Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 74

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 74
Myndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur og fleiri MEÐ PENNANN AÐ VOPNI Hinsegin bókmenntir á islandi Eftir Árna Heimi Ingólfsson Þann 23. mat 2007 lést Elías Mar rithöfundur á 83. aldursári. Elías gegndi merku hlutverki í íslenskum bókmenntum á 20. öld þótt lítið hafi farið fyrir honum og verkum hans síöustu áratugi. Á því varð þó nokkur breyting um síðustu jól, þegar út komu bækurnar Nýr penni f nýju lýðveldi eftir Hjálmar Sveinsson og Sköpunarsögur eftir Pétur Blöndal þar sem birt er ítarlegt viðtal við skáldið. Elías hneigðist bæði til karla og kvenna og var fyrsti íslenski rithöfundurinn sem fjallaði um samkynhneigð í verkum sínum. Líklegt má telja að hinn nývaknaði áhugi almennings á Elíasi og verkum hans eigi eftir að skila sér í betri skilningi á hlutverki hans sem brautryöjanda í að skapa hinsegin bókmenntir á íslandi. Það ætti engum að koma á óvart að saga hinsegin bókmennta sé stutt á íslandi. Skáldsögur, leikrit og Ijóð sem tjá samkynhneigða reynslu og hugarheim eru ung listgrein jafnvel á alþjóðlegum vettvangi. Samkynhneigðir tilheyrðu lengi þögguðum hópi og áttu örðugt með að finna tilfinningum sínum farveg f listrænni sköpun. Hér á landi gerði fámennið þetta enn erfiðara en ella. í raun er varla hægt að tala um að hinsegín bókmenntir verði til fyrr en síðla á 19. öld, um svipað leyti og skilgreiningin á samkynhneigð kom fram. Fjölmörg dæmi eru þó um eldri bókmenntir sem fjalla um ástir af sama kyni. Forngríska skáldkonan Saffó, sem var fædd á eynni Lesbos um 620 f. Kr., orti mörg Ijóð til kvenna og er orðið lesbía dregið af fæðingarstað hennar. Margar sonnettur Shakespeares eru afdráttariausar ástarjátningartil ungs manns, og hafa margirtúlkað þær á þá leið að Shakespeare hafi verió sam- eða tvíkynhneigður. Michaelangelo orti einnig sonnettur til ungra manna þegar hann sjálfur var á gamals aldri. Hómóerótísku undíröldunni í kvæðum þessara höfunda var þó haldið í skefjum svo öldum skipti, þar sem siðprúðir ritstjórar áttu það til að skipta út „he“ fyrir „she" hjá Shakespeare, og „signor" fyrir „signora" hjá Michaelangelo. Fyrstu dæmin um bókmenntir þar sem fjallað er um samkynhneigðar ástir á tiltölulega hispurslausan hátt eru frá síöustu áratugum 19. aldarinnar. Tvær sögur, Sins of the Cities of the Plain (1881) og Teleny (1893), þóttu sæta tíðindum þar sem þær innihéldu bersöglar frásagnir af ástum tveggja karlmanna. Það segir sína sögu að höfundar þessara bóka kusu að láta nafns síns ekki getið og eintökín gengu manna á milli í neðanjarðarútgáfum. Báðar sögurnar endurspegla viðhorf samtíma síns til samkynhneigðar, draga upp dökka mynd af ástum karla og sú síðarnefnda endar í tortímingu og dauða. Einnig má nefna skáldsöguna Maurice, sem E.M. Forster skrifaði 1914 en leyfði ekki að yrði gefin út fyrr en að honum látnum. Dauðinn í Feneyjum eftirThomas Mann hefur að geyma fræga lýsingu á tilfinningum aldraða skáldsins Aschenbachs í garð unglingspiltsins Tadzio. Samkynhneigð Ijóðskáld tóku einnig að yrkja um reynslu sína á síðari hluta 19. aldar, og má t.d. nefna Oscar Wilde, Walt Whitman, Paul Verlaine og Arthur Rimbaud. Breska skáldið Wilfred Owen samdi einnig áhrifamikil ástarljóð til karla meðan hann gegndi herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni. 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.