Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 80

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 80
ELÍAS M4R SAMAN LAGT SPOTT OG SPEKI //Leiðin til fullkomnunar „Er nokkurt dæmi þess, að leiðin til fullkomnunar hafi legið eftir þráðbeinum vegi? Mér finnst, að hún hljóti að liggja eftir ótal krókaleiðum og óteljandi villigötum. Ég gæti skrifað fleiri þúsund blaðsíður um axarsköft mín, allan þann bjánaskap og alla þá heimsku, sem ég hef gert mig sekan um. En ég hef haft vit á að læra af öllum þessum óförum. Enginn gæti trúað því, hve mikil rola og vesalingur ég var á barnsárum mínum og unglingsárum. Ég var hræddur við allt og alla. Sem átta ára gamall drengur var ég í skóla hjá Friðriki Friðrikssyni stud.theol. Dag nokkurn varð ég ásamt hinum strákunum að stunda heræfingar suður á Melum. Skyndilega varð mér bráðillt í maganum og hefði samstundis þurft að leysa niðrum mig og hægja mér. En ég átti ekki hugrekki til að ganga fyrir generalinn og segja honum frá þessu. Ég skeit í buxurnar. Menn geta hugsað sér líðan mína. Þegar við marséruðum niöur Suðurgötu mættum við háyfirdómarafrúnni, sem var á skemmtigöngu með sinni hjartansvinkonu fröken Kristínu. Generalinn skipaði okkur samstundis að stansa og heilsa að hermannasið hinni tignu frú, sem hrærðist mjög af þessum virðingarvotti okkar. Menn geta hugsað sér viðtökurnar hjá móóur minni, þegar ég kom heim með buxurnar fullar...“ Þórður Sigtryggsson (1890-1965) var bókbindari að mennt en lifði lengstum af þvt að kenna börnum lestur og orgelleik. Hann skildi eftir sig verkið Mennt er máttur - Tilraunir með dramb og hroka sem varðveitt er á Landsbókasafni. Elías Mar, sem Þórður hafði kennt á orgel í æsku, kom að því verki og segist ýmist hafa skrifað upp eftir frásögn Þórðar eða hreinritað það sem höfundurinn hafði áður gert uppkast að. Þetta kallaði Þórður ýmist endurminningar, hugleiðingar eða tilraunir. Snjalla lýsingu á Þórði Sigtryggssyni er að finna í frásögn eftír Árni Bergmann sem birtist í mínningabók þeirra Lenu Bergmann, Blátt og rautt (1986). Frásagnir Þórðar eru að mörgu leyti merkileg heimiid um vitundarlíf samkynhneigðs manns á íslandi á fyrri hluta 20. aldar þótt varla geti þær talist dæmigerðar. Verkið sem hér um ræðir hefur aldrei verið gefið út, enda ritar Þórður svo á einum stað: „Þessar endurminningar mínar eru aðeins ritaðar fyrir mig einan, þótt ég ef tii vill sýni þær fáeinum nánum vinum. Ég er einkarithöfundur og get varla hugsað mér ömurlegra hlutskipti en að vera almenningsrithöfundur. Þá er ólíkt skárra að vera almenningsmella. Almenningsrithöfundurinn býður sig hvaöa heivítis skrtl og illþýði sem er fyrir peninga, en almenningsmellan getur átt sómatilfinningu." //Hann er hómósexúalisti „Mikið hafði ég gaman af, þegar vinur minn Kristján Helgason eitt sinn kynnti mig fyrir einum kunningja mínum t strætisvagni. Eftir að hafa nefnt nafn mitt bætti hann við: „Hann er hómósexúalisti." Síðar komst ég reyndar aö raun um, að maður þessi, alkunnur menntamaður og verðlaunaöur rithöfundur, hafði aldrei heyrt orðið hómósexúalisti nefnt- og hafði enga hugmynd um hvaó það þýddi! Síöan Jónas Hallgrímsson dó, hefur enginn íslenskur menntamaður, skáld eða rithöfundur fengið aðgang að siðuðu heimili erlendis. Þessir ræflar koma aldrei annars staðar en á lélegustu knæpur og hóruhús. Þeir geta aldrei lært aó lesa, tala eóa skilja mál siðaðra rnanna." Þórður lést 30. júní 1965 og síðasta kaflann í tilraunum stnum ritaði hann daginn fyrir andlátið: //Finale „Þegar hinn fagri og töfrandi N.N. var tíu ára gamall, sendi hann mér svohljóðandi bréf: „Þórður! Þér þykir vænna um Chopin en mig!“ Þegar hann var tólf ára gamall, talaði hann um í afbrýðisemiskasti að drepa einn af nemendum mínum, jafnaldra sinn. íslenzkir drengir eru farnir að skilja mannlegt tilfinningalíf." Þorsteinn Gylfason: Hamingjan um nótt Hamingjan kom heim til mtn um nótt, hæggeng veira sögð af nýrri grein, runnin ungum manni t merg og bein, manni sem eg elska heitt og fljótt þangað til hann innir ofur hljótt: eg er ekki í lagi. Þaó er mein sem því veldur. Ástæðan er ein. Útbrot fyrst. Og stðan brestur þrótt. Hvað sem lifir veit eg verður gjalt. Vöðvar rýrna, storknar sæði og blóð. Stælta holdið hans er vísast valt. Vísast dvín í haust hans æskuglóð. Hann er samt minn guð. Hann gaf mér allt. Hamingjuna sjálfa. Sú vargóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.