Fréttablaðið - 14.11.2020, Page 18

Fréttablaðið - 14.11.2020, Page 18
Ég er ekki sammála þeirri umræðu að það sé komið að einhverjum kaflaskilum. Arnar Gunnlaugsson 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Þjálfarateymi kvenna- landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn væru í hópnum fyrir leikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM. Tvær breytingar eru í hópnum, Dagný Brynjarsdóttir og Rakel Hönnudóttir, tvær af reynslumeiri leikmönnum liðsins, koma aftur inn í stað Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Hólmfríðar Magnúsardóttur. Stelpurnar okkar mæta Ung- verjum og Slóvökum undir lok mánaðar, þar sem líklegt er að tveir sigrar tryggi kvennalandsliðinu þátttökurétt í lokakeppni Evrópu- mótsins, sem fer fram sumarið 2022. Það yrði í fjórða skiptið í röð sem Ísland kæmist í lokakeppnina. Íslenska liðið fékk undanþágu til að æfa saman í aðdraganda leikj- anna í sérstakri vinnusóttkví og mun æfa saman út næstu viku áður en haldið er út. „Við fengum undanþágu til að æfa og höfum æft með tilliti til sóttvarnaaðgerða undanfarna daga, svipað og Valskonur sem hafa fengið að æfa í vinnustaðarsóttkví.“ Jón Þór segir þessa aðferð ekki æskilega en enga afsökun. „Við vonumst auðvitað til þess að þetta skili sér inn á völlinn. Þetta hafa verið fínar æfingar og stelpurnar tekið vel á því, bæði hjá okkur og þegar þær voru upp á eigin spýtur. Ástandið á liðinu er þokkalegt en þetta er auðvitað ekki eins og að keppa leiki. Við munum finna fyrir því að hluti hópsins hafi ekki spilað í tæpa tvo mánuði þegar kemur í leikina, en það þýðir ekkert að væla yfir því. “ Líklegt er að sex stig í næstu tveimur leikjum skili kvenna- landsliðinu á Evrópumótið, en það kemst ekki á hreint fyrr en riðla- keppninni lýkur í febrúar. „Það var lagt upp með það fyrir keppnina að vinna alla leikina fyrir utan leikina gegn Svíum og reyna að fá að minnsta kosti eitt- hvað út úr öðrum leiknum gegn þeim. Uppskeran úr því myndi lík- legast duga okkur í annað sætið. Við erum á góðri leið með það og að koma okkur í góða stöðu til að komast beint inn á EM, sem eitt af þremur stigahæstu liðunum í öðru sæti.“ – kpt Með tveimur sigrum förum við langleiðina á EM Kvennalandsliðið hefur æft á undanþágu síðustu vikuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eftir að komandi leikjum í Þjóðadeildinni lýkur, rennur samningur Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, út og spurning er hvert framhaldið verður hvað þjálfaramálin varðar. Freyr hefur nú þegar samið við Al Arabi í Katar um að gerast aðstoðar- maður Heimis Hallgrímssonar. Þegar sá samningur var tilkynntur var greint frá því að Freyr myndi klára verkefni þessa árs með lands- liðinu, en ekkert um framhaldið. Engar fregnir hafa borist um við- ræður um framlengingu á samningi Hamréns, enda eðlilegt að aðilar hafi einsett sér að klára þessa leiki áður en viðræður hæfust. Fréttablaðið fékk Arnar Berg- mann Gunnlaugsson, þjálfara karla liðs Víkings í knattspyrnu og fyrrverandi landsliðsmann, til að rýna í stöðuna. „Mér finnst Hamrén og Freyr hafa staðið sig vel í starfi og ef ég væri í forsvari fyrir KSÍ myndi ég bjóða Hamrén áframhaldandi samning. Ég er ekki sammála þeirri umræðu að það sé komið að einhverjum kaflaskilum og þörf sé á einhverri drastískri breytingu hjá þessu liði. Við vorum fimm mínútum frá því að tryggja okkur sæti á EM og mér fannst leikurinn við Ungverja vel upp settur og ekkert sem þjálfara- teymið hefði getað gert betur,“ segir Arnar um vangaveltur, um hvort kominn sé tími á þjálfaraskipti. „Að mínu mati er eðlilegt að treysta áfram á þá leikmenn sem hafa komið okkur á þann stað sem við erum á í dag, þrátt fyrir að þeir séu ekki í sínu besta leikformi. Það sást fyrsta hálftímann að þessi sam- setning virkar best og við vorum fínir fyrsta klukkutímann. Svo fer leikformið vissulega að láta á sjá hjá nokkrum leikmönnum og það er áhyggjuefni hversu illa við ráðum við að missa lykilleikmenn eins og Jóhann Berg [Guðmundsson] og svo Aron Einar [Gunnarsson] af velli. Þetta er hins vegar ekkert nýtt vandamál og ekki eitthvað sem hægt er að skella skuldinni á Ham- rén fyrir, finnst mér,“ segir hann enn fremur. „Nú þegar þessari undankeppni er lokið er eðlilegt að spyrja sig hvert framhaldið verður hjá leik- mönnum á borð við Hannes Þór [Halldórsson] og Kára [Árnason]. Að mínu mati er hins vegar erfitt að fara í einhver kynslóðaskipti á meðan Hannes Þór og Kári eru að spila jafn vel og raun ber vitni. Þeir voru báðir frábærir í leiknum í fyrradag en svo kemur auðvitað að því að líkaminn getur ekki meir. Mér finnst sá tímapunktur hins vegar ekki vera til staðar núna. Það er svo allt annað mál hvort það sé vilji sambandsins að fara í einhverja stefnubreytingu með