Fréttablaðið - 14.11.2020, Page 24
Óskar ólst upp í Sand-gerði en sem ungur d r e n g u r v a r ð i hann sumrunum í s veit i n n i hjá ömmu í Bjarnar-
firði. „Maður var byrjaður að keyra
dráttarvélar aðeins níu eða tíu ára
gamall og farinn að keyra úti á þjóð-
vegum mjög ungur.“
Þegar Óskar var 16 ára flutti hann
austur á Stöðvarfjörð til eldri systur
sinnar, þar sem hann fékk starf í
frystihúsinu. Hann segir þorps-
búa hafa verið sátta við harðdug-
legan aðkomumanninn, eða allt
þar til hann fékk bílpróf. „Þá var ég
alveg klikkaður. Mér var sama um
allt, slædandi úti um allt þorp og
í spyrnu. Það var verið að spyrna
frá Stöðvarfirði yfir á Breiðdalsvík
þar sem eru háar skriður og mikil
hætta.“
Áhyggjufullir þorpsbúar áttu
það til að hringja á lögregluna sem
var með aðsetur í næsta firði. „Svo
þegar löggan kom yfir var auð-
vitað lítið hægt að gera annað en að
skamma mann.“
Fannst hann ódauðlegur
Þegar Óskar var rúmlega 18 ára
sagði systir hans, sem þá var að hans
sögn hálfgerð mamma hans, honum
að annaðhvort þyrfti hann að hægja
á sér eða að fara.
„Það er bara um tvennt að velja,
annaðhvort slakar þú á eða ferð
héðan. Hún sagðist ekki geta tekið
við þessu lengur. Það kvörtuðu allir
í henni en ekki mér, enda hlustaði
ég ekki á neinn.“
Foreldrar í þorpinu höfðu áhyggj-
ur af börnum sínum, en Óskar svar-
aði þeim áhyggjum þannig til að
börnin væru á ábyrgð foreldranna
en ekki hans.
„Eins og ég segi, maður var bara
klikkaður. Manni fannst maður
ódauðlegur.“
Óskar lét ekki segjast og flutti því
aftur suður eftir afarkosti systur-
innar.
Fín lína á milli hetju og hálfvita
„Ég náði að vera í Sandgerði í mánuð
áður en ég missti bílprófið. Ég var þá
tekinn á 99 kílómetra hraða innan-
bæjar.“ Óskar missti prófið í mánuð
og upplifði það sem fangelsi en lét
sér það þó ekki að kenningu verða.
„Einhvern tíma fór ég í spyrnu á
Reykjanesbrautinni sem þá var ein-
föld. Með mér í bílnum var vinur
minn og þrjár vinkonur og enn
þann dag í dag tala þær um að þær
skilji ekki hvernig við komumst lífs
af. Ég var að taka fram úr og trailer
að koma á móti á fullri ferð og svo
framvegis. Hugsun mín var að ég
væri aldrei að fara að tapa. Það var
hver sénsinn tekinn á eftir öðrum.
Mér fannst ég vera frábær bílstjóri.
Sem maður er – þar til eitthvað ger-
ist. Þá er mjög fín lína á milli þess að
vera hetja og hálfviti.“
Vinurinn lést í bílslysi
Árið 1992 varð Óskar faðir í fyrsta
sinn, þá 23 ára gamall, og segist hafa
róast töluvert við það. Hann hafði
ekið með radarvara til að forðast
lögregluna, en látið vin sinn hafa
hann þegar sonurinn kom í heim-
inn. Hann ætlaði að hægja á sér.
„Ég hitti þennan félaga minn á
sunnudegi niðri á bryggju í Sand-
gerði. Hann vildi skila mér radar-
varanum en ég afþakkaði svo hann
hélt honum. Morguninn eftir lenti
hann í slysi rétt fyrir utan Keflavík
og lést. Þetta hafði mikil áhrif á
mig og liggur alltaf þungt á mér. En
maður hætti samt ekkert að keyra
hratt. Ég hugsaði með mér að svona
slys gerðust og það þyrfti ekkert að
henda mig.“
Óskar kynntist Akstursíþrótta-
félagi Suðurnesja. „Þá fór ég að keyra
rallíbíl og sá fljótt að ég var ekki eins
góður bílstjóri og ég hélt, maður velti
og fór út af en þá með allan öryggis-
búnað svo allt fór vel þó bílarnir hafi
fengið að kenna á því.“
Óskar keppti fjórum sinnum í
Íslandsmótinu í rallí og síðast árið
2007. „Þá var ég kominn á kraft-
meiri bíl og endaði í fjórða sæti,
einu stigi frá fyrsta sætinu. Sumarið
eftir var ætlunin að gera meira en
þennan vetur lendir Kiddi í slysinu.“
Kristinn Veigar
Kristinn Veigar, yngsta barn Ósk-
ars, var nýorðinn fjögurra ára þegar
ekið var á hann fyrir utan heimili
hans í Kef lavík. Óskar og barns-
móðir hans, Anna Guðbjörg Krist-
insdóttir, móðir Kristins og systur
hans, Örnu Sóleyjar, tveimur árum
eldri, voru skilin og bjuggu systk-
inin hjá móður sinni Í Keflavík. Þau
voru svo hjá Óskari og konu hans,
Vilborgu Rós Eckard, aðra hvora
helgi og í fríum.
„Ég og Vilborg, sem ég á elsta son-
inn með, Odd fæddan 1992, tókum
aftur saman árið 2005 eftir skilnað
okkar Önnu og höfum við því verið
saman í 15 ár. Þetta sjálfsagt gerist
ekki oft,“ segir Óskar og hlær þegar
blaðamaður hváir. „Hún á svo eina
dóttur, Viktoríu, fædda 1996.“
Það er ekki óalgengt að í nýju
sambandi finni fólk fyrir þörf til að
eignast barn saman en í þessu til-
felli var það óþarft. Barnið þeirra
var orðið 12 ára og segir Óskar það
strax hafa legið fyrir að ekki þyrfti
að bæta við.
Örlagaríki dagurinn
Víkjum aftur að örlagaríka deg-
inum 30. nóvember árið 2007.
Hann var stjarnan í hópnum
Óskar Sólmundarson var sjálfur hættulegur ökumaður á sínum yngri árum og hefði getað valdið miklum skaða.
Örlögin urðu aftur á móti þau að yngsta barnið hans, Kristinn Veigar, lést, þegar ekið var á hann við heimili hans.
Á morgun, 15. nóvember, er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Eftir sonarmissinn vildi Óskar láta gott af sér leiða og hélt fjölmarga fyrirlestra fyrir ungt fólk sem misst
hafði bílprófið og segir það hafa gefið sér mikið. Hann bað unga fólkið að hugsa til sín og Kidda litla, næst þegar það ætlaði að spyrna eða keyra yfir á rauðu ljósi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Mynd tekin af Kristni Veigari, mánuði fyrir slysið. „Þegar ég skoða hana fer
allt á skrið innra með mér,“ segir Óskar. VÍKURFRÉTTIR/ELLERT GRÉTARSSON
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð