Fréttablaðið - 14.11.2020, Side 49
Málmsteypa Þorgríms er á spennandi tímamótum og blæs nú til sóknar. Félagið framleiðir ýmsar
járnsteyptar vörur til gatnagerðar ásamt rekstrarvöru fyrir stóriðju. Plaströr, brunnar og fittings eru hluti
af veitulausnum á endursölusviði fyrirtækisins sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár.
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. er framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt Creditinfo 2020
og er í 15. sæti yfir meðalstór fyrirtæki á Íslandi.
Kröfur um menntun og reynslu
+ Menntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða vélfræði
+ Áhugi á markaðs- og sölumálum
+ Hæfni í mannlegum samskiptum
+ Þekking á véla- og framleiðslusviði sem nýtist í starfi
+ Þekking og reynsla á lagnasviði fráveitu
+ Þekking á sviði teikniforrita eins
og Autocad/Inventor er æskileg
+ Þekking á sölu- og birgðakerfum
sambærilegum við Navison er kostur
Hefur þú áhuga á sölu og framleiðslu
hjá framsæknu og traustu fyrirtæki?
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. leitar að öflugum og drífandi
einstaklingi í nýtt starf sem snýr að sölu-, framleiðslu-, viðhalds- og
nýsköpunarmálum fyrirtækisins og mun styðja umbreytingu félagsins
á komandi árum.
Helstu verkefni
+ Bein sala, afgreiðsla, tilboðsgerð
og samskipti við viðskiptavini
+ Verkstjórn framleiðslu,
gæðaeftirlit og framleiðsluskráning
+ Innkaup aðfanga
+ Viðhald og eftirlit
+ Sérverkefni á sviði framleiðslu- og
birgðakerfis, markaðsmála og Navision
Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá skal senda í gegnum starfsauglýsingu
Málmsteypunnar á vefsíðunni alfred.is. Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2020.
Málmsteypa
Þorgríms Jónssonar ehf.
Miðhrauni 6
210 Garðabæ
SÖLUDRIFINN
AÐSTOÐARFRAMKVÆMDASTJÓRI
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is
Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir
leikskólakennara
við leikskóladeildina Barnaborg.
Við leitum að kennara sem:
• Hefur kennaramenntun og leyfisbréf á viðkomandi
skólastigi
• Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
• Er lausnamiðaður
• Er sveigjanlegur og með góða samskiptahæfni
• Er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir/býr yfir
frumkvæði
• Hefur metnað til að takast á við ný og spennandi
verkefni
• Vill taka þátt í samstarfi og teymisvinnu
• Ber virðingu fyrir börnum og hefur áhuga á að starfa
með þeim
Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli
með rétt um 100 nemendur. Þar af tæplega 30 leikskóla-
nemendur á tveimur starfsstöðvum. Áhersla er lögð á
teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans
sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar
bernsku barna og örvar þroska þeirra. Þingeyjarskóli
hefur hafið innleiðingu á agastefnunni Jákvæður agi.
Rík tónlistarhefð er við skólann.
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð
starfsmanna á verkefnum skólans.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum
samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.
Nýlega flutti leikskóladeildin í nýtt og glæsilegt húsnæði
og starfsaðstaða er til fyrirmyndar.
Möguleiki er á húsnæði á staðnum.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til
að sækja um.
Staðan er laus frá og með 1. janúar 2021.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2020.
Umsóknir skulu sendast á netfangið
johannrunar@thingeyjarskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson
skólastjóri í vs 4643580 /8990702 eða í gegnum
netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is
intellecta.is
RÁÐNINGAR
ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0