leikstílinn eða fórna úrslitum í ein- hvern tíma, til þess að koma nýjum leikmönnum inn í hlutverk þeirra sem fyrir eru,“ segir landsliðs- maðurinn fyrrverandi, aðspurður hvort þörf sé á miklum breytingum á liðinu. „Mögulega mætti segja að leik- menn á borð við Albert [Guðmunds- son] ættu að fá meira og skýrara hlutverk hjá liðinu í næstu undan- keppni. Svo hefur Rúnar Alex [Rún- arsson] kosti sem Hannes Þór hefur ekki og öfugt. Það er bara spurning um hvort þú metur, þegar kemur að valinu á hver verður í markinu. Þá sýnir það sig kannski í leikn- um gegn Ungverjum að leikmenn þurfi að huga að því betur að vera hjá liðum þar sem þeir spila reglu- lega. Kannski þurfa einhverjir að færa sig eitt skref aftur til þess að fá f leiri mínútur inni á vellinum. Það má svo ekki gleyma hversu mikil- vægur Kolbeinn [Sigþórsson] er sem uppspilspunktur, í þeirri taktík sem við höfum spilað undanfarin ár. Við sáum það bersýnilega síðasta hálftímann í gær að við söknuðum eiginleika hans þegar við vorum komnir í mikla lágpressu. Alfreð [Finnbogason] stóð sig frábærlega í leiknum, en hans hæfi- leikar skína betur þegar liðið er ofar á vellinum í pressu og er að sækja á f leiri mönnum eins og það gerði í fyrri hálfleik,“ segir Arnar. „Þeir leikmenn sem ég myndi vilja sjá fá aukið hlutverk úr yngra landsliðinu eru Ísak Bergmann [Jóhannesson] og Willum Þór [Will- umsson]. Ísak Bergmann ætti þá að nota í sinni náttúrulegu stöðu inni á miðsvæðinu. Hann er með gríðar- lega hlaupagetu og getur hlaupið völlinn teig frá teig. Willum Þór gæti síðan hentað vel þegar þarf að halda boltanum innan okkar raða ofarlega á vellinum og byggja upp spil í kringum hann. Það er líkam- lega öf lugur leikmaður með gott auga fyrir spili. Svo eigum við spennandi leik- menn í yngri landsliðunum þannig að við þurfum ekki að örvænta þó við séum langt niðri þessa stundina út af þessu tapi.“ hjorvaro@frettabla- did.is Tapið ekki tilefni til byltingar Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru enn að sleikja sárin eftir grátlegt tap Íslands í úrslitaleik um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Þar með varð ljóst að gullkynslóðin fer ekki á sitt þriðja stórmót í röð. Mark Gylfa Þórs virtist ætla að duga, áður en Ungverjar skoruðu tvö á lokamínútum leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FÓTBOLTI Egypska knattspyrnu- sambandið greindi frá því í gær að Mohamed Salah hefði greinst jákvæður af kórónaveirunni. Salah sem er einkennalaus er kominn í einangrun og verður því ekki með liðsfélögum sínum gegn Tógó í dag. Salah er fimmti leikmaður Liver- pool sem greinist með kórónaveir- una á þessu tímabili. Áður höfðu Sadio Mane, Thiago, Xherdan Shaq- iri og Konstantinos Tsimikas greinst með veiruna og eru allir búnir að ná sér til fulls. Þá er Roberto Firmino líklegast á leiðinni í sóttkví eftir að smit kom upp innan brasilíska landsliðsins. Ólíklegt er að Salah geti gefið kost á sér í toppslag Liverpool gegn Leicester eftir átta daga. Egyptinn hefur byrjað tímabilið vel og skorað átta mörk í átta leikjum fyrir Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni. – kpt Salah kominn með COVID-19 HANDBOLTI Evrópska handbolta- sambandið, EHF, tilkynnti í gær að leikjum kvennalandsliðsins í undankeppni HM 2021 yrði frestað til næsta árs. Ísland átti að ferðast til Makedóníu og leika þar þrjá leiki í upphafi desember, en áætlað er að leikirnir fari fram í mars. Í tilkynningunni sem barst til HSÍ kom fram að áhrif kórónaveirufar- aldursins gerðu það að verkum að ákveðið var að fresta. Það sé mikil áhætta að fá stóran hóp fólks víðs vegar að úr Evrópu á einn stað og hætta á að smit komi upp á leikstað sem leiði til frestana. Stelpurnar okkar eru í riðli með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi og er vonast til þess að leikirnir geti farið fram um miðjan mars næstkomandi. – kpt Undankeppni HM frestað til marsmánaðar FÓTBOLTI Strákarnir okkar í karla- landsliðinu í knattspyrnu mæta Dönum í næstsíðasta leik liðsins í Þjóðadeildinni annað kvöld. Þetta er 25. viðureign liðanna eftir 0-3 tap gegn Dönum á Laugardalsvelli í haust og kemur þremur dögum eftir viðureign Íslands og Ungverjalands. Þjálfarateymi danska landsliðs- ins fékk jákvæðar fréttir á dögunum þegar ensk stjórnvöld samþykktu að gefa leikmönnum landsliða Íslands og Danmerkur undanþágu frá ferðabanni á milli Englands og Danmerkur. Með því fengu sjö leik- menn að koma til móts við danska liðið, sem leika á Englandi. Ísland bíður enn eftir fyrsta sigr- inum gegn Dönum í karlaf lokki. Danska liðið er það lið sem Ísland hefur mætt hvað oftast án þess vinna leik. – kpt Geta gert út um Danagrýluna Klopp ætti að geta knúsað Salah áhyggjulaus í vetur. MYND/EPA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.