fylgdi því að koma úr felum fyrir rúmum aldarfjóröungi, segja mömmu, pabba og systkinum allt af létta, hætta að Ijúga að kunningjum og samstarfsfólki. Þá var staðan enn sú að ég gat ekki ímyndað mér að ég gæti skráð mig í sambúð, jafnvel gift mig, hvað þá eignast börn. Ég man enn þegar ég sagði vinkonu að mig langaði að eignast börn. Hún svaraói því strax að ég yrði að hugsa mig vel um, því barnið myndi áreiöanlega mæta miklum fordómum. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar aö fordómarnir lágu hjá henni. Fyrír fjórtán árum kynntist ég konunni minni. Þá áttum við enga möguleika á að skrá okkur í sambúð. Sumar vinkonur okkar höfðu tekið til þess bragðs að kaupa alls konar tryggingar og gera gagnkvæmar erfðaskrár, til að

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.